Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:32 Snorri Steinn Guðjónsson með aðstoðarmanni sínum Arnóri Atlasyni eftir lokaleik Íslands á heimsmeistaramótinu þar sem íslenska liðið vann sinn fimmta sigur í sex leikjum. Vísir/Vilhelm Eitt heitasta málið eftir heimsmeistaramótið var aðkoma Gunnars Magnússonar að undirbúningi Króatar fyrir leikinn afdrifaríka á móti Íslandi. Íslenski landsliðsþjálfarinn hefur sjálfur skoðun á þeirri umræðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira