Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. september 2019 07:00 „I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
„I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun