Fundu 22 ára gamalt lík með Google Maps Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 21:56 Bíllinn hefur verið sýnilegur á gervihnattarmyndum frá árinu 2007 en enginn hefur tekið eftir honum fyrr en í sumar. Lögreglan í Palm Beach í Flórída fann nýverið lík manns sem hvarf þann 7. nóvember 1997. Lík William Moldt fannst í tjörn við Moon Bay Circle í Wellington eftir að fyrrverandi eigandi húss þar nærri sá bíl í vatninu á Google Maps. Sá hafði samband við gamlan nágranna sinn sem flaug dróna yfir svæðið og sannreyndi að bíll væri í vatninu. Beinagrind Moldt fannst svo í bílnum. Bíllinn fannst í ágúst, samkvæmt héraðsmiðlinum Local 10 News, en nú er búið að sannreyna að um lík Moldt er að ræða. Bíllinn hefur verið sýnilegur á gervihnattarmyndum frá árinu 2007 en enginn hefur tekið eftir honum fyrr en í sumar.Þegar Moldt hvarf var verið að smíða húsin í hverfinu. Samkvæmt BBC telur lögreglan að Moldt hafi misst stjórn á bílnum og endað í tjörninni. Þar hafi bíllinn og Moldt legið síðan. Ekki er talið að glæpur hafi átt sér stað en talskona lögreglunnar sagði vatnið hafa afmáð öll möguleg ummerki glæps, svo það væri í raun ómögulegt að segja til um hvað hefði gerst. „Það eina sem við vitum er að hann hvarf af yfirborði jarðar og nú er hann fundinn,“ sagði Theresa Barber. Moldt hafði verið á skemmtistað áður en hann hvarf en vitni sögðu á sínum tíma að hann hefði ekki virst ölvaður. Hann hringdi í kærustu sína um klukkan hálf tíu og sagðist ætla að koma heim bráðum og er hann sagður hafa lagt af stað um klukkan ellefu. Hann sást ekki aftur.Hér má sjá glitta í bílinn í vesturhluta tjarnarinnar. Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Lögreglan í Palm Beach í Flórída fann nýverið lík manns sem hvarf þann 7. nóvember 1997. Lík William Moldt fannst í tjörn við Moon Bay Circle í Wellington eftir að fyrrverandi eigandi húss þar nærri sá bíl í vatninu á Google Maps. Sá hafði samband við gamlan nágranna sinn sem flaug dróna yfir svæðið og sannreyndi að bíll væri í vatninu. Beinagrind Moldt fannst svo í bílnum. Bíllinn fannst í ágúst, samkvæmt héraðsmiðlinum Local 10 News, en nú er búið að sannreyna að um lík Moldt er að ræða. Bíllinn hefur verið sýnilegur á gervihnattarmyndum frá árinu 2007 en enginn hefur tekið eftir honum fyrr en í sumar.Þegar Moldt hvarf var verið að smíða húsin í hverfinu. Samkvæmt BBC telur lögreglan að Moldt hafi misst stjórn á bílnum og endað í tjörninni. Þar hafi bíllinn og Moldt legið síðan. Ekki er talið að glæpur hafi átt sér stað en talskona lögreglunnar sagði vatnið hafa afmáð öll möguleg ummerki glæps, svo það væri í raun ómögulegt að segja til um hvað hefði gerst. „Það eina sem við vitum er að hann hvarf af yfirborði jarðar og nú er hann fundinn,“ sagði Theresa Barber. Moldt hafði verið á skemmtistað áður en hann hvarf en vitni sögðu á sínum tíma að hann hefði ekki virst ölvaður. Hann hringdi í kærustu sína um klukkan hálf tíu og sagðist ætla að koma heim bráðum og er hann sagður hafa lagt af stað um klukkan ellefu. Hann sást ekki aftur.Hér má sjá glitta í bílinn í vesturhluta tjarnarinnar.
Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira