Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 14:06 Innrás Tyrkja hófst með sprengjuregni í norðanverðu Sýrlandi í síðustu viku. Vísir/EPA Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásar þess í norðanvert Sýrland. Nokkur ríki hafa ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn en sambandið var ekki tilbúið að ganga svo langt að setja Tyrki á bannlista með löndum eins og Rússlandi og Venesúela. Tyrkir létu til skarar skríða gegn Kúrdum í norðaustanverðu Sýrlandi í síðustu viku eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að láta bandarískt herlið víkja úr vegi fyrir innrásarhernum. Ákvörðun Trump hefur verið harðlega gagnrýnd á alþjóðavettvangi og heima fyrir enda hafa hersveitir Kúrdar færst mestu fórnirnar í áralöngu stríði við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams (ISIS). Ítalir, sem seldu mest af vopnum til Tyrklands í fyrra, Frakkar og Þjóðverjar hafa allir heitið því að hætta vopnasölu og Spánverjar hafa gefið til kynna að þeir ætli að gera það sama. Áður hafa ríki eins og Holland, Finnland og Svíþjóð ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn.Reuters-fréttastofan segir að aðildarríkin hafi aftur á móti hikað við að samþykkja fullgilt og lagalega bindandi vopnasölubann til Tyrklands. Með því hefðu Tyrkir farið í sama flokk og stjórnvöld í Kreml og Caracas sem Evrópusambandið lítur á sem óvinveitt ríki. Bandarískir þingmenn úr báðum flokkum vinna nú að refsiaðgerðum gegn Tyrklandi vegna innrásarinnar. Trump forseti hefur gefið til kynna að hann muni styðja þær.Saka Kúrda um að sleppa ISIS-liðum Eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við Kúrdum í Sýrlandi gerðu þeir samkomulag við ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, svarinn óvin Bandaríkjastjórnar, með milligöngu Rússa. Stjórnarher Assad hefur verið studdur Rússum og hefur verið sakaður um voðaverk, þar á meðal að beita efnavopnum gegn óbreyttum borgurum. Sýrlenski stjórnarherinn er nú kominn til Norður-Sýrlands til að hrinda innrás Tyrkja. Reuters hefur eftir embættismönnum sýrlenskra Kúrda að samkomulag þeirra við Assad og Rússa feli aðeins í sér samstöðu gegn innrásinni. Í kjölfarið bíði viðræður um ágreiningsmál á milli þeirra. Tyrkir sökuðu kúrdískar hersveitir um að tæma fangelsi þar sem þeir hafa haldið liðsmönnum Ríkis íslams. Stjórnvöld í Ankara hafa áður gert lítið úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að ISIS-liðar gætu sloppið úr haldi Kúrda í innrásinni. Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn á Twitter í morgun án nokkurra sannana að Kúrdar gætu sleppt ISIS-liðum lausum til að reyna að „draga bandaríska hermenn aftur inn á svæðið“. Fullyrti forsetinn að Tyrkir eða Evrópuþjóðir gætu „auðveldlega“ handsamað þá aftur. Forsetinn hefur áður sagt að hann hafi litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða þar sem þeir séu fjarri Bandaríkjunum og þeir myndu leita inn í Evrópu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásar þess í norðanvert Sýrland. Nokkur ríki hafa ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn en sambandið var ekki tilbúið að ganga svo langt að setja Tyrki á bannlista með löndum eins og Rússlandi og Venesúela. Tyrkir létu til skarar skríða gegn Kúrdum í norðaustanverðu Sýrlandi í síðustu viku eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að láta bandarískt herlið víkja úr vegi fyrir innrásarhernum. Ákvörðun Trump hefur verið harðlega gagnrýnd á alþjóðavettvangi og heima fyrir enda hafa hersveitir Kúrdar færst mestu fórnirnar í áralöngu stríði við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams (ISIS). Ítalir, sem seldu mest af vopnum til Tyrklands í fyrra, Frakkar og Þjóðverjar hafa allir heitið því að hætta vopnasölu og Spánverjar hafa gefið til kynna að þeir ætli að gera það sama. Áður hafa ríki eins og Holland, Finnland og Svíþjóð ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn.Reuters-fréttastofan segir að aðildarríkin hafi aftur á móti hikað við að samþykkja fullgilt og lagalega bindandi vopnasölubann til Tyrklands. Með því hefðu Tyrkir farið í sama flokk og stjórnvöld í Kreml og Caracas sem Evrópusambandið lítur á sem óvinveitt ríki. Bandarískir þingmenn úr báðum flokkum vinna nú að refsiaðgerðum gegn Tyrklandi vegna innrásarinnar. Trump forseti hefur gefið til kynna að hann muni styðja þær.Saka Kúrda um að sleppa ISIS-liðum Eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við Kúrdum í Sýrlandi gerðu þeir samkomulag við ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, svarinn óvin Bandaríkjastjórnar, með milligöngu Rússa. Stjórnarher Assad hefur verið studdur Rússum og hefur verið sakaður um voðaverk, þar á meðal að beita efnavopnum gegn óbreyttum borgurum. Sýrlenski stjórnarherinn er nú kominn til Norður-Sýrlands til að hrinda innrás Tyrkja. Reuters hefur eftir embættismönnum sýrlenskra Kúrda að samkomulag þeirra við Assad og Rússa feli aðeins í sér samstöðu gegn innrásinni. Í kjölfarið bíði viðræður um ágreiningsmál á milli þeirra. Tyrkir sökuðu kúrdískar hersveitir um að tæma fangelsi þar sem þeir hafa haldið liðsmönnum Ríkis íslams. Stjórnvöld í Ankara hafa áður gert lítið úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að ISIS-liðar gætu sloppið úr haldi Kúrda í innrásinni. Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn á Twitter í morgun án nokkurra sannana að Kúrdar gætu sleppt ISIS-liðum lausum til að reyna að „draga bandaríska hermenn aftur inn á svæðið“. Fullyrti forsetinn að Tyrkir eða Evrópuþjóðir gætu „auðveldlega“ handsamað þá aftur. Forsetinn hefur áður sagt að hann hafi litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða þar sem þeir séu fjarri Bandaríkjunum og þeir myndu leita inn í Evrópu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17
Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03
Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30
Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11