Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2020 03:44 Michael Atkinson, innri endurskoðandi leyniþjónustunnar, lét þingið vita af tilvist kvörtunar uppljóstrarans í september en Hvíta húsið vildi ekki að þingið fengi að vita um efni kvörtunarinnar. Hann verður nú rekinn innan mánaðar. AP/J. Scott Applewhite Bandaríkjaþingi hefur borist tilkynning frá Donald Trump forseta um að hann ætli sér að reka innri endurskoðanda leyniþjónustunnar sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara varðandi samskipti forsetans við Úkraínu í fyrra. Kvörtunin hratt af stað atburðarásinni sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Trump lætur þingið vita í tilkynningu sinni að hann hyggist reka Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, innan þrjátíu daga, að sögn Washington Post. Vísar hann til nauðsynjar þess að hann hafi „fulla trú“ á þeim fulltrúum sem starfa sem innri endurskoðendur stofnana alríkisins. „Það er ekki lengur tilfellið með þennan innri endurskoðanda,“ segir í bréfi Trump til þingsins. Hann gaf ekki frekari skýringar á brottrekstrinum. Lögum samkvæmt þarf hann að veita leyniþjónustustofnunum mánaðarfyrirvara áður en hann rekur innri endurskoðanda. New York Times segir að Atkinson muni ekki starfa næsta mánuðinn heldur muni Hvíta húsið skikka hann í leyfi. Trump segist ætla að tilnefna eftirmann Atkinson á næstunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, gagnrýndi ákvörðun Trump sem kom síðla kvölds á föstudegi á sama tíma og ríkisstjórnin glímir við skæðan kórónuveirufaraldur. Sakaði Schumer forsetann um að reka fólk sem segir sannleikann. „Michael Atkinson er maður heilinda sem hefur þjónað þjóð okkar í næstum tvo áratugi. Að vera rekinn fyrir að hafa hugrekki til að segja sannleikann gerir hann að föðurlandsvin,“ sagði Schumer. Lögmaður uppljóstrarans tísti um brottreksturinn í kvöld og sagði hann „hefnd“. Trump hefur ekki hikað við að ná sér niður á embættismönnum sem hann telur sér ekki nægilega húsbondaholla persónulega.AP/Alex Brandon Sakar endurskoðandann um óhollustu við sig Atkinson lét þingið vita af því í september að starfsmaður leyniþjónustunnar hefði lagt fram kvörtun sem uppljóstrari vegna þess sem starfsmaðurinn taldi óeðlileg samskipti Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í símtali sem átti sér stað í júlí í fyrra. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði misbeitt valdi sínu í samskiptunum. Síðar kom í ljós að í símtalinu sem um ræddi þrýsti Trump á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og son hans Hunter. Biden verður að öllum líkindum mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum síðar á þessu ári og var líklegastur til þess á þeim tíma sem samskipti Trump og Zelenskíj áttu sér stað. Samkvæmt lögum bar Atkinson að láta þingið vita af kvörtuninni teldi hann hana áríðandi og trúverðuga. Hvíta húsið hafnaði því hins vegar að láta þingið vita af kvörtuninni fyrst um sinn en neyddist loks til að láta undan undir miklum pólitískum þrýstingi. Trump hefur ítrekað álasað Atkinson fyrir að láta þingið vita af kvörtuninni og að koma af stað kæruferlinu. Forsetinn hefur jafnframt ítrekað haldið því ranglega fram að uppljóstrarinn hafi greint rangt frá samskiptum hans við Zelenskíj. New York Times segir að Trump hafi um margra mánaða skeið talað illa um Atkinson við ráðgjafa sína og sakað innri endurskoðandann um óhollustu. Here's the letter that Trump sent to the Hill -- identical copy was sent to Schiff and Nunes pic.twitter.com/eNujDc2GZa— Jeremy Herb (@jeremyherb) April 4, 2020 Hefndi sín á vitnum strax eftir sýknuna Í kjölfar kvörtunar uppljóstrarans hóf fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsókn á því hvort að Trump hefði framið embættisbrot í samskiptunum við Úkraínu. Núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump báru þar vitni um að þeir hefðu talið að hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu hefði verið skilyrt við að Zelenskíj féllist á að rannsaka pólitískan keppinaut Trump. Trump var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeildinni, þar sem demókratar hafa meirihluta, í desember, þriðji Bandaríkjaforsetinn í sögunni til að njóta þess vafasama heiðurs. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði hann af ákærum um að hann hefði misbeitt valdi sínu og hindrað framgang rannsóknar þingsins í réttarhöldum í febrúar án þess að kalla til nein vitni. Um leið og Trump var sýknaður kom hann fram hefndum gegn embættismönnum sem hann taldi hafa svikið sig með því að bera vitni við rannsókn þingsins. Þannig var Alexander Vindman, sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, leiddur út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum daginn eftir að Trump var sýknaður. Vindman hafði borið vitni um að honum hafi fundist símtal Trump og Zelenskíj óviðeigandi. Skömmu síðar rak Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem hafði að miklu leyti verið milliliður forsetans í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Tvíburabróðir Vindman sem einnig starfaði í Hvíta húsinu en hafði enga aðkomu að rannsókn þingsins var einnig rekinn á sama tíma. „Svívirðilegt“ í miðjum faraldri Tímasetning brottrekstursins í miðjum kórónuveirufaraldrinum vekur ekki síst athygli. Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar, segir það svívirðilegt að Trump hafi rekið Atkinson við þessar aðstæður. „Okkur ætti öllum að vera brugðið yfir áframhaldandi tilraunum til að gera leyniþjónustustofnanir þjóðarinnar að pólitísku bitbeini,“ sagði Warner, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23 Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bandaríkjaþingi hefur borist tilkynning frá Donald Trump forseta um að hann ætli sér að reka innri endurskoðanda leyniþjónustunnar sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara varðandi samskipti forsetans við Úkraínu í fyrra. Kvörtunin hratt af stað atburðarásinni sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Trump lætur þingið vita í tilkynningu sinni að hann hyggist reka Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, innan þrjátíu daga, að sögn Washington Post. Vísar hann til nauðsynjar þess að hann hafi „fulla trú“ á þeim fulltrúum sem starfa sem innri endurskoðendur stofnana alríkisins. „Það er ekki lengur tilfellið með þennan innri endurskoðanda,“ segir í bréfi Trump til þingsins. Hann gaf ekki frekari skýringar á brottrekstrinum. Lögum samkvæmt þarf hann að veita leyniþjónustustofnunum mánaðarfyrirvara áður en hann rekur innri endurskoðanda. New York Times segir að Atkinson muni ekki starfa næsta mánuðinn heldur muni Hvíta húsið skikka hann í leyfi. Trump segist ætla að tilnefna eftirmann Atkinson á næstunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, gagnrýndi ákvörðun Trump sem kom síðla kvölds á föstudegi á sama tíma og ríkisstjórnin glímir við skæðan kórónuveirufaraldur. Sakaði Schumer forsetann um að reka fólk sem segir sannleikann. „Michael Atkinson er maður heilinda sem hefur þjónað þjóð okkar í næstum tvo áratugi. Að vera rekinn fyrir að hafa hugrekki til að segja sannleikann gerir hann að föðurlandsvin,“ sagði Schumer. Lögmaður uppljóstrarans tísti um brottreksturinn í kvöld og sagði hann „hefnd“. Trump hefur ekki hikað við að ná sér niður á embættismönnum sem hann telur sér ekki nægilega húsbondaholla persónulega.AP/Alex Brandon Sakar endurskoðandann um óhollustu við sig Atkinson lét þingið vita af því í september að starfsmaður leyniþjónustunnar hefði lagt fram kvörtun sem uppljóstrari vegna þess sem starfsmaðurinn taldi óeðlileg samskipti Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í símtali sem átti sér stað í júlí í fyrra. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði misbeitt valdi sínu í samskiptunum. Síðar kom í ljós að í símtalinu sem um ræddi þrýsti Trump á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og son hans Hunter. Biden verður að öllum líkindum mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum síðar á þessu ári og var líklegastur til þess á þeim tíma sem samskipti Trump og Zelenskíj áttu sér stað. Samkvæmt lögum bar Atkinson að láta þingið vita af kvörtuninni teldi hann hana áríðandi og trúverðuga. Hvíta húsið hafnaði því hins vegar að láta þingið vita af kvörtuninni fyrst um sinn en neyddist loks til að láta undan undir miklum pólitískum þrýstingi. Trump hefur ítrekað álasað Atkinson fyrir að láta þingið vita af kvörtuninni og að koma af stað kæruferlinu. Forsetinn hefur jafnframt ítrekað haldið því ranglega fram að uppljóstrarinn hafi greint rangt frá samskiptum hans við Zelenskíj. New York Times segir að Trump hafi um margra mánaða skeið talað illa um Atkinson við ráðgjafa sína og sakað innri endurskoðandann um óhollustu. Here's the letter that Trump sent to the Hill -- identical copy was sent to Schiff and Nunes pic.twitter.com/eNujDc2GZa— Jeremy Herb (@jeremyherb) April 4, 2020 Hefndi sín á vitnum strax eftir sýknuna Í kjölfar kvörtunar uppljóstrarans hóf fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsókn á því hvort að Trump hefði framið embættisbrot í samskiptunum við Úkraínu. Núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump báru þar vitni um að þeir hefðu talið að hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu hefði verið skilyrt við að Zelenskíj féllist á að rannsaka pólitískan keppinaut Trump. Trump var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeildinni, þar sem demókratar hafa meirihluta, í desember, þriðji Bandaríkjaforsetinn í sögunni til að njóta þess vafasama heiðurs. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði hann af ákærum um að hann hefði misbeitt valdi sínu og hindrað framgang rannsóknar þingsins í réttarhöldum í febrúar án þess að kalla til nein vitni. Um leið og Trump var sýknaður kom hann fram hefndum gegn embættismönnum sem hann taldi hafa svikið sig með því að bera vitni við rannsókn þingsins. Þannig var Alexander Vindman, sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, leiddur út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum daginn eftir að Trump var sýknaður. Vindman hafði borið vitni um að honum hafi fundist símtal Trump og Zelenskíj óviðeigandi. Skömmu síðar rak Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem hafði að miklu leyti verið milliliður forsetans í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Tvíburabróðir Vindman sem einnig starfaði í Hvíta húsinu en hafði enga aðkomu að rannsókn þingsins var einnig rekinn á sama tíma. „Svívirðilegt“ í miðjum faraldri Tímasetning brottrekstursins í miðjum kórónuveirufaraldrinum vekur ekki síst athygli. Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar, segir það svívirðilegt að Trump hafi rekið Atkinson við þessar aðstæður. „Okkur ætti öllum að vera brugðið yfir áframhaldandi tilraunum til að gera leyniþjónustustofnanir þjóðarinnar að pólitísku bitbeini,“ sagði Warner, að sögn AP-fréttastofunnar.
Donald Trump Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23 Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59
Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23
Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15