Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 07:28 Enginn átti von á að Dallas Mavericks myndu vilja losa sig við Luka Doncic. En Anthony Davis hefur greinilega heillað. Getty Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. Skiptin virðast koma upp úr þurru en Dave McMenamin hjá ESPN greindi frá dílnum í nótt. Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum og hafa verið komnar á hreint í gærkvöldi. Auk Luka Doncic munu Lakers einnig fá kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Þá mun Utah Jazz einnig vera viðriðið skiptin og fá frá Lakers hinn unga Jalen Hood-Schifino og valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu í ár. Sá valréttur kemur upprunalega frá Clippers. Þá senda Dallas einnig valrétt í annarri umferð í ár til Utah. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Luka Doncic er illviðráðanlegur og hér eru bæði Anthony Davis og LeBron James að reyna að ráða við hann.Getty Komið flestum á óvart Skiptin hafa komið flestum öðrum framkvæmdastjórum deildarinnar á óvart þar sem Doncic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar og talinn ósnertanlegur. Skiptin komu einnig LeBron í opna skjöldu sem og öðrum leikmönnum og þjálfurum liðanna. Það var hins vegar Dallas-liðið sem bauð hinn 25 ára Doncic til Lakers og hefur framkvæmdastjórinn Rob Pelinka ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Doncic mun þar spila með hinum fertuga LeBron James og væntanlega taka við af honum sem núverandi andlit liðsins. Luka Doncic hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.Instagram - anze9 Stór hluti leikmannanna sem verið er að senda á milli eru hins vegar meiddir. Doncic hefur verið meiddur í nokkrar vikur vegna tognunar í kálfa og óvíst hvenær hann snýr aftur á völlinn meðan Davis tognaði í kviðvöðva á þriðjudag og missir af nokkrum leikjum. Þá eru bæði Kleber og Hood-Schifino líka meiddir. Hinn 25 ára Doncic er á sínu sjöunda tímabili í NBA og er með meðaltöl upp á 28.1 stig, 8.3 fráköst og 7.8 stoðsendingar í 22 leikjum. Hann var valinn þriðji í nýliðavalinu 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðan. Hins vegar hefur hann verið töluvert meiddur og ku það vera ástæðan fyrir því að Dallas-liðið ákvað að skipta honum. LeBron og Davis voru aðalmennirnir í Lakers-liðinu sem vann búbblutitilinn í Orlandó árið 2020. Síðan þá hefur gengið brösuglega hjá liðinu.Getty Hinn 31 árs Davis er líka dálítill meiðslapési þó hann hafi verið hraustur í ár. Hann er á sínu þrettánda tímabili í NBA, var valinn fyrstur árið 2012 af New Orleans Pelicans og spilaði þar í sjö tímabil áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers þar sem hann vann titilinn árið 2020. Hann er með meðaltöl upp á 25.7 stig, 11.9 fráköst, 3.4 stoðsendingar og 2.1 blokk í 42 leikjum. Davis er einn besti varnarmaður deildarinnar. Eins og sakir standa er Lakers-liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra og 19 töp. Dallas er þremur sætum neðar, í áttunda sæti, með 26 sigra og 23 töp. Það er þó bara augnabliksmynd og getur einn sigur til og frá haft mikil áhrif. NBA Bandaríkin Slóvenía Tengdar fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Skiptin virðast koma upp úr þurru en Dave McMenamin hjá ESPN greindi frá dílnum í nótt. Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum og hafa verið komnar á hreint í gærkvöldi. Auk Luka Doncic munu Lakers einnig fá kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Þá mun Utah Jazz einnig vera viðriðið skiptin og fá frá Lakers hinn unga Jalen Hood-Schifino og valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu í ár. Sá valréttur kemur upprunalega frá Clippers. Þá senda Dallas einnig valrétt í annarri umferð í ár til Utah. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Luka Doncic er illviðráðanlegur og hér eru bæði Anthony Davis og LeBron James að reyna að ráða við hann.Getty Komið flestum á óvart Skiptin hafa komið flestum öðrum framkvæmdastjórum deildarinnar á óvart þar sem Doncic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar og talinn ósnertanlegur. Skiptin komu einnig LeBron í opna skjöldu sem og öðrum leikmönnum og þjálfurum liðanna. Það var hins vegar Dallas-liðið sem bauð hinn 25 ára Doncic til Lakers og hefur framkvæmdastjórinn Rob Pelinka ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Doncic mun þar spila með hinum fertuga LeBron James og væntanlega taka við af honum sem núverandi andlit liðsins. Luka Doncic hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.Instagram - anze9 Stór hluti leikmannanna sem verið er að senda á milli eru hins vegar meiddir. Doncic hefur verið meiddur í nokkrar vikur vegna tognunar í kálfa og óvíst hvenær hann snýr aftur á völlinn meðan Davis tognaði í kviðvöðva á þriðjudag og missir af nokkrum leikjum. Þá eru bæði Kleber og Hood-Schifino líka meiddir. Hinn 25 ára Doncic er á sínu sjöunda tímabili í NBA og er með meðaltöl upp á 28.1 stig, 8.3 fráköst og 7.8 stoðsendingar í 22 leikjum. Hann var valinn þriðji í nýliðavalinu 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðan. Hins vegar hefur hann verið töluvert meiddur og ku það vera ástæðan fyrir því að Dallas-liðið ákvað að skipta honum. LeBron og Davis voru aðalmennirnir í Lakers-liðinu sem vann búbblutitilinn í Orlandó árið 2020. Síðan þá hefur gengið brösuglega hjá liðinu.Getty Hinn 31 árs Davis er líka dálítill meiðslapési þó hann hafi verið hraustur í ár. Hann er á sínu þrettánda tímabili í NBA, var valinn fyrstur árið 2012 af New Orleans Pelicans og spilaði þar í sjö tímabil áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers þar sem hann vann titilinn árið 2020. Hann er með meðaltöl upp á 25.7 stig, 11.9 fráköst, 3.4 stoðsendingar og 2.1 blokk í 42 leikjum. Davis er einn besti varnarmaður deildarinnar. Eins og sakir standa er Lakers-liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra og 19 töp. Dallas er þremur sætum neðar, í áttunda sæti, með 26 sigra og 23 töp. Það er þó bara augnabliksmynd og getur einn sigur til og frá haft mikil áhrif.
NBA Bandaríkin Slóvenía Tengdar fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47