Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. september 2019 07:00 „I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun