Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 16:36 Líklegt þykir að rauðar vélar Play muni fljúga til fjögurra evrópskra stórborga og tveggja sólarstranda innan tíðar. Play Evrópsku áfangastaðirnir sex sem Play horfir til í upphafi eru Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife. Flugfélagið segist þegar hafa náð samkomulagi um lendingartíma á flugvöllum áfangastaðanna. Upplýsingafulltrúi félagsins vill þó ekki taka jafn djúpt í árinni.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag verður í upphafi stuðst við tvær Airbus-þotur til að sinna áætlunarflugi félagsins. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, sagði að fyrst væri horft til sex áfangastaða í Evrópu, þar af til tveggja sólarferðastaða. Með vorinu er ætlunin að vélum félagsins fjölgi í sex og þá muni Play jafnframt hefja áætlunarflug til fjögurra borga í Bandaríkjunum. Í fjárfestakynningu, sem Íslensk verðbréf kynntu íslensku fjárfestum í síðustu viku, eru evrópsku borgirnar tilgreindar, fyrrnefndu borgirnar sex, að því er fram kemur á Kjarnanum. Þar segir jafnframt að viðræður séu hafnar við flugvelli á þessum áfangastöðum og að Play hafi þegar útvegað sér afgreiðslutíma á völlunum. Flugfélagið hafi þar að auki samið um eldsneytiskaup við BP og verðið sé fast hálft ár fram í tímann, sem skapi fyrirsjáanleika í rekstrinum. Þá sé Play búið að ná hagstæðari samningum um viðhald á Airbus-vélum félagsins en WOW air bjó við á sínum tíma, aukinheldur muni flugafgreiðsla í Keflavík vera í höndum „nýs aðila“ sem bjóði áður óþekkt kjör. Upplýsingafulltrúi Play dregur þó aðeins í land í samtali við Morgunblaðið. Áætlanir geti enn breyst en þó styttist í að leiðakerfi Play verði endanlega staðfest. Hún tekur þó fram að ekki sé verið að horfa til annarra áfangastaða á þessari stundu en þeirra sem nefndir eru hér að framan. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Evrópsku áfangastaðirnir sex sem Play horfir til í upphafi eru Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife. Flugfélagið segist þegar hafa náð samkomulagi um lendingartíma á flugvöllum áfangastaðanna. Upplýsingafulltrúi félagsins vill þó ekki taka jafn djúpt í árinni.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag verður í upphafi stuðst við tvær Airbus-þotur til að sinna áætlunarflugi félagsins. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, sagði að fyrst væri horft til sex áfangastaða í Evrópu, þar af til tveggja sólarferðastaða. Með vorinu er ætlunin að vélum félagsins fjölgi í sex og þá muni Play jafnframt hefja áætlunarflug til fjögurra borga í Bandaríkjunum. Í fjárfestakynningu, sem Íslensk verðbréf kynntu íslensku fjárfestum í síðustu viku, eru evrópsku borgirnar tilgreindar, fyrrnefndu borgirnar sex, að því er fram kemur á Kjarnanum. Þar segir jafnframt að viðræður séu hafnar við flugvelli á þessum áfangastöðum og að Play hafi þegar útvegað sér afgreiðslutíma á völlunum. Flugfélagið hafi þar að auki samið um eldsneytiskaup við BP og verðið sé fast hálft ár fram í tímann, sem skapi fyrirsjáanleika í rekstrinum. Þá sé Play búið að ná hagstæðari samningum um viðhald á Airbus-vélum félagsins en WOW air bjó við á sínum tíma, aukinheldur muni flugafgreiðsla í Keflavík vera í höndum „nýs aðila“ sem bjóði áður óþekkt kjör. Upplýsingafulltrúi Play dregur þó aðeins í land í samtali við Morgunblaðið. Áætlanir geti enn breyst en þó styttist í að leiðakerfi Play verði endanlega staðfest. Hún tekur þó fram að ekki sé verið að horfa til annarra áfangastaða á þessari stundu en þeirra sem nefndir eru hér að framan.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30