U-beygja í vinnurétti Lára V. Júlíusdóttir skrifar 5. nóvember 2019 11:00 Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar. Mörg atriði í dóminum ganga þvert á þær reglur vinnuréttarins sem hingað til hafa gilt milli atvinnurekenda og starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Sérstaka athygli vekja þó háar skaðabætur og miskabætur sem eru langt umfram það sem tíðkast í sambærilegum málum, auk þess sem framkvæmdastjóri atvinnurekanda var persónulega dreginn til ábyrgðar, sem ég tel fordæmalaust. Möguleg áhrif MeToo hreyfingarinnar á dóminn hafa farið hátt í fjölmiðlaumræðu, en minna hefur verið fjallað um lögfræðina sem þarna er beitt. Aðdragandi málsins var sá að starfsmanni félags á almennum vinnumarkaði var sagt upp störfum með löglegum uppsagnarfresti. Við uppsögnina var starfsmanninum tjáð að ástæða þess að verið væri að segja honum upp væri sú að þrjár samstarfskonur hans hefðu kvartað undan áreitni af hans hálfu. Þær vildu ekki koma fram undir nafni. Þegar starfsmanninum var gert kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri kannaðist hann hins vegar ekki við meinta kynferðislega áreitni. Hann taldi að nafnleyndin væri væri þess valdandi að hann gæti ekki varið sig. Starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og tilfinningalegu tjóni vegna aðgerða félagsins og höfðaði mál á hendur atvinnurekanda og framkvæmdastjóra félagsins persónulega. Héraðsdómur dæmdi honum 4 milljónir króna í skaðabætur að álitum, til viðbótar við þriggja mánaða laun á uppsagnarfresti sem honum höfðu þegar verið greiddar án vinnuframlags. Að auki voru starfsmanninum dæmdar miskabætur upp á 1,5 milljón króna. Framkvæmdastjóri félagsins var dæmdur persónulega til að greiða starfsmanninum bætur svo og málskostnað sameiginlega með fyrirtækinu. Dómurinn byggir niðurstöðu sína á því að ekki hafi verið fylgt reglugerð Vinnueftirlits ríkisins nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og víkur þannig til hliðar þeim samningum sem lágu að baki ráðningarsambandi aðila. Reglugerðin, sem sett var til að vernda stöðu þolenda eineltis á vinnustað, verður þarna til þess að tryggja rétt meints geranda. Dómurinn fann einnig að því að starfsmanninum hefði ekki verið gefinn kostur á að breyta hegðun sinni. Dómurinn lítur hins vegar algerlega fram hjá þeirri staðreynd að umræddur starfsmaður var ekki opinber starfsmaður. Þar sem hann er ekki opinber starfsmaður eiga ákvæði stjórnsýslulaga ekki við um ráðninguna, hvað þá lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig eiga ekki við reglur um áminningu. Hvorki í ráðningarsamningi né í kjarasamningi mannsins eru honum tryggð þau réttindi. Það sem þó er enn athyglisverðara er sú staðreynd að stefnandi málsins byggði mál sitt ekki á þessum atriðum. Nú er það svo að atvinnurekandi á almennum vinnumarkaði hefur fulla heimild til að segja upp starfsfólki sínu, svo framarlega sem hann gerir það með samningsbundnum uppsagnarfresti. Víða í kjarasamningum er þó að finna ákvæði um að starfsmenn eigi rétt á að vita ástæður uppsagnar. Ástæður uppsagnarinnar hafa hingað til ekki skipt máli eða stofnað atvinnurekendum bótaskyldu svo framarlega sem ráðningarsamningur hafi ekki verið brotinn. Í þeim kjarasamningi sem gildir í þessu máli er ekki að finna nokkurt ákvæði um skyldur atvinnurekanda til að greina frá ástæðum uppsagnar. Því var heldur ekki haldið fram í málinu að eitthvað hefði verið aðfinnsluvert við framkvæmd uppsagnarinnar. Hins vegar er að finna eftirfarandi ákvæði í 27. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008: Atvinnurekendum er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum sökum þess að hann hafi krafist leiðréttingar á grundvelli laga þessara.Atvinnurekandi skal jafnframt gæta þess að starfsmaður verði ekki beittur óréttlæti í starfi, svo sem með tilliti til starfsöryggis, starfskjara eða mats á árangri, á grundvelli þess að hafa kært eða veitt upplýsingar um kynbundna eða kynferðislega áreitni eða kynjamismunun. Persónuvernd hafði ennfremur fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að starfsmaðurinn hefði fengið allar upplýsingar sem hann hafði rétt á að fá. Það eru þessar aðstæður sem framkvæmdastjórinn stóð frammi fyrir. Dómur héraðsdóms ber merki um að þar hafi verið tekin U-beygja í vinnurétti. Í málinu er sjónarmiðum úr opinberum vinnurétti beitt um ráðningarsamband á almennum vinnumarkaði. Þetta er gert með því að vísa til reglugerðar sem á að sporna gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þá vekur athygli að starfsmanni hafi verið dæmdar skaðabætur þar sem hann naut fullra launa á uppsagnarfresti og ekki sýnt fram á að hann hafi orðið af tekjum í kjölfar uppsagnarinnar. Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði að starfsmenn geti átt rétt til skaðabóta þótt þeir hafi notið fullra launa á uppsagnarfresti. Að sama skapi hljóta samtök atvinnurekenda að vera hugsi yfir þessum dómi. Á meðan niðurstöðu Landsréttar er beðið getur fólk velt fyrir sér hvort hér hafi U-beygja verið tekin í vinnurétti.Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómstólar Lára V. Júlíusdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar. Mörg atriði í dóminum ganga þvert á þær reglur vinnuréttarins sem hingað til hafa gilt milli atvinnurekenda og starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Sérstaka athygli vekja þó háar skaðabætur og miskabætur sem eru langt umfram það sem tíðkast í sambærilegum málum, auk þess sem framkvæmdastjóri atvinnurekanda var persónulega dreginn til ábyrgðar, sem ég tel fordæmalaust. Möguleg áhrif MeToo hreyfingarinnar á dóminn hafa farið hátt í fjölmiðlaumræðu, en minna hefur verið fjallað um lögfræðina sem þarna er beitt. Aðdragandi málsins var sá að starfsmanni félags á almennum vinnumarkaði var sagt upp störfum með löglegum uppsagnarfresti. Við uppsögnina var starfsmanninum tjáð að ástæða þess að verið væri að segja honum upp væri sú að þrjár samstarfskonur hans hefðu kvartað undan áreitni af hans hálfu. Þær vildu ekki koma fram undir nafni. Þegar starfsmanninum var gert kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri kannaðist hann hins vegar ekki við meinta kynferðislega áreitni. Hann taldi að nafnleyndin væri væri þess valdandi að hann gæti ekki varið sig. Starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og tilfinningalegu tjóni vegna aðgerða félagsins og höfðaði mál á hendur atvinnurekanda og framkvæmdastjóra félagsins persónulega. Héraðsdómur dæmdi honum 4 milljónir króna í skaðabætur að álitum, til viðbótar við þriggja mánaða laun á uppsagnarfresti sem honum höfðu þegar verið greiddar án vinnuframlags. Að auki voru starfsmanninum dæmdar miskabætur upp á 1,5 milljón króna. Framkvæmdastjóri félagsins var dæmdur persónulega til að greiða starfsmanninum bætur svo og málskostnað sameiginlega með fyrirtækinu. Dómurinn byggir niðurstöðu sína á því að ekki hafi verið fylgt reglugerð Vinnueftirlits ríkisins nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og víkur þannig til hliðar þeim samningum sem lágu að baki ráðningarsambandi aðila. Reglugerðin, sem sett var til að vernda stöðu þolenda eineltis á vinnustað, verður þarna til þess að tryggja rétt meints geranda. Dómurinn fann einnig að því að starfsmanninum hefði ekki verið gefinn kostur á að breyta hegðun sinni. Dómurinn lítur hins vegar algerlega fram hjá þeirri staðreynd að umræddur starfsmaður var ekki opinber starfsmaður. Þar sem hann er ekki opinber starfsmaður eiga ákvæði stjórnsýslulaga ekki við um ráðninguna, hvað þá lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig eiga ekki við reglur um áminningu. Hvorki í ráðningarsamningi né í kjarasamningi mannsins eru honum tryggð þau réttindi. Það sem þó er enn athyglisverðara er sú staðreynd að stefnandi málsins byggði mál sitt ekki á þessum atriðum. Nú er það svo að atvinnurekandi á almennum vinnumarkaði hefur fulla heimild til að segja upp starfsfólki sínu, svo framarlega sem hann gerir það með samningsbundnum uppsagnarfresti. Víða í kjarasamningum er þó að finna ákvæði um að starfsmenn eigi rétt á að vita ástæður uppsagnar. Ástæður uppsagnarinnar hafa hingað til ekki skipt máli eða stofnað atvinnurekendum bótaskyldu svo framarlega sem ráðningarsamningur hafi ekki verið brotinn. Í þeim kjarasamningi sem gildir í þessu máli er ekki að finna nokkurt ákvæði um skyldur atvinnurekanda til að greina frá ástæðum uppsagnar. Því var heldur ekki haldið fram í málinu að eitthvað hefði verið aðfinnsluvert við framkvæmd uppsagnarinnar. Hins vegar er að finna eftirfarandi ákvæði í 27. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008: Atvinnurekendum er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum sökum þess að hann hafi krafist leiðréttingar á grundvelli laga þessara.Atvinnurekandi skal jafnframt gæta þess að starfsmaður verði ekki beittur óréttlæti í starfi, svo sem með tilliti til starfsöryggis, starfskjara eða mats á árangri, á grundvelli þess að hafa kært eða veitt upplýsingar um kynbundna eða kynferðislega áreitni eða kynjamismunun. Persónuvernd hafði ennfremur fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að starfsmaðurinn hefði fengið allar upplýsingar sem hann hafði rétt á að fá. Það eru þessar aðstæður sem framkvæmdastjórinn stóð frammi fyrir. Dómur héraðsdóms ber merki um að þar hafi verið tekin U-beygja í vinnurétti. Í málinu er sjónarmiðum úr opinberum vinnurétti beitt um ráðningarsamband á almennum vinnumarkaði. Þetta er gert með því að vísa til reglugerðar sem á að sporna gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þá vekur athygli að starfsmanni hafi verið dæmdar skaðabætur þar sem hann naut fullra launa á uppsagnarfresti og ekki sýnt fram á að hann hafi orðið af tekjum í kjölfar uppsagnarinnar. Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði að starfsmenn geti átt rétt til skaðabóta þótt þeir hafi notið fullra launa á uppsagnarfresti. Að sama skapi hljóta samtök atvinnurekenda að vera hugsi yfir þessum dómi. Á meðan niðurstöðu Landsréttar er beðið getur fólk velt fyrir sér hvort hér hafi U-beygja verið tekin í vinnurétti.Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar