Horfin tíð á Hornströndum Þorvaldur Gylfason skrifar 8. ágúst 2019 08:45 Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:Í sárri neyð „Ég sný mér nú til yðar í sárri neyð okkar hér sem á þessum hala landsins búum og bið yður í nafni guðs að senda okkur lækni þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina því þeir eru okkur erfiðastir, bæði hvað tíðarfar og allar samgöngur varðar. Við getum ekki alltaf sótt hjálp til Ísafjarðar þó líf liggi við og þó að við kvörtum og þurfum á hjálp að halda. Það er ekki alltaf hægt að sinna okkur hér sökum veðurfars og annarra aðstæðna. Hér sem annars staðar hefur verið mikið um vesöld í haust. Ég á dreng 12 ára og telpu 10 ára sem bæði hafa verið mikið veik. Fyrst fengu þau einhvers konar taugatruflun eða hjartveiki og voru lengi lasin af því og hafa ekki náð sér enn. Síðar fengu þau uppköst og vellu í hálsinn, verk í höfði sem lagði ofan í hálsinn aftan. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið, en fleiri tilfelli hafa komið hér af þessu tagi. Og einn ungur drengur varð hálfmáttlaus í handlegg og var lasleiki hans svipaður og í mínum börnum að öðru leyti en því að þau urðu ekki máttlaus. Við vorum hálfhrædd við þetta og báðum Baldur Johnsen á Ísafirði að koma og athuga þetta, en sökum annríkis gat hann ekki sinnt því, hefur meira en nóg að gera maðurinn sá. Það er ekki alltaf hægt að rjúka með mikið veikt fólk til Ísafjarðar, t.d. konur sem ekki er hægt að hreyfa fyrir blóðlátum. Þetta hefur komið fyrir hér og ekki fyrir löngu síðan. Drengur sem ég á 15 ára gamall sem var við vinnu uppi á fjalli nú um tíma kom heim í dag töluvert meiddur á fæti. Hvern á að sækja til að athuga meiðsli? Mér finnst hann óbrotinn en finn vanmátt minn til að athuga þetta fyllilega þó drengurinn treysti mér fyllilega. Ekki er til neins að síma um svona hluti. Við höfum aðeins einn lækni og það er guð en það er ekki alltaf nóg. Já og nei. Það deyr svo margur að enginn hjálpar. Gætuð þér nú ekki haft einhver áhrif í þá átt að útvega okkur góðan lækni er fengist til að vera hér í vetur þó ekki væri til lengri tíma. Þetta er óbærilegt eins og það hefur verið og er nú.“ Átthagaást „Þér getið sagt sem svo: Það er enginn að biðja fólk að vera þarna þar sem enginn menntaður maður vill vera eða getur þrifist. En það er nú svo. Það hafa ekki allir ástæður né löngun til að rífa sig upp með rótum þaðan sem þeir einu sinni eru búnir að hreiðra um sig bara til að elta fjöldann og læknana. Það getur annað afl verið sterkara sem við köllum átthagaást, en hún getur líka e.t.v. stundum verið of dýru verði keypt, þessi tryggð við það sem við köllum heima og þá lífsvenju að vera okkar eigin húsbændur og sækja ekki vinnu til annarra. Jæja Vilmundur. Þá fer ég að hætta þessum bréfaskriftum. Þetta er orðið lengra en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Víkin mín er nú að klæðast haustfötunum og sjórinn er farinn að hækka raustina og sendir freyðandi hvítar öldur upp að grundinni sem húsið okkar stendur á. Þar sat einu sinni lítill drengur og lék sér með ofurlítinn seppa er ég átti. Þá var sól og sumar, ég var að vinna í garðholunni minni og virti unga manninn fyrir mér þar sem hann horfði út á spegilsléttan sjóinn og hversu mjúklega hann lét sér að hundinum mínum. Skyldi honum þykja eins gaman að sjá sjóinn þegar hann er sem reiðastur og víkin öll eitt brot svo að löðrið teygir sig upp á græna, slétta blettinn sem hann hvíldi á þá? Þennan dreng áttuð þér. Þér voruð þá hér á ferð og hann var með yður. Guð blessi hann og yður. Ég hef enga afsökun fyrir þessu masi mínu, get tæplega búist við að þér lesið það til enda, bið velvirðingar á því sem er ábótavant. Ég vona að þér gerið allt sem þér getið til að útvega okkur lækni. Með vinsemd og einlægri virðingu. Margrét Magnúsdóttir, Sæbóli, Aðalvík.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:Í sárri neyð „Ég sný mér nú til yðar í sárri neyð okkar hér sem á þessum hala landsins búum og bið yður í nafni guðs að senda okkur lækni þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina því þeir eru okkur erfiðastir, bæði hvað tíðarfar og allar samgöngur varðar. Við getum ekki alltaf sótt hjálp til Ísafjarðar þó líf liggi við og þó að við kvörtum og þurfum á hjálp að halda. Það er ekki alltaf hægt að sinna okkur hér sökum veðurfars og annarra aðstæðna. Hér sem annars staðar hefur verið mikið um vesöld í haust. Ég á dreng 12 ára og telpu 10 ára sem bæði hafa verið mikið veik. Fyrst fengu þau einhvers konar taugatruflun eða hjartveiki og voru lengi lasin af því og hafa ekki náð sér enn. Síðar fengu þau uppköst og vellu í hálsinn, verk í höfði sem lagði ofan í hálsinn aftan. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið, en fleiri tilfelli hafa komið hér af þessu tagi. Og einn ungur drengur varð hálfmáttlaus í handlegg og var lasleiki hans svipaður og í mínum börnum að öðru leyti en því að þau urðu ekki máttlaus. Við vorum hálfhrædd við þetta og báðum Baldur Johnsen á Ísafirði að koma og athuga þetta, en sökum annríkis gat hann ekki sinnt því, hefur meira en nóg að gera maðurinn sá. Það er ekki alltaf hægt að rjúka með mikið veikt fólk til Ísafjarðar, t.d. konur sem ekki er hægt að hreyfa fyrir blóðlátum. Þetta hefur komið fyrir hér og ekki fyrir löngu síðan. Drengur sem ég á 15 ára gamall sem var við vinnu uppi á fjalli nú um tíma kom heim í dag töluvert meiddur á fæti. Hvern á að sækja til að athuga meiðsli? Mér finnst hann óbrotinn en finn vanmátt minn til að athuga þetta fyllilega þó drengurinn treysti mér fyllilega. Ekki er til neins að síma um svona hluti. Við höfum aðeins einn lækni og það er guð en það er ekki alltaf nóg. Já og nei. Það deyr svo margur að enginn hjálpar. Gætuð þér nú ekki haft einhver áhrif í þá átt að útvega okkur góðan lækni er fengist til að vera hér í vetur þó ekki væri til lengri tíma. Þetta er óbærilegt eins og það hefur verið og er nú.“ Átthagaást „Þér getið sagt sem svo: Það er enginn að biðja fólk að vera þarna þar sem enginn menntaður maður vill vera eða getur þrifist. En það er nú svo. Það hafa ekki allir ástæður né löngun til að rífa sig upp með rótum þaðan sem þeir einu sinni eru búnir að hreiðra um sig bara til að elta fjöldann og læknana. Það getur annað afl verið sterkara sem við köllum átthagaást, en hún getur líka e.t.v. stundum verið of dýru verði keypt, þessi tryggð við það sem við köllum heima og þá lífsvenju að vera okkar eigin húsbændur og sækja ekki vinnu til annarra. Jæja Vilmundur. Þá fer ég að hætta þessum bréfaskriftum. Þetta er orðið lengra en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Víkin mín er nú að klæðast haustfötunum og sjórinn er farinn að hækka raustina og sendir freyðandi hvítar öldur upp að grundinni sem húsið okkar stendur á. Þar sat einu sinni lítill drengur og lék sér með ofurlítinn seppa er ég átti. Þá var sól og sumar, ég var að vinna í garðholunni minni og virti unga manninn fyrir mér þar sem hann horfði út á spegilsléttan sjóinn og hversu mjúklega hann lét sér að hundinum mínum. Skyldi honum þykja eins gaman að sjá sjóinn þegar hann er sem reiðastur og víkin öll eitt brot svo að löðrið teygir sig upp á græna, slétta blettinn sem hann hvíldi á þá? Þennan dreng áttuð þér. Þér voruð þá hér á ferð og hann var með yður. Guð blessi hann og yður. Ég hef enga afsökun fyrir þessu masi mínu, get tæplega búist við að þér lesið það til enda, bið velvirðingar á því sem er ábótavant. Ég vona að þér gerið allt sem þér getið til að útvega okkur lækni. Með vinsemd og einlægri virðingu. Margrét Magnúsdóttir, Sæbóli, Aðalvík.“
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar