Pestir og flensur Teitur Guðmundsson skrifar 17. október 2019 09:00 Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar