Stöðvum spillinguna! Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. maí 2020 11:00 Virðulegi forsætisráðherra og ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt í heiminum þessa dagana, á Íslandi sem annars staðar og brýnt er að við sem þjóð leggjumst öll á árarnar og róum í sömu átt. Sú samheldni sem skapaðist hér á landi á krísutímum farsóttar er einstök og dýrmæt og mikilvægt að viðhalda henni og hlúa að samtakamættinum. Stjórnvöld hafa það hlutverk og ábyrgð að leiða okkur í gegnum áskoranir sem þessar með aðstoð góðra sérfræðinga og kjósendur treysta því að stjórnvöld gæti hagsmuna borgaranna og ríkisins í hvívetna í þeim aðgerðum sem ráðist er í og girði fyrir misnotkun. Því skýtur það skökku við þegar við blasir að öflugir aðilar í okkar samfélagi eru ekki tilbúnir að róa í sömu átt og aðrir og virðist í raun sama þótt margir verði eftir úti á rúmsjó. Þannig upplifir almenningur í það minnsta nýliðna atburði. Í Nýja-Sjálandi hafa stjórnmálamenn tekið á sig 20% launalækkun og fryst laun næsta hálfa árið til að sýna samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum. Í Danmörku og Póllandi var skýrt frá byrjun að fyrirtæki og félög í skattaskjólum fengju ekki ríkisaðstoð og sama gildir um Svíþjóð sem hnykkti einnig á reglum um að fyrirtæki sem greiddu út arð samhliða því að þiggja ríkisaðstoð yrðu að greiða það fé til baka og ættu ekki rétt á slíkri aðstoð. Óheppilegt er þegar ráðherrar og þingmenn hafa hagsmunatengsl við stöndug fyrirtæki í landinu sem nýtt hafa sér hlutabótaleið og æskilegt að þeir sem það hafa segi sig frá nefndum og starfshópum sem taka ákvarðanir er umrædd fyrirtæki varða. Undirskriftarlistinn fór af stað fyrir tæpum tveimur sólarhringum, þegar þetta er ritað, og ljóst er að atburðarásin er hröð. Inntak hans hefur þó enn gildi og kemur inn á þá þætti sem hér hafa verið nefndir. Við sem undir áskorunina ritum biðlum til ríkisstjórnarinnar að standa betur vörð um almannahagsmuni. Virðingarfyllst, Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Undirskriftarlistann STÖÐVUM SPILLINGUNA! er að finna á change.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Virðulegi forsætisráðherra og ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt í heiminum þessa dagana, á Íslandi sem annars staðar og brýnt er að við sem þjóð leggjumst öll á árarnar og róum í sömu átt. Sú samheldni sem skapaðist hér á landi á krísutímum farsóttar er einstök og dýrmæt og mikilvægt að viðhalda henni og hlúa að samtakamættinum. Stjórnvöld hafa það hlutverk og ábyrgð að leiða okkur í gegnum áskoranir sem þessar með aðstoð góðra sérfræðinga og kjósendur treysta því að stjórnvöld gæti hagsmuna borgaranna og ríkisins í hvívetna í þeim aðgerðum sem ráðist er í og girði fyrir misnotkun. Því skýtur það skökku við þegar við blasir að öflugir aðilar í okkar samfélagi eru ekki tilbúnir að róa í sömu átt og aðrir og virðist í raun sama þótt margir verði eftir úti á rúmsjó. Þannig upplifir almenningur í það minnsta nýliðna atburði. Í Nýja-Sjálandi hafa stjórnmálamenn tekið á sig 20% launalækkun og fryst laun næsta hálfa árið til að sýna samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum. Í Danmörku og Póllandi var skýrt frá byrjun að fyrirtæki og félög í skattaskjólum fengju ekki ríkisaðstoð og sama gildir um Svíþjóð sem hnykkti einnig á reglum um að fyrirtæki sem greiddu út arð samhliða því að þiggja ríkisaðstoð yrðu að greiða það fé til baka og ættu ekki rétt á slíkri aðstoð. Óheppilegt er þegar ráðherrar og þingmenn hafa hagsmunatengsl við stöndug fyrirtæki í landinu sem nýtt hafa sér hlutabótaleið og æskilegt að þeir sem það hafa segi sig frá nefndum og starfshópum sem taka ákvarðanir er umrædd fyrirtæki varða. Undirskriftarlistinn fór af stað fyrir tæpum tveimur sólarhringum, þegar þetta er ritað, og ljóst er að atburðarásin er hröð. Inntak hans hefur þó enn gildi og kemur inn á þá þætti sem hér hafa verið nefndir. Við sem undir áskorunina ritum biðlum til ríkisstjórnarinnar að standa betur vörð um almannahagsmuni. Virðingarfyllst, Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Undirskriftarlistann STÖÐVUM SPILLINGUNA! er að finna á change.org.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar