Segir ástæðulaust að örvænta Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Jakob Einar Jakobsson hjá veitinganefnd SAF. Fréttablaðið/Eyþór. „Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03