Íbúasamráð – hvað er það? Olga B. Gísladóttir skrifar 21. október 2019 21:38 Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar