Tími til kominn Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. október 2019 07:30 Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref. Hér er um að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum í samgöngumálum svæðisins. Sérstakt ánægjuefni er að þessir aðilar hafi náð saman um Borgarlínu og að hefja eigi framkvæmdir strax. Þannig á fyrstu áföngum Borgarlínu að vera lokið árið 2023 en alls mun tæpum 50 milljörðum verða varið til verkefnisins á tímabilinu. Tilkoma Borgarlínu er nauðsynleg forsenda uppbyggingar samgöngukerfis framtíðarinnar sem mun byggja á umhverfisvænum lausnum. Þess vegna er einnig ánægjulegt að verja eigi rúmum átta milljörðum til að bæta innviði fyrir gangandi og hjólandi. Þá sér loks fyrir endann á lagningu hluta Miklubrautar í stokk en slík áform var meðal annars að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Miðað við samkomulagið er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið árið 2026. Hér er um mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun bæta lífsgæði íbúa á svæðinu svo um munar. Þó veldur það vonbrigðum að Sundabraut sé ekki hluti samkomulagsins en aðeins er minnst á þá framkvæmd í upptalningu verkefna sem áformað sé að fjármagna með sértækri gjaldtöku. Miðað við þá umræðu sem skapaðist um samgönguáætlun og veggjöld síðasta vetur liggur það fyrir að fjármögnunin verður alltaf umdeild. Nú er gert ráð fyrir að 60 milljarðar, eða helmingur þess fjármagns sem er undir í samkomulaginu, komi í gegnum flýti- og umferðargjöld. Útfærslur liggja enn ekki fyrir en gera má ráð fyrir því að veggjöld verði tekin upp í einhverri mynd. Ríkið hefur heldur ekki útilokað að fjármagna hluta þessara 60 milljarða með öðrum leiðum eins og eignasölu. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hugi að jafnræði íbúa landsins þegar kemur að veggjöldum og tryggi um leið að þessi gjöld verði fyrst og fremst hugsuð sem viðbrögð við breytingum í samgöngukerfinu. Vistvænum bílum fjölgar hratt og þar með munu gjöld á jarðefnaeldsneyti, sem notuð hafa verið til að fjármagna framkvæmdir í vegakerfinu, dragast saman. Samkvæmt samkomulaginu verða allir mögulegir kostir við útfærslu gjaldtöku skoðaðir ítarlega. Þar er mikilvægt að horfa til þeirra fjölmörgu nágrannaríkja sem farið hafa svipaða leið. Eins og haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu í gær þá er á þessu stigi málsins ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Það verkefni bíður komandi vetrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref. Hér er um að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum í samgöngumálum svæðisins. Sérstakt ánægjuefni er að þessir aðilar hafi náð saman um Borgarlínu og að hefja eigi framkvæmdir strax. Þannig á fyrstu áföngum Borgarlínu að vera lokið árið 2023 en alls mun tæpum 50 milljörðum verða varið til verkefnisins á tímabilinu. Tilkoma Borgarlínu er nauðsynleg forsenda uppbyggingar samgöngukerfis framtíðarinnar sem mun byggja á umhverfisvænum lausnum. Þess vegna er einnig ánægjulegt að verja eigi rúmum átta milljörðum til að bæta innviði fyrir gangandi og hjólandi. Þá sér loks fyrir endann á lagningu hluta Miklubrautar í stokk en slík áform var meðal annars að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Miðað við samkomulagið er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið árið 2026. Hér er um mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun bæta lífsgæði íbúa á svæðinu svo um munar. Þó veldur það vonbrigðum að Sundabraut sé ekki hluti samkomulagsins en aðeins er minnst á þá framkvæmd í upptalningu verkefna sem áformað sé að fjármagna með sértækri gjaldtöku. Miðað við þá umræðu sem skapaðist um samgönguáætlun og veggjöld síðasta vetur liggur það fyrir að fjármögnunin verður alltaf umdeild. Nú er gert ráð fyrir að 60 milljarðar, eða helmingur þess fjármagns sem er undir í samkomulaginu, komi í gegnum flýti- og umferðargjöld. Útfærslur liggja enn ekki fyrir en gera má ráð fyrir því að veggjöld verði tekin upp í einhverri mynd. Ríkið hefur heldur ekki útilokað að fjármagna hluta þessara 60 milljarða með öðrum leiðum eins og eignasölu. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hugi að jafnræði íbúa landsins þegar kemur að veggjöldum og tryggi um leið að þessi gjöld verði fyrst og fremst hugsuð sem viðbrögð við breytingum í samgöngukerfinu. Vistvænum bílum fjölgar hratt og þar með munu gjöld á jarðefnaeldsneyti, sem notuð hafa verið til að fjármagna framkvæmdir í vegakerfinu, dragast saman. Samkvæmt samkomulaginu verða allir mögulegir kostir við útfærslu gjaldtöku skoðaðir ítarlega. Þar er mikilvægt að horfa til þeirra fjölmörgu nágrannaríkja sem farið hafa svipaða leið. Eins og haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu í gær þá er á þessu stigi málsins ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Það verkefni bíður komandi vetrar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun