Ákall um stefnu í menntun um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt: Virkjum sköpunarkraftinn markvisst Svanborg R. Jónsdóttir skrifar 9. október 2019 10:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifaði grein í Mannlíf 13. september sl. með brýningu um að viðurkenna mikilvægi sköpunar og að menntakerfið ýti undir ræktun sköpunarkraftsins í börnum og ungu fólki. Ég tek heilshugar undir orð hennar og tel að við íslendingar höfum tekið góð skref í þá átt að hvetja til ræktunar sköpunarhæfninnar meðal annars með því að byggja menntun á sex grunnþáttum þar sem einn er sköpun. Hins vegar tel ég að við getum gert betur og meðal annars með því að nýta námssviðið sem markvisst styður og ræktar hæfni til sköpunar og framtakssemi. Þar er ég að tala um námssviðið nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (NFM). Engin stefna hefur verið mótuð hér á landi um þetta námssvið og er framboð til barna og ungs fólks tilviljanakennt og brotakennt heilt yfir litið. Dæmi eru um að leikskólar vinni að verkefnum í anda NFM og margir vinna markvisst að því að rækta sköpun barna og að sýna afurðir þeirrar starfsemi. Sumir grunnskólar eru með slíkt framboð en fáir með samfellu eða markvissa kennslu og nám í nýsköpunarmennt. Í nokkrum framhaldsskólum eru áfangar sem byggja á eða snúast um NFM en mjög fáir nemendur af heildarfjölda nemenda skólanna fara gegnum þessa áfanga. Undantekningin er einn framhaldsskóli sem leggur áherslu á að allir nemendur skólans fari í gegnum slíkt nám, Menntaskólinn á Tröllaskaga. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt gengur í grófum dráttum út á að þjálfa aðferðir til að greina þarfir, vinna með þær, þróa lausnir og framkvæma þær eða birta á einhvern hátt. Áhersla er lögð á atbeina nemenda og áhrif á eigið nám og þróun sinna hugmynda, þeir fá frelsi til að velja og ákveða og umgerð kennarans í vinnunni er veik eða blönduð og námið er framkvæmt í anda eflandi kennslufræði. Auk áherslu á sköpun og eignun nemenda er mikil áhersla lögð á tengsl við samfélagið utan skólans, atvinnulíf og starfsemi í nærumhverfi. Ég kynntist því sjálf sem grunnskólakennari til margra áratuga að NFM reyndist efla sköpunarhæfni nemenda minna og sjálfstæði til framkvæmda öðruvísi og betur en aðrar greinar sem ég kenndi. Það er ekki nóg að tala um að sköpun og framtakssemi sé mikilvæg og að ætlast svo til þess að þegar fólk kemur í háskóla eða út í atvinnulífið sé það alltíeinu fært um að stunda nýsköpun. Slíka færni þarf og er hægt að rækta og skynsamlegast er að gera það markvisst frá leikskóla til háskóla eins og með aðra lykilhæfni. Meðan engin slík stefna er til staðar er og verður menntun í kennaranámi á sviðinu brotakennd, lítil eða engin. Í nýbirtri nýsköpunarstefnu í skýrlsunni Nýsköpunarlandið Ísland segir meðal annars: Þjálfun í nýsköpun og frumkvöðlahugsun, ásamt gagnrýnni hugsun og tilfinningagreind, verði meðal helstu markmiða menntakerfisins (bls 21). Ef einhver alvara er með slíku markmiði þá þarf því að fylgja leiðbeinandi menntastefna og viðeigandi stuðningur við þá sem eiga að framkvæma hana. En slík menntastefna er ekki til á Íslandi. Önnur lönd hafa mótað skýra stefnu í sínum menntakerfum sem styður við skólafólk í að vinna að þjálfun hæfni til sköpunar og framtakssemi og í verkefnum í anda NFM. Megin niðurstaða tveggja skýrslna um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt hér á landi og erlendis, sem gerðar voru 2013 á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis var sú að mikilvægt væri að móta menntastefnu fyrir íslenskt skólakerfi með samfellu og stíganda frá yngsta stigi til háskólastigs. Önnur skýrslan Stefna landa sem fremst standa í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt Uppbygging og framkvæmd náms á þessu sviði og ráðleggingar alþjóðastofnana , eftir Ástu Sölvadóttur sýnir dæmi um öflugar stefnur um námssviðið í Wales, Noregi og Danmörku. Ásta leggur til í sinni skýrslu að menntayfirvöld taki 11 skref til að efla NFM og fyrsta skrefið og það sem leggur grunninn að hinum 10 var að: Skapa nýsköpunar- og frumkvöðlastefnu fyrir íslenskt menntakerfi. Hvernig væri að sýna í verki að þessi hæfni skipti máli, að vera fær um að vera nýskapandi og kunna að framkvæma eða koma hugmyndum sínum á framfæri? Við þurfum þessa hæfni tila að vera skapandi og framkvæma lausnir okkar, ekki bara til að skapa ný atvinnutækifæri heldur líka til að „endurhanna allt“ (Andri Snær) sem þarf. Ég kalla eftir skýrri stefnu um þetta námssvið frá leikskóla til háskóla, þar með talin kennaramenntun. Ef við viljum rækta þessa hæfni NFM þá þurfa kennaranemar að kynnast, þekkja og prófa slíka kennslu.Höfundur er prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og sérfræðingur í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skóla - og menntamál Svanborg R. Jónsdóttir Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifaði grein í Mannlíf 13. september sl. með brýningu um að viðurkenna mikilvægi sköpunar og að menntakerfið ýti undir ræktun sköpunarkraftsins í börnum og ungu fólki. Ég tek heilshugar undir orð hennar og tel að við íslendingar höfum tekið góð skref í þá átt að hvetja til ræktunar sköpunarhæfninnar meðal annars með því að byggja menntun á sex grunnþáttum þar sem einn er sköpun. Hins vegar tel ég að við getum gert betur og meðal annars með því að nýta námssviðið sem markvisst styður og ræktar hæfni til sköpunar og framtakssemi. Þar er ég að tala um námssviðið nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (NFM). Engin stefna hefur verið mótuð hér á landi um þetta námssvið og er framboð til barna og ungs fólks tilviljanakennt og brotakennt heilt yfir litið. Dæmi eru um að leikskólar vinni að verkefnum í anda NFM og margir vinna markvisst að því að rækta sköpun barna og að sýna afurðir þeirrar starfsemi. Sumir grunnskólar eru með slíkt framboð en fáir með samfellu eða markvissa kennslu og nám í nýsköpunarmennt. Í nokkrum framhaldsskólum eru áfangar sem byggja á eða snúast um NFM en mjög fáir nemendur af heildarfjölda nemenda skólanna fara gegnum þessa áfanga. Undantekningin er einn framhaldsskóli sem leggur áherslu á að allir nemendur skólans fari í gegnum slíkt nám, Menntaskólinn á Tröllaskaga. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt gengur í grófum dráttum út á að þjálfa aðferðir til að greina þarfir, vinna með þær, þróa lausnir og framkvæma þær eða birta á einhvern hátt. Áhersla er lögð á atbeina nemenda og áhrif á eigið nám og þróun sinna hugmynda, þeir fá frelsi til að velja og ákveða og umgerð kennarans í vinnunni er veik eða blönduð og námið er framkvæmt í anda eflandi kennslufræði. Auk áherslu á sköpun og eignun nemenda er mikil áhersla lögð á tengsl við samfélagið utan skólans, atvinnulíf og starfsemi í nærumhverfi. Ég kynntist því sjálf sem grunnskólakennari til margra áratuga að NFM reyndist efla sköpunarhæfni nemenda minna og sjálfstæði til framkvæmda öðruvísi og betur en aðrar greinar sem ég kenndi. Það er ekki nóg að tala um að sköpun og framtakssemi sé mikilvæg og að ætlast svo til þess að þegar fólk kemur í háskóla eða út í atvinnulífið sé það alltíeinu fært um að stunda nýsköpun. Slíka færni þarf og er hægt að rækta og skynsamlegast er að gera það markvisst frá leikskóla til háskóla eins og með aðra lykilhæfni. Meðan engin slík stefna er til staðar er og verður menntun í kennaranámi á sviðinu brotakennd, lítil eða engin. Í nýbirtri nýsköpunarstefnu í skýrlsunni Nýsköpunarlandið Ísland segir meðal annars: Þjálfun í nýsköpun og frumkvöðlahugsun, ásamt gagnrýnni hugsun og tilfinningagreind, verði meðal helstu markmiða menntakerfisins (bls 21). Ef einhver alvara er með slíku markmiði þá þarf því að fylgja leiðbeinandi menntastefna og viðeigandi stuðningur við þá sem eiga að framkvæma hana. En slík menntastefna er ekki til á Íslandi. Önnur lönd hafa mótað skýra stefnu í sínum menntakerfum sem styður við skólafólk í að vinna að þjálfun hæfni til sköpunar og framtakssemi og í verkefnum í anda NFM. Megin niðurstaða tveggja skýrslna um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt hér á landi og erlendis, sem gerðar voru 2013 á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis var sú að mikilvægt væri að móta menntastefnu fyrir íslenskt skólakerfi með samfellu og stíganda frá yngsta stigi til háskólastigs. Önnur skýrslan Stefna landa sem fremst standa í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt Uppbygging og framkvæmd náms á þessu sviði og ráðleggingar alþjóðastofnana , eftir Ástu Sölvadóttur sýnir dæmi um öflugar stefnur um námssviðið í Wales, Noregi og Danmörku. Ásta leggur til í sinni skýrslu að menntayfirvöld taki 11 skref til að efla NFM og fyrsta skrefið og það sem leggur grunninn að hinum 10 var að: Skapa nýsköpunar- og frumkvöðlastefnu fyrir íslenskt menntakerfi. Hvernig væri að sýna í verki að þessi hæfni skipti máli, að vera fær um að vera nýskapandi og kunna að framkvæma eða koma hugmyndum sínum á framfæri? Við þurfum þessa hæfni tila að vera skapandi og framkvæma lausnir okkar, ekki bara til að skapa ný atvinnutækifæri heldur líka til að „endurhanna allt“ (Andri Snær) sem þarf. Ég kalla eftir skýrri stefnu um þetta námssvið frá leikskóla til háskóla, þar með talin kennaramenntun. Ef við viljum rækta þessa hæfni NFM þá þurfa kennaranemar að kynnast, þekkja og prófa slíka kennslu.Höfundur er prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og sérfræðingur í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun