Karlandúð í stjórnmálum, dægurmenningu og löggjöf Arnar Sverrisson skrifar 4. nóvember 2019 11:30 Áratugum saman hafa karlar verið blórabögglar og skotspænir kvenna og hvítu riddaranna þeirra. Kúgun kvenna af karla hálfu, hið fólska feðraveldi, útskýrir flest það, sem miður fer í samfélaginu. Konur grípa oft og tíðum til karlkúgunarskýringa á eigin atgervisskorti, dugleysi, heilsuleysi eða áhugaleysi á því að bregðast við herhvöt ofstopakvenfrelsunarsystranna um að berjast á hefðbundnum vígvöllum karla. Mörgum þeirra finnst venjuleg karlasýsla greinilega leiðinleg (t.d. að þrefa um stjórnmál) eða tilgangslítil (t.d. að þrefa um svarta eða gráa sorppoka) eða hégómleg (t.d. að bora í veggi) eða þreytandi (t.d. múrverk) eða sóðaleg (t.d. sorphirða) eða einmannaleg (t.d. sjómennska). Stöðug vansæld og þrálát kvein virðist oft og tíðum hinn rauði þráður í málflutningi kvenfrelsaranna. (Sökum minnisleysis endurtaka þær sömu ramakveinin með hverri nýrri kynslóð, t.d. frelsun geirvörtunnar, fullnægingu drusluþrárinnar og svo framvegis.) Stundum ofbýður þeim sjálfum: „Það var á „brjóstahaldabrennuskeiði“ kvenfrelsunar, að ein þeirra [kvenfrelsaranna] sagði við mig [þriggja barna móðir í fullu fjöri á framabraut]: „Konur eru hræðilegir nöldrarar. Þær stynja yfir löngun sinni til að giftast; þær kveina vegna þess, að þær langar til að eignast barn; því næst kveina þær, því það sé svo leiðinlegt heima, langar aftur í vinnuna; síðan vola þær yfir því að skilja barnið eftir heima, fá sektarkennd.“ (Penny Vincenzi) Konum er tamt að stofna eins konar kveinstafafélög, þegar tvær eða fleiri koma saman í sambandi við atvinnu eða menntun, Í kvenfélögum einkageirans t.d. hanga konur á kreddunni um „glerþakið“ (undirokun karla í atvinnulífinu) eins og hundar á roði. (Slík kveinstafafélög eru móðgun við hin gamalkunnu kvenfélög, sem létu margt gott af sér leiða.) „Kynbundið ofbeldi“ eða kynferðislegt ofbeldi eða barasta kyn-eitthvað, er um þessar mundir vinsælasta skýringin á vansæld kvenna. Kvenfrelsunarforsætisráðherra vor, Katrín Jakobsdóttir, lýkur varla svo upp munni, að ekki tönnlist hún nauðsyn þess að uppræta meinta kúgun - og sérstaklega að vernda stúlkur gegn kynferðislegri ágengni drengja og karla. Ofbeldi kvenna gegn körlum og börnum er henni síður hugleikið sem og hörgull á kvenkyns trésmiðum og sorptæknum. Ójafnvægi kynjanna (samkvæmt jöfnunni fjörtíu-sextíu af hundraði) í stjórnum fyrirtækja liggur henni aftur á móti þungt á hjarta. Útrýmingu stéttar yfirsetumanna og kvenyfirráð í félagsþjónustu, barnavernd, kennslu og heilbrigðisþjónustu, lætur hún sér í léttu rúmi liggja. „Jafnréttishugsun“ sem þessi er býsna dæmigerð. Svo misréttislegur jafnréttismálflutningar væri skoplegur, væri honum ekki stöðugt hampað í sumum fjölmiðla – vitaskuld gagnrýnislaust – sem stórisannleikur væri. (Jafnvel á fréttastofu RÚV, sem annars lofar beinskeyttri og mergbrotinni fréttarýni okkur öllum, nauðugum áskrifendum sínum, til aukins skilnings á mannlífinu.) „Í upphafi var kvenfrelsun kynnt sem barátta fyrir jafnrétti kynjanna. Nú snýst hún iðulega um hefnd og forréttindi handa stúlkum og konum,“ segir norður-ameríski sálfræðingurinn, Helen Smith. Hún heldur áfram: „Einu sinni leit ég á mig sem kvenfrelsara, haldin þeim misskilningi, að kvenfrelsun fæli í sér jafnrétti kynjanna.“ Við erum þá að minnsta kosti tvö um þá skoðun. Á heimavettvangi hefur VG ein stjórnmálahreyfinga á landsvísu kvenfrelsun á stefnuskrá sinni - eftir því sem best verður séð. Hinn atorkusami forsætisráðherra vor, formaður hreyfingarinnar, segir kvenfrelsun ástríðu. Það eru verulega slæm tíðindi, því þá er líklega endanlega loku skotið fyrir skynsemi, rökvísi og staðreyndir. Trúin blífur. Þegar skoðuð eru afrek VG á þessu sviði sem og málflutningur, virðist ljóst, að hér er um að ræða kvenforréttindabaráttu undir yfirskini jafnréttis. Karlfrelsun hef ég ekki heyrt bera á góma í VG herbúðunum. Skrímslun karla og sérstaklega kynhvatar þeirra og kynlífs, hefur náð áður óþekktum hæðum. Kvenfrelsarar segja það jafnvel líknarverk að taka karla af lífi, þótt ótrúlega hljómi. Fordómafull skrímslun leitar meira að segja inn í löggjöf vestrænna þjóða. Nýverið var fórnarlambsskilgreining kvenna lögleidd af Alþingi. Áður samþykkti það bann gegn kaupum á kynlífsþjónustu, sem augljóslega var beint gegn körlum, svo og heimild lögreglu til að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu. Samkvæmt samantekt embættis lögreglustjóra á Suðurnesjum var þessari heimild einvörðungu beitt gegn körlum á tilteknu tímabili. Það er í sjálfu sér undarlegt í ljósi þess, að konur gera sig ekki síður sekar um heimilisofbeldi. Lögleiðing karlandúðar á sér víðar stað. Á ástralska þinginu liggur nú fyrir frumvarp til laga þess efnis, að verði karlmaður gripinn með kynlífsdúkku, sem beri barnslegt yfirbragð, skuli það lagt að jöfnu við barnaníð og nauðgun. Refsa skuli fyrir þess háttar athæfi með nokkurra ára fangelsi. Í áliti með frumvarpinu gleymdist að geta kvenna, sem einnig stunda kynlíf með ungæðislegum brúðum. En þingmenn Ástrala hafa líklega meira skopskyn en Alþingismenn. Það er nefnilega einnig refsiverð háttsemi af hálfu föður að horfa of lengi á kynfæri barna sinna – að dómi móður þeirra. Í fjölmiðlum er um karla undantekningarlítið fjallað í neikvæðu ljósi eins og á Alþingi (og fleiri þjóðþingum). (Það er ævinlega athyglisvert að heyra hinn (nær) daglega óhróðursskammt RÚV). Staðalímynd karla er ljót og skemmir alla skynsamlega umræðu um jafnrétti kynjanna, skuldbindingu, virðingu og háttprýði. Douglas Laycock (f. 1948) lagaprófessor við háskólann í Virginíu í Norður-Ameríku, segir: „[Þ]essar staðalímyndir ... eitra opinbera samræðu, brengla skilning á eiginlegri sundurleitni og minnkar líkurnar á því, að berja megi í brestina – jafnvel þótt í smáu sé. Umræddar staðalímyndir tæra þræði gagnkvæmrar umhyggju og virðingar, sem heldur saman margbreytilegu samfélagi.“ Það er djúpt sannleiksgildi í orðum Douglas, jafnvel þótt við tækjum undir skilgreiningu kvenfrelsarans, Camille Paglia, á karlmennskunni. Hún er óneitanlega um sumt skynsamleg: „Karlmennskan er í eðli sínu ágeng, óstöðug, og í henni býr sprengikraftur. Hún er sömuleiðis mesta sköpunarafl í menningarsögunni. ... [Þ]að er föðurveldissamfélagið, sem hefur frelsað mig sem konu. Það er auðvaldssamfélagið, sem hefur veitt mér ráðrúm til frístunda, svo ég megi sitja við skrifborð og skrifa ... Karlar skópu heiminn, sem við búum í, og munaðinn, sem við njótum. ... Mannvirkjagerð er tiginn skáldskapur.“ Kvenfrelsunarhlutdræg umfjöllun og skrímslun karlmanna hefur verið rannsökuð, t.d. í Ástralíu. Jim Macnamara ( f. 1951), prófessor í fjölmiðlafræði við tækniháskólann í Sidney, skoðaði tvö þúsund umfjallanir um karla og karlmennsku. Sextíu og níu af hundraði þeirra reyndust neikvæðar, einungis tólf af hundraði jákvæðar. Konur áttu meginhluta neikvæðu skrifanna og kvenfrelsunarhollir hvítir riddarar nokkra hlutdeild. (Að miklu leyti sú hin sama undirtegund karla, sem hóf upp raust sína á „ég-líka-vakningarsamkomu“ ríkisstjórnarinnar í Hörpu nýverið.) Sú spurning hlýtur að vakna í huga skynsemdarfólks – en til allrar hamingju skipa flestir þann hóp – hver séu áhrif stækrar karlandúðar á ungviðið, ekki síst sonar- og dóttursyni, ömmu- og afastráka. Jím segir: „Áberandi neikvæð umfjöllun um karla og samsemd þeirra hefur fátt að bjóða drengjum, hvort heldur um er að ræða jákvæðar fyrirmyndir eða efnivið til að glöggva sig á, hvað felist í því að vera karlmaður og öðlast sjálfsvirðingu. ... Þegar upp er staðið gæti slík túlkun karlmennskunnar haft í för með sér vondar, félagslegar afleiðingar og jafnvel fjárhagslega byrði fyrir samfélagið á sviðum eins og heilbrigði karlmanna - og stuðlað að aukningu sjálfsmorða og upplausn fjölskyldna.“ Það leikur varla nokkur vafi á því, hvaða hugmyndir um karlmenn taka sér bólfestu í hugskoti barna: „Djúpt í hugskoti mínu bærðist það hugboð, að karlar væru sennileg óargadýr, að það væri í eðli sínu hrollvekjandi að fæðast karlmaður. En það hefur ekki við rök að styðjast. Hvort tveggja vekur það vondar tilfinningar hjá körlum í garð eigin kyns og vekur tortryggni hjá konum. Sjálfri liði mér bölvanlega, ef helmingur mannkyns liti mig stöðugt hornauga. En slíkri hugmynd var auðvelt að vísa á bug, meðan ég naut aðstoðar kvenkyns sállæknis og [annarrar] konu til að fínmála hana.“ (Rachel Rabbit White) „[Þ]ð sætir ekki undrum, að börn og foreldrar þeirra hugsi, að karlar séu hættulegir – jafnvel þótt fullorðnir ættu að vita betur. Fjölmiðlar draga upp þá mynd, að karlar séu glæpamenn, sem ræna börnum, séu barnníðingar eða öfuguggar.“ (Helen Smith) Kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson, hafa rannsakað fjölmiðlamenninguna í áratugi og sérstaklega þátt svonefndrar kynjafræði (e. gender studies, e. sexology) í mótun hennar. Forsenda þessara fræða er sjálfgefin, kúgun karla á konum. Á háskólastigi snúast kynfræðinámskeið um konur, sem berjast fyrir lífi sínu undir föðurveldisharðstjórn. „Þessi viðhorf og nálgun felur í sér (1) að karlar séu gerðir að opinberum blórabögglum samfélagsins, ábyrgir fyrir öllu illu, þar með talin voðaverk kvenna, sem þeir hafa leitt á villigötur eða hrætt til undirgefni; (2) að konur séu opinber fórnarlömb samfélagsins og allt, sem gott þykir, er talið þeim til tekna, þar með talin góðverk karla, sem konur hafa snúið til réttrar trúar eða haft áhrif á; (3) að karlkyninu skyldi refsað, jafnvel saklausum einstaklingum þess, fyrir sekt gjörvalls karlkyns fyrr og síðar; (4) að kvenkyni skyldi bættur skaðinn, jafnvel einstökum konum, sem ekki verðskulda bætur, sökum níðingsháttar karlkynsins. Tveggja grundvallarviðhorfa gætir [í þessu sambandi]; tilgangurinn helgar meðalið og réttindi kvenkynsins eru einstaklingum þess æðri.“ Þessi boðskapur endurspeglast í dægurmenningunni, segja Katherine og Paul. Frásögnin er ævinlega á þá leið, (1) að dyggðum prýddar kvenhetjur skunda til verndar hinu góða í mannlífinu og vitaskuld sjálfum sér; (2) að sérhver karlhetja er skert á vits- eða geðsmunum og ill að innræti; (3) að konur eru fórnarlömb karla, þar til þær ná hefndum; (4) að þar til hið sanna eðli karla hefur verið afhjúpað, kunna þeir að virðast trausts verðir, töfrandi og góðgjarnir; (5) að „[k]vensöguhetjur eru ævinlega kvenfrelsarar eða konur tilbúnar til trúskipta í kjölfar vitundarvakningar um áföll í eigin lífi.“ [Samkvæmt kvenrannsókninni íslensku, sem ber heitið „Áfallasaga kvenna,“ er fimmtungur tæplega þriðjungs kvenna (fleiri fengust ekki til þátttöku) sjúkdómsgreindur með „áfallastreituröskun.“] (6) Vondar eða geðveikar karlsöguhetjur eru ýmist drepnar eða látnar gangast undir „skurðaðgerð.“ Aðrar karlhetjur eru á vetur setjandi að því tilskildu, að þær umhverfist til heiðurskvenna, þ.e. kvenna í karlmannslíki. Oft og tíðum er körlum minnihlutahópa hossað upp í þetta hásæti, svo lýðum megi kunnugt verða, að kvenfrelsarar berjist bæði gegn kyn- og kynþáttaskúrkum. (Það er reyndar tiltölulega nýtt í sögu kvenfrelsunarhreyfingarinnar. Kynþáttahatur og upphafning hvíta kynstofnsins var áberandi í árdaga hreyfingarinnar vestan hafs.) Boðskap kvenfrelsunardægurmenningarinnar draga fræðimennirnir saman í þessu orðum: „[Þ]að er ekkert í fari karla sem slíkra, sem gott telst eða ... boðlegt. Því má þá aðeins umbera, að gerist þeir konur (við líkamlega geldingu) eða tileinki sér kvensál (við greindarfarslega eða andlega geldingu). Í hnotskurn; þá einungis er karl góður, sé hann nár eða kona. Hvað stendur eftir, þegar öll einkenni karlsins hafa verið upprætt eða brotin niður með orðum (deconstruct), annað hvort bókstaflega eða með öðrum hætti? Einungis það, sem festir konur og heiðurskonur í sessi (affirm). Í heimi hér er ekkert rými fyrir karlmenn í sjálfum sér.“ Vilja karlar slíkan heim? Vilja skynsamar, heilbrigðar konur slíkan heim? Er slíkur heimur hollur börnum okkar og barnabörnum?Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Áratugum saman hafa karlar verið blórabögglar og skotspænir kvenna og hvítu riddaranna þeirra. Kúgun kvenna af karla hálfu, hið fólska feðraveldi, útskýrir flest það, sem miður fer í samfélaginu. Konur grípa oft og tíðum til karlkúgunarskýringa á eigin atgervisskorti, dugleysi, heilsuleysi eða áhugaleysi á því að bregðast við herhvöt ofstopakvenfrelsunarsystranna um að berjast á hefðbundnum vígvöllum karla. Mörgum þeirra finnst venjuleg karlasýsla greinilega leiðinleg (t.d. að þrefa um stjórnmál) eða tilgangslítil (t.d. að þrefa um svarta eða gráa sorppoka) eða hégómleg (t.d. að bora í veggi) eða þreytandi (t.d. múrverk) eða sóðaleg (t.d. sorphirða) eða einmannaleg (t.d. sjómennska). Stöðug vansæld og þrálát kvein virðist oft og tíðum hinn rauði þráður í málflutningi kvenfrelsaranna. (Sökum minnisleysis endurtaka þær sömu ramakveinin með hverri nýrri kynslóð, t.d. frelsun geirvörtunnar, fullnægingu drusluþrárinnar og svo framvegis.) Stundum ofbýður þeim sjálfum: „Það var á „brjóstahaldabrennuskeiði“ kvenfrelsunar, að ein þeirra [kvenfrelsaranna] sagði við mig [þriggja barna móðir í fullu fjöri á framabraut]: „Konur eru hræðilegir nöldrarar. Þær stynja yfir löngun sinni til að giftast; þær kveina vegna þess, að þær langar til að eignast barn; því næst kveina þær, því það sé svo leiðinlegt heima, langar aftur í vinnuna; síðan vola þær yfir því að skilja barnið eftir heima, fá sektarkennd.“ (Penny Vincenzi) Konum er tamt að stofna eins konar kveinstafafélög, þegar tvær eða fleiri koma saman í sambandi við atvinnu eða menntun, Í kvenfélögum einkageirans t.d. hanga konur á kreddunni um „glerþakið“ (undirokun karla í atvinnulífinu) eins og hundar á roði. (Slík kveinstafafélög eru móðgun við hin gamalkunnu kvenfélög, sem létu margt gott af sér leiða.) „Kynbundið ofbeldi“ eða kynferðislegt ofbeldi eða barasta kyn-eitthvað, er um þessar mundir vinsælasta skýringin á vansæld kvenna. Kvenfrelsunarforsætisráðherra vor, Katrín Jakobsdóttir, lýkur varla svo upp munni, að ekki tönnlist hún nauðsyn þess að uppræta meinta kúgun - og sérstaklega að vernda stúlkur gegn kynferðislegri ágengni drengja og karla. Ofbeldi kvenna gegn körlum og börnum er henni síður hugleikið sem og hörgull á kvenkyns trésmiðum og sorptæknum. Ójafnvægi kynjanna (samkvæmt jöfnunni fjörtíu-sextíu af hundraði) í stjórnum fyrirtækja liggur henni aftur á móti þungt á hjarta. Útrýmingu stéttar yfirsetumanna og kvenyfirráð í félagsþjónustu, barnavernd, kennslu og heilbrigðisþjónustu, lætur hún sér í léttu rúmi liggja. „Jafnréttishugsun“ sem þessi er býsna dæmigerð. Svo misréttislegur jafnréttismálflutningar væri skoplegur, væri honum ekki stöðugt hampað í sumum fjölmiðla – vitaskuld gagnrýnislaust – sem stórisannleikur væri. (Jafnvel á fréttastofu RÚV, sem annars lofar beinskeyttri og mergbrotinni fréttarýni okkur öllum, nauðugum áskrifendum sínum, til aukins skilnings á mannlífinu.) „Í upphafi var kvenfrelsun kynnt sem barátta fyrir jafnrétti kynjanna. Nú snýst hún iðulega um hefnd og forréttindi handa stúlkum og konum,“ segir norður-ameríski sálfræðingurinn, Helen Smith. Hún heldur áfram: „Einu sinni leit ég á mig sem kvenfrelsara, haldin þeim misskilningi, að kvenfrelsun fæli í sér jafnrétti kynjanna.“ Við erum þá að minnsta kosti tvö um þá skoðun. Á heimavettvangi hefur VG ein stjórnmálahreyfinga á landsvísu kvenfrelsun á stefnuskrá sinni - eftir því sem best verður séð. Hinn atorkusami forsætisráðherra vor, formaður hreyfingarinnar, segir kvenfrelsun ástríðu. Það eru verulega slæm tíðindi, því þá er líklega endanlega loku skotið fyrir skynsemi, rökvísi og staðreyndir. Trúin blífur. Þegar skoðuð eru afrek VG á þessu sviði sem og málflutningur, virðist ljóst, að hér er um að ræða kvenforréttindabaráttu undir yfirskini jafnréttis. Karlfrelsun hef ég ekki heyrt bera á góma í VG herbúðunum. Skrímslun karla og sérstaklega kynhvatar þeirra og kynlífs, hefur náð áður óþekktum hæðum. Kvenfrelsarar segja það jafnvel líknarverk að taka karla af lífi, þótt ótrúlega hljómi. Fordómafull skrímslun leitar meira að segja inn í löggjöf vestrænna þjóða. Nýverið var fórnarlambsskilgreining kvenna lögleidd af Alþingi. Áður samþykkti það bann gegn kaupum á kynlífsþjónustu, sem augljóslega var beint gegn körlum, svo og heimild lögreglu til að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu. Samkvæmt samantekt embættis lögreglustjóra á Suðurnesjum var þessari heimild einvörðungu beitt gegn körlum á tilteknu tímabili. Það er í sjálfu sér undarlegt í ljósi þess, að konur gera sig ekki síður sekar um heimilisofbeldi. Lögleiðing karlandúðar á sér víðar stað. Á ástralska þinginu liggur nú fyrir frumvarp til laga þess efnis, að verði karlmaður gripinn með kynlífsdúkku, sem beri barnslegt yfirbragð, skuli það lagt að jöfnu við barnaníð og nauðgun. Refsa skuli fyrir þess háttar athæfi með nokkurra ára fangelsi. Í áliti með frumvarpinu gleymdist að geta kvenna, sem einnig stunda kynlíf með ungæðislegum brúðum. En þingmenn Ástrala hafa líklega meira skopskyn en Alþingismenn. Það er nefnilega einnig refsiverð háttsemi af hálfu föður að horfa of lengi á kynfæri barna sinna – að dómi móður þeirra. Í fjölmiðlum er um karla undantekningarlítið fjallað í neikvæðu ljósi eins og á Alþingi (og fleiri þjóðþingum). (Það er ævinlega athyglisvert að heyra hinn (nær) daglega óhróðursskammt RÚV). Staðalímynd karla er ljót og skemmir alla skynsamlega umræðu um jafnrétti kynjanna, skuldbindingu, virðingu og háttprýði. Douglas Laycock (f. 1948) lagaprófessor við háskólann í Virginíu í Norður-Ameríku, segir: „[Þ]essar staðalímyndir ... eitra opinbera samræðu, brengla skilning á eiginlegri sundurleitni og minnkar líkurnar á því, að berja megi í brestina – jafnvel þótt í smáu sé. Umræddar staðalímyndir tæra þræði gagnkvæmrar umhyggju og virðingar, sem heldur saman margbreytilegu samfélagi.“ Það er djúpt sannleiksgildi í orðum Douglas, jafnvel þótt við tækjum undir skilgreiningu kvenfrelsarans, Camille Paglia, á karlmennskunni. Hún er óneitanlega um sumt skynsamleg: „Karlmennskan er í eðli sínu ágeng, óstöðug, og í henni býr sprengikraftur. Hún er sömuleiðis mesta sköpunarafl í menningarsögunni. ... [Þ]að er föðurveldissamfélagið, sem hefur frelsað mig sem konu. Það er auðvaldssamfélagið, sem hefur veitt mér ráðrúm til frístunda, svo ég megi sitja við skrifborð og skrifa ... Karlar skópu heiminn, sem við búum í, og munaðinn, sem við njótum. ... Mannvirkjagerð er tiginn skáldskapur.“ Kvenfrelsunarhlutdræg umfjöllun og skrímslun karlmanna hefur verið rannsökuð, t.d. í Ástralíu. Jim Macnamara ( f. 1951), prófessor í fjölmiðlafræði við tækniháskólann í Sidney, skoðaði tvö þúsund umfjallanir um karla og karlmennsku. Sextíu og níu af hundraði þeirra reyndust neikvæðar, einungis tólf af hundraði jákvæðar. Konur áttu meginhluta neikvæðu skrifanna og kvenfrelsunarhollir hvítir riddarar nokkra hlutdeild. (Að miklu leyti sú hin sama undirtegund karla, sem hóf upp raust sína á „ég-líka-vakningarsamkomu“ ríkisstjórnarinnar í Hörpu nýverið.) Sú spurning hlýtur að vakna í huga skynsemdarfólks – en til allrar hamingju skipa flestir þann hóp – hver séu áhrif stækrar karlandúðar á ungviðið, ekki síst sonar- og dóttursyni, ömmu- og afastráka. Jím segir: „Áberandi neikvæð umfjöllun um karla og samsemd þeirra hefur fátt að bjóða drengjum, hvort heldur um er að ræða jákvæðar fyrirmyndir eða efnivið til að glöggva sig á, hvað felist í því að vera karlmaður og öðlast sjálfsvirðingu. ... Þegar upp er staðið gæti slík túlkun karlmennskunnar haft í för með sér vondar, félagslegar afleiðingar og jafnvel fjárhagslega byrði fyrir samfélagið á sviðum eins og heilbrigði karlmanna - og stuðlað að aukningu sjálfsmorða og upplausn fjölskyldna.“ Það leikur varla nokkur vafi á því, hvaða hugmyndir um karlmenn taka sér bólfestu í hugskoti barna: „Djúpt í hugskoti mínu bærðist það hugboð, að karlar væru sennileg óargadýr, að það væri í eðli sínu hrollvekjandi að fæðast karlmaður. En það hefur ekki við rök að styðjast. Hvort tveggja vekur það vondar tilfinningar hjá körlum í garð eigin kyns og vekur tortryggni hjá konum. Sjálfri liði mér bölvanlega, ef helmingur mannkyns liti mig stöðugt hornauga. En slíkri hugmynd var auðvelt að vísa á bug, meðan ég naut aðstoðar kvenkyns sállæknis og [annarrar] konu til að fínmála hana.“ (Rachel Rabbit White) „[Þ]ð sætir ekki undrum, að börn og foreldrar þeirra hugsi, að karlar séu hættulegir – jafnvel þótt fullorðnir ættu að vita betur. Fjölmiðlar draga upp þá mynd, að karlar séu glæpamenn, sem ræna börnum, séu barnníðingar eða öfuguggar.“ (Helen Smith) Kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson, hafa rannsakað fjölmiðlamenninguna í áratugi og sérstaklega þátt svonefndrar kynjafræði (e. gender studies, e. sexology) í mótun hennar. Forsenda þessara fræða er sjálfgefin, kúgun karla á konum. Á háskólastigi snúast kynfræðinámskeið um konur, sem berjast fyrir lífi sínu undir föðurveldisharðstjórn. „Þessi viðhorf og nálgun felur í sér (1) að karlar séu gerðir að opinberum blórabögglum samfélagsins, ábyrgir fyrir öllu illu, þar með talin voðaverk kvenna, sem þeir hafa leitt á villigötur eða hrætt til undirgefni; (2) að konur séu opinber fórnarlömb samfélagsins og allt, sem gott þykir, er talið þeim til tekna, þar með talin góðverk karla, sem konur hafa snúið til réttrar trúar eða haft áhrif á; (3) að karlkyninu skyldi refsað, jafnvel saklausum einstaklingum þess, fyrir sekt gjörvalls karlkyns fyrr og síðar; (4) að kvenkyni skyldi bættur skaðinn, jafnvel einstökum konum, sem ekki verðskulda bætur, sökum níðingsháttar karlkynsins. Tveggja grundvallarviðhorfa gætir [í þessu sambandi]; tilgangurinn helgar meðalið og réttindi kvenkynsins eru einstaklingum þess æðri.“ Þessi boðskapur endurspeglast í dægurmenningunni, segja Katherine og Paul. Frásögnin er ævinlega á þá leið, (1) að dyggðum prýddar kvenhetjur skunda til verndar hinu góða í mannlífinu og vitaskuld sjálfum sér; (2) að sérhver karlhetja er skert á vits- eða geðsmunum og ill að innræti; (3) að konur eru fórnarlömb karla, þar til þær ná hefndum; (4) að þar til hið sanna eðli karla hefur verið afhjúpað, kunna þeir að virðast trausts verðir, töfrandi og góðgjarnir; (5) að „[k]vensöguhetjur eru ævinlega kvenfrelsarar eða konur tilbúnar til trúskipta í kjölfar vitundarvakningar um áföll í eigin lífi.“ [Samkvæmt kvenrannsókninni íslensku, sem ber heitið „Áfallasaga kvenna,“ er fimmtungur tæplega þriðjungs kvenna (fleiri fengust ekki til þátttöku) sjúkdómsgreindur með „áfallastreituröskun.“] (6) Vondar eða geðveikar karlsöguhetjur eru ýmist drepnar eða látnar gangast undir „skurðaðgerð.“ Aðrar karlhetjur eru á vetur setjandi að því tilskildu, að þær umhverfist til heiðurskvenna, þ.e. kvenna í karlmannslíki. Oft og tíðum er körlum minnihlutahópa hossað upp í þetta hásæti, svo lýðum megi kunnugt verða, að kvenfrelsarar berjist bæði gegn kyn- og kynþáttaskúrkum. (Það er reyndar tiltölulega nýtt í sögu kvenfrelsunarhreyfingarinnar. Kynþáttahatur og upphafning hvíta kynstofnsins var áberandi í árdaga hreyfingarinnar vestan hafs.) Boðskap kvenfrelsunardægurmenningarinnar draga fræðimennirnir saman í þessu orðum: „[Þ]að er ekkert í fari karla sem slíkra, sem gott telst eða ... boðlegt. Því má þá aðeins umbera, að gerist þeir konur (við líkamlega geldingu) eða tileinki sér kvensál (við greindarfarslega eða andlega geldingu). Í hnotskurn; þá einungis er karl góður, sé hann nár eða kona. Hvað stendur eftir, þegar öll einkenni karlsins hafa verið upprætt eða brotin niður með orðum (deconstruct), annað hvort bókstaflega eða með öðrum hætti? Einungis það, sem festir konur og heiðurskonur í sessi (affirm). Í heimi hér er ekkert rými fyrir karlmenn í sjálfum sér.“ Vilja karlar slíkan heim? Vilja skynsamar, heilbrigðar konur slíkan heim? Er slíkur heimur hollur börnum okkar og barnabörnum?Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru höfundar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun