Út með óþarfa plast Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. maí 2020 08:30 Í byrjun vikunnar mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Lagt er til að frá og með miðju næsta ári verði bannað að setja á markað einnota plastvörur á borð við bómullarpinna, sogrör, hræripinna, diska og hnífapör úr plasti, sem og drykkjarílát, bolla og glös úr frauðplasti. Af hverju þessar plastvörur? Frumvarpið byggir á Evróputilskipun og er henni fyrst og fremst beint að þeim vörum sem finnast helst á ströndum í álfunni. Meirihluti rusls á ströndum í Evrópu er nefnilega plast, helmingurinn einnota. Við erum þannig ekki að banna í blindni hvaða plast sem er - heldur einnota óþarfa sem veldur skaða í náttúrunni. Aðrar vörur eru tiltækar í stað þeirra sem bannaðar verða og undanþágur eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Af hverju að banna? Er ekki fræðsla nóg? Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting. Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur lagt mikið á sig til þess að draga úr plastnotkun, vegna þess að það veit og skilur að breytinga er þörf. Þótt fræðsla sé mikilvæg og nauðsynleg þá sýna rannsóknir í félags- og umhverfissálfræði samt að hún er ekki nóg til að breyta hegðun. Þannig þarf að breyta kerfinu til að breyta hegðuninni. Kerfið þarf að auðvelda fólki að gera það sem það veit að er rétt og þess vegna er mikilvægt að stíga skref sem þessi. Náttúran má ekki við meiri einnota óþarfa Verði frumvarpið samþykkt verður heldur ekki lengur leyfilegt að afhenda drykki og matvöru á skyndibitastöðum í ílátum úr plasti - án þess að tekið sé fyrir það sérstakt gjald. Þetta er í raun sama ráðstöfun og gerð var með burðarpoka í fyrra, en þá mátti ekki lengur afhenda þá ókeypis. Það getur nefnilega ekki lengur verið auðvelt og ókeypis að nota einnota plast. Náttúran má ekki við því. Hafið má ekki við því. Plastið hverfur ekki – og finnst því víða Plast hefur marga góða kosti. Það er létt og endingargott og við eigum því margt að þakka, t.d. að draga úr matarsóun. En það er líka að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum. Það fýkur auðveldlega undan veðri og vindum. Og þegar plast berst út í náttúruna brotnar það ekki niður og hverfur alfarið, heldur verður að sífellt minni ögnum. Þannig hefur plast m.a. fundist á mesta dýpi sjávar, í ísjökum á Norðurpólnum, fjallstindum í Sviss og í fiskum í Amazon. Líka á Íslandi Því miður höfum við fengið staðfestingar á örplastsmengun við Íslandsstrendur, rétt eins og annars staðar í heiminum. Í rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera árið 2018 fannst örplast í helmingi kræklings sem kannaður var og í maga um 70% fýla. Örplast hefur líka fundist í drykkjarvatni á Íslandi, rétt eins og víða erlendis. Margnota fremur en einnota Auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi. Við megum ekki umgangast þær eins og þær séu það. Með frumvarpinu er stutt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og notkun margnota vara frekar en einnota. Í raun má segja að frumvarpið nú sé framhald af þeirri vegferð sem við fórum í með einnota burðarpoka í fyrra. Plokkarar segjast þegar sjá mun minna af plastpokum í náttúrunni. Höldum áfram á þessari braut, fyrir náttúruna! Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Lagt er til að frá og með miðju næsta ári verði bannað að setja á markað einnota plastvörur á borð við bómullarpinna, sogrör, hræripinna, diska og hnífapör úr plasti, sem og drykkjarílát, bolla og glös úr frauðplasti. Af hverju þessar plastvörur? Frumvarpið byggir á Evróputilskipun og er henni fyrst og fremst beint að þeim vörum sem finnast helst á ströndum í álfunni. Meirihluti rusls á ströndum í Evrópu er nefnilega plast, helmingurinn einnota. Við erum þannig ekki að banna í blindni hvaða plast sem er - heldur einnota óþarfa sem veldur skaða í náttúrunni. Aðrar vörur eru tiltækar í stað þeirra sem bannaðar verða og undanþágur eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Af hverju að banna? Er ekki fræðsla nóg? Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting. Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur lagt mikið á sig til þess að draga úr plastnotkun, vegna þess að það veit og skilur að breytinga er þörf. Þótt fræðsla sé mikilvæg og nauðsynleg þá sýna rannsóknir í félags- og umhverfissálfræði samt að hún er ekki nóg til að breyta hegðun. Þannig þarf að breyta kerfinu til að breyta hegðuninni. Kerfið þarf að auðvelda fólki að gera það sem það veit að er rétt og þess vegna er mikilvægt að stíga skref sem þessi. Náttúran má ekki við meiri einnota óþarfa Verði frumvarpið samþykkt verður heldur ekki lengur leyfilegt að afhenda drykki og matvöru á skyndibitastöðum í ílátum úr plasti - án þess að tekið sé fyrir það sérstakt gjald. Þetta er í raun sama ráðstöfun og gerð var með burðarpoka í fyrra, en þá mátti ekki lengur afhenda þá ókeypis. Það getur nefnilega ekki lengur verið auðvelt og ókeypis að nota einnota plast. Náttúran má ekki við því. Hafið má ekki við því. Plastið hverfur ekki – og finnst því víða Plast hefur marga góða kosti. Það er létt og endingargott og við eigum því margt að þakka, t.d. að draga úr matarsóun. En það er líka að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum. Það fýkur auðveldlega undan veðri og vindum. Og þegar plast berst út í náttúruna brotnar það ekki niður og hverfur alfarið, heldur verður að sífellt minni ögnum. Þannig hefur plast m.a. fundist á mesta dýpi sjávar, í ísjökum á Norðurpólnum, fjallstindum í Sviss og í fiskum í Amazon. Líka á Íslandi Því miður höfum við fengið staðfestingar á örplastsmengun við Íslandsstrendur, rétt eins og annars staðar í heiminum. Í rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera árið 2018 fannst örplast í helmingi kræklings sem kannaður var og í maga um 70% fýla. Örplast hefur líka fundist í drykkjarvatni á Íslandi, rétt eins og víða erlendis. Margnota fremur en einnota Auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi. Við megum ekki umgangast þær eins og þær séu það. Með frumvarpinu er stutt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og notkun margnota vara frekar en einnota. Í raun má segja að frumvarpið nú sé framhald af þeirri vegferð sem við fórum í með einnota burðarpoka í fyrra. Plokkarar segjast þegar sjá mun minna af plastpokum í náttúrunni. Höldum áfram á þessari braut, fyrir náttúruna! Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun