Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 23:15 Það var létt yfir Arne Slot í heimalandinu í kvöld, enda engin pressa á Liverpool fyrir lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Getty Stjórinn Arne Slot nýtur þeirra forréttinda að geta veitt öllum helstu stjörnum Liverpool hvíld annað kvöld, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, og ætlar að nýta sér það. Liverpool mætir PSV Eindhoven í Hollandi á morgun, þegar allir 18 leikirnir í lokaumferð Meistaradeildarinnar verða spilaðir á sama tíma (klukkan 20 að íslenskum tíma). Aðeins Barcelona gæti náð Liverpool að stigum og því gæti Liverpool í versta falli endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Þar að auki hefur þegar verið ákveðið að nokkru leyti hvernig leið hvers liðs verður í úrslitaleikinn, og munu liðin í 1.-2. sæti til að mynda mæta einhverju liðanna sem enda í 15.-18. sæti. Þetta veit Slot og þess vegna eru menn eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og fleiri ekki að fara að spila neitt á morgun. Alisson Becker, Ibrahima Konate, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Luis Diaz eru ekki heldur í 21 manna leikmannahópi Liverpool á morgun, né heldur Joe Gomez sem sneri aftur til æfinga eftir meiðsli í dag. Diogo Jota og Curtis Jones eru meiddir. Tók sinn tíma að skilja nýja fyrirkomulagið Í leikmannahópi Liverpool eru því mörg minna þekkt nöfn en hópinn skipa: Kelleher, Jaros, Davies, Bradley, Mabaya, Quansah, Nallo, Robertson, Tsimikas, Norris, Endo, McConnell, Morton, Nyoni, Elliott, Morrison, Nunez, Chiesa, Gakpo, Danns, Kone-Doherty. „Það hefur tekið sinn tíma fyrir mig að skilja nýja fyrirkomulagið en ég er núna hundrað prósent viss um að það skipti ekki máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti, því það er öruggt að við mætum liði úr 15., 16., 17. eða 18. sæti og svo er dregið,“ sagði Slot á blaðamannafundi í kvöld. „Við getum ekki sogast niður í 3. sæti. Það hefur því engin áhrif á töfluna en við munum reyna að vinna. Eins og vitur maður sagði eitt sinn við mig þá græðum við aldrei á að tapa leik,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Liverpool mætir PSV Eindhoven í Hollandi á morgun, þegar allir 18 leikirnir í lokaumferð Meistaradeildarinnar verða spilaðir á sama tíma (klukkan 20 að íslenskum tíma). Aðeins Barcelona gæti náð Liverpool að stigum og því gæti Liverpool í versta falli endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Þar að auki hefur þegar verið ákveðið að nokkru leyti hvernig leið hvers liðs verður í úrslitaleikinn, og munu liðin í 1.-2. sæti til að mynda mæta einhverju liðanna sem enda í 15.-18. sæti. Þetta veit Slot og þess vegna eru menn eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og fleiri ekki að fara að spila neitt á morgun. Alisson Becker, Ibrahima Konate, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Luis Diaz eru ekki heldur í 21 manna leikmannahópi Liverpool á morgun, né heldur Joe Gomez sem sneri aftur til æfinga eftir meiðsli í dag. Diogo Jota og Curtis Jones eru meiddir. Tók sinn tíma að skilja nýja fyrirkomulagið Í leikmannahópi Liverpool eru því mörg minna þekkt nöfn en hópinn skipa: Kelleher, Jaros, Davies, Bradley, Mabaya, Quansah, Nallo, Robertson, Tsimikas, Norris, Endo, McConnell, Morton, Nyoni, Elliott, Morrison, Nunez, Chiesa, Gakpo, Danns, Kone-Doherty. „Það hefur tekið sinn tíma fyrir mig að skilja nýja fyrirkomulagið en ég er núna hundrað prósent viss um að það skipti ekki máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti, því það er öruggt að við mætum liði úr 15., 16., 17. eða 18. sæti og svo er dregið,“ sagði Slot á blaðamannafundi í kvöld. „Við getum ekki sogast niður í 3. sæti. Það hefur því engin áhrif á töfluna en við munum reyna að vinna. Eins og vitur maður sagði eitt sinn við mig þá græðum við aldrei á að tapa leik,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira