Skúra, skrúbba og bóna Flosi Eiríksson skrifar 31. október 2019 08:00 Ég átti þess kost að koma í viðtal um stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) við sveitarfélögin í útvarpsþáttinn Harmageddon fyrr í þessari viku. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum SGS á framfæri og hverju sambandið er að berjast fyrir. Annar af þáttastjórnendunum ræddi starfsfólk í ræstingum sérstaklega, og þó ætlunin sé alls ekki að hjóla sérstaklega í hann, þá endurspegluðust hjá honum sjónarmið og skoðanir sem margir hafa séð ástæðu til að hafa samband við mig út af og hafa ýtt af stað hjá mér heilmiklum vangaveltum, með lagið sem Olga Guðrún söng og sem vitnað er í hér í fyrirsögn á heilanum. Sú skoðun að ræstingar sé ekki merkilegt starf, þ.e. þetta sé starf sem fólk vinni bara tímabundið, t.d. með námi eða sem aukastarf, er býsna útbreidd. Að það sé enginn sem geri ræstingar að sínu aðalstarfi yfir starfsævina og örugglega engan sem langar til þess. Að þeir sem sinni slíkum störfum um lengri tíma hafi misst af einhverri lest, ekki sýnt dugnað og manndóm til að komast í ,,betri“ störf og svo framvegis. Það endurspeglar líka verðmætamatið í samfélaginu að störf sem þarf ákveðna skilgreinda formlega menntun til að sinna séu ,,merkilegri“ en önnur störf og séu þess eðlis að við ættum öll að stefna að því að komast í hóp þeirra sem þeim sinna. En með því að gangast undir það mat er samfélagið um leið að segja að margvísleg önnur störf séu ómerkileg og eiginlega fyrir neðan virðingu ,,alvöru“ fólks að vinna. Það er alveg horft frá því hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir allt gangverk samfélagsins. Það opna ekki mörg fyrirtæki eða stofnanir á morgnana ef ræstingarstarfsfólkið er ekki búin að skúra skítinn frá deginum áður. Þessum störfum þarf að sinna af vandvirkni og kostgæfni og stórum skammti af jafnaðargeði miðað við umgengni sumstaðar. Fólk í þessum störfum, sem eru að meirihluta konur, leggur metnað sinn í að sinna sínum störfum vel og gera öðrum kleift að ganga til sinna starfa á nýskúruðum og tandurhreinum vinnustöðum. Fyrir marga er þetta starf sem hentar þeim vel miðað við þeirra aðstæður, sum telja of seint að skipta um vettvang eða langar einfaldlega ekki til þess. Ástæðurnar eru margvíslegar og trúlega eins margar og fólkið. En fyrir alla muni, tölum ekki um þetta frábæra fólk og þeirra störf eins og að allir sem þeim sinna geri það af einhverri illri nauðsyn eða sem tímabundið neyðarúrræði. Við eigum að tala um öll störf í samfélaginu af virðingu en ef farið væri að raða störfum í samfélaginu eftir mikilvægi þá held ég að það sé alveg klárt að það að skúra skít væri langt frá því að vera neðst á þeim mikilvægislista.Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég átti þess kost að koma í viðtal um stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) við sveitarfélögin í útvarpsþáttinn Harmageddon fyrr í þessari viku. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum SGS á framfæri og hverju sambandið er að berjast fyrir. Annar af þáttastjórnendunum ræddi starfsfólk í ræstingum sérstaklega, og þó ætlunin sé alls ekki að hjóla sérstaklega í hann, þá endurspegluðust hjá honum sjónarmið og skoðanir sem margir hafa séð ástæðu til að hafa samband við mig út af og hafa ýtt af stað hjá mér heilmiklum vangaveltum, með lagið sem Olga Guðrún söng og sem vitnað er í hér í fyrirsögn á heilanum. Sú skoðun að ræstingar sé ekki merkilegt starf, þ.e. þetta sé starf sem fólk vinni bara tímabundið, t.d. með námi eða sem aukastarf, er býsna útbreidd. Að það sé enginn sem geri ræstingar að sínu aðalstarfi yfir starfsævina og örugglega engan sem langar til þess. Að þeir sem sinni slíkum störfum um lengri tíma hafi misst af einhverri lest, ekki sýnt dugnað og manndóm til að komast í ,,betri“ störf og svo framvegis. Það endurspeglar líka verðmætamatið í samfélaginu að störf sem þarf ákveðna skilgreinda formlega menntun til að sinna séu ,,merkilegri“ en önnur störf og séu þess eðlis að við ættum öll að stefna að því að komast í hóp þeirra sem þeim sinna. En með því að gangast undir það mat er samfélagið um leið að segja að margvísleg önnur störf séu ómerkileg og eiginlega fyrir neðan virðingu ,,alvöru“ fólks að vinna. Það er alveg horft frá því hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir allt gangverk samfélagsins. Það opna ekki mörg fyrirtæki eða stofnanir á morgnana ef ræstingarstarfsfólkið er ekki búin að skúra skítinn frá deginum áður. Þessum störfum þarf að sinna af vandvirkni og kostgæfni og stórum skammti af jafnaðargeði miðað við umgengni sumstaðar. Fólk í þessum störfum, sem eru að meirihluta konur, leggur metnað sinn í að sinna sínum störfum vel og gera öðrum kleift að ganga til sinna starfa á nýskúruðum og tandurhreinum vinnustöðum. Fyrir marga er þetta starf sem hentar þeim vel miðað við þeirra aðstæður, sum telja of seint að skipta um vettvang eða langar einfaldlega ekki til þess. Ástæðurnar eru margvíslegar og trúlega eins margar og fólkið. En fyrir alla muni, tölum ekki um þetta frábæra fólk og þeirra störf eins og að allir sem þeim sinna geri það af einhverri illri nauðsyn eða sem tímabundið neyðarúrræði. Við eigum að tala um öll störf í samfélaginu af virðingu en ef farið væri að raða störfum í samfélaginu eftir mikilvægi þá held ég að það sé alveg klárt að það að skúra skít væri langt frá því að vera neðst á þeim mikilvægislista.Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun