Vökvabúskapur okkar Teitur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun