Emery: Rangt af Xhaka | Piers Morgan kallar eftir aðgerðum Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. október 2019 20:15 Allt á suðupunkti vísir/getty Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30