Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 8. október 2019 10:00 Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar