Liverpool fær mest útborgað af öllum liðum Meistaradeildarinnar en tapið á móti PSV Eindhoven þýðir að liðið náði ekki hundrað milljónum evra.
Liverpool fær 99,070 milljónir evra eða meira en 14,5 milljarða í íslenskum krónum.
Enska félagið fékk tæpum níu milljónum meira en liðið í næsta sæti á tekjulistanum sem var Internazionale með 90,627 milljónir evra. Í íslenskum krónum munar næstum því 1,3 milljarði á félögunum tveimur.
Barcelona endaði í öðru sæti deildinni en fékk samt minna borgað en bæði Internazionale og Arsenal.
Liverpool og hin félögin geta bætt við þessa upphæð fari þau langt í útsláttarkeppninni.
Lið fá 12,5 milljónir evra í viðbót fyrir að komast í átta liða úrslitin, 15 milljónir evra í viðbót fyrir að komast í undanúrslit og 18,5 milljónir evrur í viðbót fyrir að komast í úrslitaleikinn.
Vinni liðið svo úrslitaleikinn fær það 6,5 milljónir evra og svo 4 milljónir evra að auki fyrir þátttöku í Ofurbikar UEFA.
Liverpool, sem dæmi, gæti því bætt 56,5 milljónum evra, 8,3 milljörðum króna, við þær 99 milljónir evra sem félagið hefur þegar tryggt sér, fari liðið alla leið og verði meistari í vor.
Hér fyrir neðan má sjá skiptingu verðlaunfésins meðal allra liða Meistaradeildarinnar.