Fyrsti leikur tímabilsins þar sem Gylfi fær ekki eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Michael Regan Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira