Hvað með 80 km hraða? Hrönn Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Ég er ennþá á bensínbíl því miður en mun skipta í umhverfisvænni bíl um leið og ég hef ráð á því. Þangað til menga ég andrúmsloftið og mér þykir það leitt. Því hef ég tamið mér meiri sparakstur til að gera þó eitthvað í málunum, minnka hröðun og keyra hægar. Það er nokkuð auðvelt í borginni þó ég láti stundum berast með straumnum í Ártúnsbrekkunni eða Reykjanesbrautinni en erfiðara á þjóðvegunum. Tíðarandinn í dag segir okkur að keyra þar að lágmarki á 90 hvort sem þú ert á fólksbíl, með fellihýsi, hjólhýsi, á húsbíl eða á rútu. Ég hef tuðað við sjálfa mig og aðra en hef nú tekið þá ákvörðun að keyra á 80 km hraða þar sem ég var áður á 90 km/klst. Já ég er ein af þeim mörgu sem hef haldið mig á 90 km hraða og oft verið fyrir á vegunum. Nú verð ég fyrir enn fleirum en er hætt að láta það trufla mig. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aðallega tvær, streita og mengun. Fyrst um streituna en ég veit að ég er ekki ein um að finna til streitu á þjóðvegunum. Þið þekkið þetta. Mikill hraði, stutt milli bíla, glannalegur framúrakstur og troðningur og það hækkar eðlilega streitustigið og nóg er það fyrir í samfélaginu. Best að nefna að ég er ágætis bílstjóri og ræð vel við að keyra í umferðinni á vegaköflunum að höfuðborginni á annatímum. Ég ætla bara ekki lengur að bjóða sjálfri mér upp á þann kappakstur. Höfum í huga að streita er eitt af því skaðlegasta fyrir heilsuna í dag og er spáð verða mesti heilsuskaðvaldur framtíðarinnar. Ef ferðum um landið þarf að fylgja streituhormónabað þá segi ég nei takk við hraða því ég vil ekki hætta eigin heilsu og hætti heldur ekki að ferðast á milli staða. Við þurfum að breyta um takt í þjóðfélaginu og ég ætla að njóta frekar en þjóta. Varðandi mengunina þá er lífsskilyrðum á jörðinni stefnt í voða vegna hennar. Við höfum stuttan tíma til stefnu í að hindra skelfilega þróun og er jarðefnaeldsneyti að stórum hluta kennt um. Það skiptir því máli að keyra hægar til að spara eldsneyti. Einhverjum gæti þótt þessi breyting sem dropi í hafi en það má byrja þarna. Allur bílafloti landsins hlýtur að hafa eitthvað að segja á meðan hann er að mestu knúinn af jarðefnaeldsneyti. Verðum við ekki að taka okkur saman? Þetta yrði vissulega áskorun og breyting sem þarf að gefa sér tíma í. Aðlagast tilhugsuninni að fórna af eigin tíma og vera lengur á milli staða. Okkur langar öll að fara í ferðir hingað og þangað um landið án þess að það taki „eilífð“. Rétt eins og hægt er að spara aurinn og kasta krónunni þá er hægt að spara innihaldslítinn tíma og kasta gæðatíma. Við gætum gert ferðalagið að meiri gæðatíma með því að slá örlítið af hraðanum og ekki þarf að líta á aukinn ferðatíma sem tapaðar stundir. Vissulega lengir það líka tímann í vöru- og farþegaflutningum. Tíma sem í auknum mæli hefur kallað á hraða um og yfir 90 km/klst til að standast miðað við hraðann á mörgum rútum og flutningabílum. Tilheyrandi mengun og umferðarálag er ekki einkamál viðkomandi aðila. Byrjum á að lækka hraðann í skrefum og komum aðeins seinna á áfangastað næst. Bent er á að þau sem keyra hægt stuðli að meiri framúrakstri og vissulega safnast lengri bílaraðir. Á hinn bóginn er auðveldara að fara fram úr þeim sem keyra hægar. Ef ég „haga mér almennilega“ í umferðinni og keyri á 90+, þá er það engin lausn því fyrr en varir er einhver kominn allt of nálægt og liggur á að komast framhjá. Vegirnir eru sífellt að breikka og batna en vegakerfið hér verður seint hraðbrautakerfi. Sama hve bílarnir verða góðir og vegirnir fínir, vegakerfið er sveitavegakerfi ef svo má segja með vinstri beygjum inn á afleggjara þvert á umferð á móti og ótal hægribeyjum án afreina inn á útskot og afleggjara. Þannig vegakerfi er ekki fyrir meiri hraða. Elskum við sjálf okkur nógu mikið til að draga úr streitunni? Elskum við börnin okkar nægilega til að minnka hraðann? Þau taka jú við heitu jörðinni eftir 20 ár, muniði. Eigum við að kynda undir bálið með því að viðhalda þessari biluðu umferðarmenningu? Ég ætla í þann hóp sem segir nei takk við því og held að sá hópur fari stækkandi.Höfundur er leiðsögumaður og jógakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Loftslagsmál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er ennþá á bensínbíl því miður en mun skipta í umhverfisvænni bíl um leið og ég hef ráð á því. Þangað til menga ég andrúmsloftið og mér þykir það leitt. Því hef ég tamið mér meiri sparakstur til að gera þó eitthvað í málunum, minnka hröðun og keyra hægar. Það er nokkuð auðvelt í borginni þó ég láti stundum berast með straumnum í Ártúnsbrekkunni eða Reykjanesbrautinni en erfiðara á þjóðvegunum. Tíðarandinn í dag segir okkur að keyra þar að lágmarki á 90 hvort sem þú ert á fólksbíl, með fellihýsi, hjólhýsi, á húsbíl eða á rútu. Ég hef tuðað við sjálfa mig og aðra en hef nú tekið þá ákvörðun að keyra á 80 km hraða þar sem ég var áður á 90 km/klst. Já ég er ein af þeim mörgu sem hef haldið mig á 90 km hraða og oft verið fyrir á vegunum. Nú verð ég fyrir enn fleirum en er hætt að láta það trufla mig. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aðallega tvær, streita og mengun. Fyrst um streituna en ég veit að ég er ekki ein um að finna til streitu á þjóðvegunum. Þið þekkið þetta. Mikill hraði, stutt milli bíla, glannalegur framúrakstur og troðningur og það hækkar eðlilega streitustigið og nóg er það fyrir í samfélaginu. Best að nefna að ég er ágætis bílstjóri og ræð vel við að keyra í umferðinni á vegaköflunum að höfuðborginni á annatímum. Ég ætla bara ekki lengur að bjóða sjálfri mér upp á þann kappakstur. Höfum í huga að streita er eitt af því skaðlegasta fyrir heilsuna í dag og er spáð verða mesti heilsuskaðvaldur framtíðarinnar. Ef ferðum um landið þarf að fylgja streituhormónabað þá segi ég nei takk við hraða því ég vil ekki hætta eigin heilsu og hætti heldur ekki að ferðast á milli staða. Við þurfum að breyta um takt í þjóðfélaginu og ég ætla að njóta frekar en þjóta. Varðandi mengunina þá er lífsskilyrðum á jörðinni stefnt í voða vegna hennar. Við höfum stuttan tíma til stefnu í að hindra skelfilega þróun og er jarðefnaeldsneyti að stórum hluta kennt um. Það skiptir því máli að keyra hægar til að spara eldsneyti. Einhverjum gæti þótt þessi breyting sem dropi í hafi en það má byrja þarna. Allur bílafloti landsins hlýtur að hafa eitthvað að segja á meðan hann er að mestu knúinn af jarðefnaeldsneyti. Verðum við ekki að taka okkur saman? Þetta yrði vissulega áskorun og breyting sem þarf að gefa sér tíma í. Aðlagast tilhugsuninni að fórna af eigin tíma og vera lengur á milli staða. Okkur langar öll að fara í ferðir hingað og þangað um landið án þess að það taki „eilífð“. Rétt eins og hægt er að spara aurinn og kasta krónunni þá er hægt að spara innihaldslítinn tíma og kasta gæðatíma. Við gætum gert ferðalagið að meiri gæðatíma með því að slá örlítið af hraðanum og ekki þarf að líta á aukinn ferðatíma sem tapaðar stundir. Vissulega lengir það líka tímann í vöru- og farþegaflutningum. Tíma sem í auknum mæli hefur kallað á hraða um og yfir 90 km/klst til að standast miðað við hraðann á mörgum rútum og flutningabílum. Tilheyrandi mengun og umferðarálag er ekki einkamál viðkomandi aðila. Byrjum á að lækka hraðann í skrefum og komum aðeins seinna á áfangastað næst. Bent er á að þau sem keyra hægt stuðli að meiri framúrakstri og vissulega safnast lengri bílaraðir. Á hinn bóginn er auðveldara að fara fram úr þeim sem keyra hægar. Ef ég „haga mér almennilega“ í umferðinni og keyri á 90+, þá er það engin lausn því fyrr en varir er einhver kominn allt of nálægt og liggur á að komast framhjá. Vegirnir eru sífellt að breikka og batna en vegakerfið hér verður seint hraðbrautakerfi. Sama hve bílarnir verða góðir og vegirnir fínir, vegakerfið er sveitavegakerfi ef svo má segja með vinstri beygjum inn á afleggjara þvert á umferð á móti og ótal hægribeyjum án afreina inn á útskot og afleggjara. Þannig vegakerfi er ekki fyrir meiri hraða. Elskum við sjálf okkur nógu mikið til að draga úr streitunni? Elskum við börnin okkar nægilega til að minnka hraðann? Þau taka jú við heitu jörðinni eftir 20 ár, muniði. Eigum við að kynda undir bálið með því að viðhalda þessari biluðu umferðarmenningu? Ég ætla í þann hóp sem segir nei takk við því og held að sá hópur fari stækkandi.Höfundur er leiðsögumaður og jógakennari
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar