Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2025 06:30 Samkvæmt nýrri könnun mælist ímynd Bandaríkjaforseta á heimsvísu töluvert verri en ímynd forseta Kína og Rússlands. EPA/samsett Í fleiri löndum heimsins ríkir jákvæð sýn gagnvart Kína en til Bandaríkjanna og algjört hrun hefur orðið á ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu frá því í fyrra. Þá mælist ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta neikvæð í 82% landa um allan heim, en ímynd bæði Pútíns Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína mælist betri á heimsvísu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér. Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér.
Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira