Frappart hefur fengið það verkefni að dæma leik Liverpool og Chelsea um Ofurbikar UEFA en leikurinn fer fram í Istanbul 14. ágúst næstkomandi og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Frappart dæmdi á dögunum úrslitaleikinn á HM kvenna í Frakklandi og er líklega fremsti kvendómarinn í dag.
Stéphanie Frappart to break new ground by refereeing Liverpool v Chelsea in Super Cup https://t.co/NBlgTGop7f
— Guardian sport (@guardian_sport) August 2, 2019
Ofurbikar UEFA er leikur á milli liðanna sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síðustu leiktíð. Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Stéphanie Frappart mun hafa með sér tvo kvenkyns aðstoðardómara eða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neal frá Írlandi.
Hin 35 ára gamla Stéphanie Frappart hefur verið að stíga upp metorðastigann en hún dæmdi fyrst kvenna leik i frönsku karladeildinni á síðustu leiktíð. Hún dæmdi þá leik Amiens og Strasbourg.
Frappart er hins vegar ekki fyrsta konan sem dæmir karlaleik á vegum UEFA. Hin svissneska Nicole Petignat dæmdi þrjá leiki í forkeppni UEFA-bikarsins á árunum 2004 til 2009.