Hlauparar leggja undir sig Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 10:18 Talsverð truflun verður á bílaumferð vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins. Vísir/Einar Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka árið 2019 er hafið en hlaupararnir í maraþoni og hálfmaraþoni voru ræstir af stað klukkan 8:30 í morgun en þeir sem fara tíu kílómetra leggja af stað klukkan 9:35. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is er í fullum gangi en rétt í þessu var 150 milljóna króna múrinn rofinn. Þetta segir Anna Lilja Sigurðardóttir upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur.Fjölmargir hafa styrkt gott málefni með því að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu.Vísir/EinarBúast má við talsverðum töfum á umferð bæði vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins og því þurfa hlauparar, bílstjórar og aðrir vegfarendur að gæta fyllstu varúðar. Fólk er hvatt til að skilja bílinn eftir og taka þess í stað strætó, sem verður ókeypis í dag.Sjá nánar: Um tvö hundruð viðburðir á MenningarnóttÞátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu munu setja sinn svip á borgina í dag.RSI.isLokað var fyrir bílaumferð í miðborginni klukkan sjö í morgun og verður ekki opnað á ný fyrr en eftir klukkan eitt eftir miðnætti. Lokaða svæðið afmarkast af Snorrabraut, gömlu Hringbraut, Ægisgötu og Mýrargötu. Sæbraut verður einnig lokuð frá Snorrabraut. Á vefsvæði Reykjavíkurmaraþonsins er síðan að finna frekari upplýsingar um umferðartafir. Sérstök skutluþjónusta Strætó verður í boði í dag fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á mitt hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá kl. 07:30 og fram yfir miðnætti eða þar til hátíðargestir eru farnir heim úr miðbænum. Skutlurnar aka frá Laugardalshöll með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju. Skutlustöðvar verða merktar. Hægt er að nálgast kort af akstursleiðum skutlu.Skutlþjónusta Strætó verður í boði í dag.Strætó Hlaup Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Seltjarnarnes Tengdar fréttir Konur öflugar í maraþoni Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar. 23. ágúst 2019 09:00 Um tvö hundruð viðburðir á Menningarnótt Frítt verður í strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu og verður miðborginni lokað frá Snorrabraut og Hringbraut. 23. ágúst 2019 12:30 Maraþonið springur út Edda Hermannsdóttir hleyptur hálft maraþon, en Katrín Jóhannsdóttir 10 kílómetra. 24. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka árið 2019 er hafið en hlaupararnir í maraþoni og hálfmaraþoni voru ræstir af stað klukkan 8:30 í morgun en þeir sem fara tíu kílómetra leggja af stað klukkan 9:35. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is er í fullum gangi en rétt í þessu var 150 milljóna króna múrinn rofinn. Þetta segir Anna Lilja Sigurðardóttir upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur.Fjölmargir hafa styrkt gott málefni með því að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu.Vísir/EinarBúast má við talsverðum töfum á umferð bæði vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins og því þurfa hlauparar, bílstjórar og aðrir vegfarendur að gæta fyllstu varúðar. Fólk er hvatt til að skilja bílinn eftir og taka þess í stað strætó, sem verður ókeypis í dag.Sjá nánar: Um tvö hundruð viðburðir á MenningarnóttÞátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu munu setja sinn svip á borgina í dag.RSI.isLokað var fyrir bílaumferð í miðborginni klukkan sjö í morgun og verður ekki opnað á ný fyrr en eftir klukkan eitt eftir miðnætti. Lokaða svæðið afmarkast af Snorrabraut, gömlu Hringbraut, Ægisgötu og Mýrargötu. Sæbraut verður einnig lokuð frá Snorrabraut. Á vefsvæði Reykjavíkurmaraþonsins er síðan að finna frekari upplýsingar um umferðartafir. Sérstök skutluþjónusta Strætó verður í boði í dag fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á mitt hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá kl. 07:30 og fram yfir miðnætti eða þar til hátíðargestir eru farnir heim úr miðbænum. Skutlurnar aka frá Laugardalshöll með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju. Skutlustöðvar verða merktar. Hægt er að nálgast kort af akstursleiðum skutlu.Skutlþjónusta Strætó verður í boði í dag.Strætó
Hlaup Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Seltjarnarnes Tengdar fréttir Konur öflugar í maraþoni Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar. 23. ágúst 2019 09:00 Um tvö hundruð viðburðir á Menningarnótt Frítt verður í strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu og verður miðborginni lokað frá Snorrabraut og Hringbraut. 23. ágúst 2019 12:30 Maraþonið springur út Edda Hermannsdóttir hleyptur hálft maraþon, en Katrín Jóhannsdóttir 10 kílómetra. 24. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Konur öflugar í maraþoni Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar. 23. ágúst 2019 09:00
Um tvö hundruð viðburðir á Menningarnótt Frítt verður í strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu og verður miðborginni lokað frá Snorrabraut og Hringbraut. 23. ágúst 2019 12:30
Maraþonið springur út Edda Hermannsdóttir hleyptur hálft maraþon, en Katrín Jóhannsdóttir 10 kílómetra. 24. ágúst 2019 07:30