Skólinn okkar í Staðahverfi Olga B. Gísladóttir skrifar 4. október 2019 10:39 Ágætu borgarfulltrúar. Enn og aftur standa sparnaðarspjótin upp á skólann okkar Korpu. Enn og aftur þjöppum við íbúar í Staðahverfis okkur saman og berjumst fyrir skólamálum í hverfinu okkar. Við erum komin í ágætis æfingu í þessu, sem hlýtur nú að teljast sérstakt. Krafa okkar er einföld. Við viljum einfaldlega að boðið sé upp á þá þá lögbundnu grunnþjónustu í hverfinu okkar, sem grunnskólinn er. Ég telst til frumbyggja í hverfinu, fluttist hingað árið 2000 og á þrjá drengi, fædda 1999, 2003 og 2007. Þegar elsti sonurinn gekk í Korpuskóla var þveröfugt vandamál í gangi, alltof mörg börn, húsnæðið of lítið og gripið var til þess ráðs að hafa færanlegar kennslustofur skólastofur á skólalóðinni, enda vel yfir 200 börn og kennt í 1-10.bekk. Eftir að mygla kom upp í skúrunum var ákveðið að færa unglingastigið „tímabundið“ yfir í Vík, en unglingastigið hefur síðan ekki flust aftur yfir í Korpu. Eins og í öðrum nýjum hverfum koma toppar og lægðir í barneignum þar til hverfi komast í jafnvægi. Ennþá þekkir maður flestalla sem frumbyggja í hverfinu. Börnin eru að eldast og fólk fer að hugsa sér til hreyfings, selja stóru húsin og flytjast í minni íbúðir. Því er mikil skammsýni að leggja niður skólann þegar hann er í lægðinni. Nýjar fjölskyldur með börn munu flytja í hverfið okkar eins og annars staðar. Hver á líka að kaupa stóru húsin okkar ef ekki barnafjölskyldur? Ef skólinn er farinn úr hverfinu er hætt við að við náum ekki að selja húsin okkar og færa okkur í minna og hentugra húsnæði. Við íbúar erum orðin ágætis félagar og vinir. Þegar vegið er að samfélagi okkar og barnanna okkar þá þjöppum við okkur saman, boðum til funda, förum í bardagaklæðin, við gefumst ekki upp. Við erum orðin mjög langþreytt, ég viðurkenni það, en við munum berjast eins og þarf fyrir hjartanu í hverfinu okkar, skóla fyrir börnin okkar. Því þannig viljum við hafa hverfið okkar, líf og fjör, börn að leik, ekki taka þetta af okkur. Þið munið heyra í okkur áfram. Við munum mótmæla, aftur og aftur, eða eins og þarf, þar til þið hættið að skipta ykkur af skólanum í hverfinu okkar. Ég bið ykkur að taka góða ákvörðun og leyfa okkur að hafa skólann okkar áfram. Við erum tilbúin til að vinna með ykkur að góðum lausnum fyrir hverfið. Með vinsemd og virðingu, Olga B. Gísladóttir Íbúi í Staðahverfi, Grafarvogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Ágætu borgarfulltrúar. Enn og aftur standa sparnaðarspjótin upp á skólann okkar Korpu. Enn og aftur þjöppum við íbúar í Staðahverfis okkur saman og berjumst fyrir skólamálum í hverfinu okkar. Við erum komin í ágætis æfingu í þessu, sem hlýtur nú að teljast sérstakt. Krafa okkar er einföld. Við viljum einfaldlega að boðið sé upp á þá þá lögbundnu grunnþjónustu í hverfinu okkar, sem grunnskólinn er. Ég telst til frumbyggja í hverfinu, fluttist hingað árið 2000 og á þrjá drengi, fædda 1999, 2003 og 2007. Þegar elsti sonurinn gekk í Korpuskóla var þveröfugt vandamál í gangi, alltof mörg börn, húsnæðið of lítið og gripið var til þess ráðs að hafa færanlegar kennslustofur skólastofur á skólalóðinni, enda vel yfir 200 börn og kennt í 1-10.bekk. Eftir að mygla kom upp í skúrunum var ákveðið að færa unglingastigið „tímabundið“ yfir í Vík, en unglingastigið hefur síðan ekki flust aftur yfir í Korpu. Eins og í öðrum nýjum hverfum koma toppar og lægðir í barneignum þar til hverfi komast í jafnvægi. Ennþá þekkir maður flestalla sem frumbyggja í hverfinu. Börnin eru að eldast og fólk fer að hugsa sér til hreyfings, selja stóru húsin og flytjast í minni íbúðir. Því er mikil skammsýni að leggja niður skólann þegar hann er í lægðinni. Nýjar fjölskyldur með börn munu flytja í hverfið okkar eins og annars staðar. Hver á líka að kaupa stóru húsin okkar ef ekki barnafjölskyldur? Ef skólinn er farinn úr hverfinu er hætt við að við náum ekki að selja húsin okkar og færa okkur í minna og hentugra húsnæði. Við íbúar erum orðin ágætis félagar og vinir. Þegar vegið er að samfélagi okkar og barnanna okkar þá þjöppum við okkur saman, boðum til funda, förum í bardagaklæðin, við gefumst ekki upp. Við erum orðin mjög langþreytt, ég viðurkenni það, en við munum berjast eins og þarf fyrir hjartanu í hverfinu okkar, skóla fyrir börnin okkar. Því þannig viljum við hafa hverfið okkar, líf og fjör, börn að leik, ekki taka þetta af okkur. Þið munið heyra í okkur áfram. Við munum mótmæla, aftur og aftur, eða eins og þarf, þar til þið hættið að skipta ykkur af skólanum í hverfinu okkar. Ég bið ykkur að taka góða ákvörðun og leyfa okkur að hafa skólann okkar áfram. Við erum tilbúin til að vinna með ykkur að góðum lausnum fyrir hverfið. Með vinsemd og virðingu, Olga B. Gísladóttir Íbúi í Staðahverfi, Grafarvogi
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun