Hefði Nóbelsverðlaunaskáldið kallað þá skemenn? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Það hefur verið með ólíkindum, hvernig bullið og ruglið um ESB-orkupakkana hefur flætt yfir bakkana, án efnisraka, góðra útskýringa eða skiljanlegs málflutnings. Það hefur verið talinn góður siður að hugsa og kynna sér málin fyrst og tjá sig svo á eftir. Hér, hins vegar, láta menn í stórum stíl – líka virðingarverðir menn og að margra mati góðir og klárir, líka merkir ritstjórar og fyrrverandi ráðherrar, svo að ekki sé nú talað um þá, sem hvort tveggja eru – móðan mása og spara ekki stóru orðin annaðhvort af þekkingarskorti eða í stórfelldum blekkingaleik. Þessi mannskapur heldur því fram, að Íslendingar búi yfir gífurlegri raforku, langt umfram aðra menn og þjóðir, og að vondir útlendingar og ESB-grýlur ásælist þennan mikla orkuauð okkar. Hver er sannleikurinn í málinu? Hér að neðan verður reynt, að koma kjarna hans að – þó að þetta verði kannske bara eins og dropi í ólgandi ósanninda- og blekkingahafið. „Orkan okkar“ – þar sem nokkrir þeirra eru samankomnir, sem Laxness hefði kannske kallað skemenn – segir m.a. þetta í heilsíðuauglýsingu í Mogga nýlega. „VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS.“ Þetta myndi auðvitað gera íslenzka raforku merkilega, og væri jafnvel hægt að tala um sérstök auðæfi, ef þetta væri nú bara satt og rétt. Og hver er sannleikurinn? ESB framleiðir (2017) 2.895.917.693 gígavattstundir af raforku. Og hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gígavattstundir. Íslenzk raforkuframleiðsla er sem sé aðeins 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Íslenzk raforka er þannig rétt upp í nös á ketti í evrópsku heildarsamhengi; það ásælist hana enginn og það hefur enginn minnsta áhuga á henni. Liggur ekki líka fyrir, að okkur kynni sjálf að skorta orku, til eigin nota, innan þriggja ára? Næstu meiriháttar rafstrengir verða lagðir yfir Miðjarðarhaf, frá Afríku til Evrópu, byggt á óendanlegri sólarorku þeirrar álfu, verði Evrópa þá ekki orðin sjálfri sér næg með sólar-, vind- og sjávarfallaorku. Og hvað meinti svo rithöfundurinn mikli með „skemaður“? Blekkingameistari, loddari, hræsnari, en reyndar líka seiðkarl. Simmi seiðkarl? Hljómar ekki illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það hefur verið með ólíkindum, hvernig bullið og ruglið um ESB-orkupakkana hefur flætt yfir bakkana, án efnisraka, góðra útskýringa eða skiljanlegs málflutnings. Það hefur verið talinn góður siður að hugsa og kynna sér málin fyrst og tjá sig svo á eftir. Hér, hins vegar, láta menn í stórum stíl – líka virðingarverðir menn og að margra mati góðir og klárir, líka merkir ritstjórar og fyrrverandi ráðherrar, svo að ekki sé nú talað um þá, sem hvort tveggja eru – móðan mása og spara ekki stóru orðin annaðhvort af þekkingarskorti eða í stórfelldum blekkingaleik. Þessi mannskapur heldur því fram, að Íslendingar búi yfir gífurlegri raforku, langt umfram aðra menn og þjóðir, og að vondir útlendingar og ESB-grýlur ásælist þennan mikla orkuauð okkar. Hver er sannleikurinn í málinu? Hér að neðan verður reynt, að koma kjarna hans að – þó að þetta verði kannske bara eins og dropi í ólgandi ósanninda- og blekkingahafið. „Orkan okkar“ – þar sem nokkrir þeirra eru samankomnir, sem Laxness hefði kannske kallað skemenn – segir m.a. þetta í heilsíðuauglýsingu í Mogga nýlega. „VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS.“ Þetta myndi auðvitað gera íslenzka raforku merkilega, og væri jafnvel hægt að tala um sérstök auðæfi, ef þetta væri nú bara satt og rétt. Og hver er sannleikurinn? ESB framleiðir (2017) 2.895.917.693 gígavattstundir af raforku. Og hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gígavattstundir. Íslenzk raforkuframleiðsla er sem sé aðeins 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Íslenzk raforka er þannig rétt upp í nös á ketti í evrópsku heildarsamhengi; það ásælist hana enginn og það hefur enginn minnsta áhuga á henni. Liggur ekki líka fyrir, að okkur kynni sjálf að skorta orku, til eigin nota, innan þriggja ára? Næstu meiriháttar rafstrengir verða lagðir yfir Miðjarðarhaf, frá Afríku til Evrópu, byggt á óendanlegri sólarorku þeirrar álfu, verði Evrópa þá ekki orðin sjálfri sér næg með sólar-, vind- og sjávarfallaorku. Og hvað meinti svo rithöfundurinn mikli með „skemaður“? Blekkingameistari, loddari, hræsnari, en reyndar líka seiðkarl. Simmi seiðkarl? Hljómar ekki illa.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun