Framhaldsskóli á krossgötum - í andbyr leynast tækifæri! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. apríl 2020 07:30 Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Haukur Johnson Skóla - og menntamál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun