Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir Tansaníu ekki veita nægar upplýsingar um ebólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 12:19 Heilbrigðisstarfsmaður heldur á barni sem talið er vera sýkt af ebólu. getty/John Moore Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega. Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega.
Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21
Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03
Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29