Málamiðlun nauðsynleg á grunni löggjafar Jón Gunnarsson skrifar 20. september 2019 08:00 Sú kraftmikla umræða sem átt hefur sér stað á undanförnum vikum og mánuðum um orkumál verður að halda áfram. Umræðan hefur leitt ítrekað fram hversu mikilvægar orkuauðlindir okkar eru þjóðinni. Það kemur ekki á óvart, þar sem sjálfbær nýting þeirra gjörbreytti íslensku samfélagi. Með auðlindanýtingu sem leidd var af Sjálfstæðisflokknum var mögulegt að bjóða landsmönnum raforku á umtalsvert lægra verði en þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Nú erum við á tímamótum. Í fyrsta skipti í áratugi boða sérfræðingar og stofnanir á þessu sviði að reikna megi með að skerða þurfi afhendingu á raforku innan fárra ára, verði ekki brugðist við. Það gengur auðvitað ekki í þessu orkuríka landi. Með nýtingu endurnýjanlegrar raforku hefur okkur tekist að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum. Við höfum byggt upp fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk og byggðir landsins. Við hljótum öll að vera sammála um að samþjöppun byggðar á suðvesturhorni landsins sé ekki heppileg. Öll viljum við blómlega byggð um allt land. Til að svo megi verða þarf að skapa ný tækifæri sem tækniþróun í hefðbundnum atvinnugreinum gerir mögulegt. Ef Ísland á að bjóða framúrskarandi lífskjör verður að auka tekjur okkar af útflutningi sem treystir stoðir okkar til lengri tíma. Við eigum að leggja áherslu á nýja og græna atvinnustefnu m.a. á grundvelli grænnar orku. Má þar nefna tækifæri í matvælaframleiðslu, eldsneytisframleiðslu og gagnaversiðnaði. Í vikunni nefndi forseti Indlands tækifæri til uppbyggingar gagnavera á Íslandi. Glöggt er gests augað. Við þurfum að skapa ný tækifæri og tryggja lífsgæði um allt land fyrir unga fólkið okkar, annars er hætta á að það leiti á önnur mið. Það er við þessar aðstæður sem ég gagnrýni umhverfisráðherra og segist ekki geta stutt ríkisstjórn sem fer fram með þá öfgastefnu sem hann boðar. Hér er málamiðlun nauðsynleg, á þeim grunni sem löggjafinn hefur lagt í þessum mikilvæga málaflokki.Jón Gunnarsson. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Gunnarsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Sú kraftmikla umræða sem átt hefur sér stað á undanförnum vikum og mánuðum um orkumál verður að halda áfram. Umræðan hefur leitt ítrekað fram hversu mikilvægar orkuauðlindir okkar eru þjóðinni. Það kemur ekki á óvart, þar sem sjálfbær nýting þeirra gjörbreytti íslensku samfélagi. Með auðlindanýtingu sem leidd var af Sjálfstæðisflokknum var mögulegt að bjóða landsmönnum raforku á umtalsvert lægra verði en þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Nú erum við á tímamótum. Í fyrsta skipti í áratugi boða sérfræðingar og stofnanir á þessu sviði að reikna megi með að skerða þurfi afhendingu á raforku innan fárra ára, verði ekki brugðist við. Það gengur auðvitað ekki í þessu orkuríka landi. Með nýtingu endurnýjanlegrar raforku hefur okkur tekist að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum. Við höfum byggt upp fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk og byggðir landsins. Við hljótum öll að vera sammála um að samþjöppun byggðar á suðvesturhorni landsins sé ekki heppileg. Öll viljum við blómlega byggð um allt land. Til að svo megi verða þarf að skapa ný tækifæri sem tækniþróun í hefðbundnum atvinnugreinum gerir mögulegt. Ef Ísland á að bjóða framúrskarandi lífskjör verður að auka tekjur okkar af útflutningi sem treystir stoðir okkar til lengri tíma. Við eigum að leggja áherslu á nýja og græna atvinnustefnu m.a. á grundvelli grænnar orku. Má þar nefna tækifæri í matvælaframleiðslu, eldsneytisframleiðslu og gagnaversiðnaði. Í vikunni nefndi forseti Indlands tækifæri til uppbyggingar gagnavera á Íslandi. Glöggt er gests augað. Við þurfum að skapa ný tækifæri og tryggja lífsgæði um allt land fyrir unga fólkið okkar, annars er hætta á að það leiti á önnur mið. Það er við þessar aðstæður sem ég gagnrýni umhverfisráðherra og segist ekki geta stutt ríkisstjórn sem fer fram með þá öfgastefnu sem hann boðar. Hér er málamiðlun nauðsynleg, á þeim grunni sem löggjafinn hefur lagt í þessum mikilvæga málaflokki.Jón Gunnarsson. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar