Framhaldsskóli á krossgötum - í andbyr leynast tækifæri! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. apríl 2020 07:30 Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Haukur Johnson Skóla - og menntamál Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun