Hornstrandir Kanna hvort fleiri bjarndýr leynist fyrir vestan Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, ásamt lögreglumanni af Vestfjörðum, kanna nú hvort hvítabirni sé að finna í Jökulfjörðum eða á Hornströndum. Engar vísbendingar eru um að fleiri dýr en það sem fellt var fyrir helgi hafi komið til landsins, en lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir gott að leita af sér allan grun. Innlent 23.9.2024 12:29 Hvers vegna að fella ísbirni? Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar. Innlent 20.9.2024 22:31 Búið að taka sýni úr ungu birnunni Búið er að taka ýmis sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær. Næst á dagskrá er að greina sýnin til að komast að því hvort hann hafi borið með sér einhverja sjúkdóma og til að komast að því af hvaða stofni hann var. Hvítabjörninn var kvendýr og var um 163 sentímetrar að lengd. Innlent 20.9.2024 13:59 Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. Innlent 20.9.2024 09:55 Kona á níræðisaldri sá björninn í þriggja metra fjarlægð Ásthildur Gunnarsdóttir, kona á níræðisaldri, var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá. Innlent 19.9.2024 17:25 Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Hvítabjörn sem kom á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var felldur nú fyrir skömmu. Hann fannst skammt frá sumarhúsi, þar sem konan sem tilkynnti um hann dvaldist einsömul. Innlent 19.9.2024 16:01 Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. Innlent 19.9.2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Innlent 19.9.2024 14:26 Amaði ekkert að ferðamönnum sem sendu neyðarboðin Ekkert amaði að erlendum ferðamanni sem sendi neyðarboð úr neyðarskýli í Hlöðuvík fyrr í dag. Áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar komst í samband við ferðafólkið á tíunda tímanum í kvöld. Innlent 5.9.2024 22:16 Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. Innlent 5.9.2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. Innlent 5.9.2024 16:13 Þyrlusveitin kölluð til fjórum sinnum síðasta sólarhringinn Þyrlusveitir Landhelgisgæslunnar hafa sinnt fjórum útköllum síðasta sólarhringinn ofan á það að hafa sinnt viðbragði við Breiðamerkurjökli í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir þyrlusveitina hafa sinnt sjúkraflugi vegna bráðra veikinda á Hvammstanga, Hornbjargi og Grundarfirði og svo á skemmtiferðaskipi sem var um 150 sjómílur norður af Ísafirði. Innlent 27.8.2024 11:20 Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Innlent 24.7.2024 16:22 Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. Innlent 23.7.2024 14:29 Sækja slasaðan göngumann á Hornstrandir Björgunarfélag Ísafjarðar var boðað í morgun til björgunaraðgerða í Hornvík þar sem maður hafði slasast á fæti. Innlent 16.7.2024 13:23 Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið. Innlent 17.3.2024 10:34 „Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“ Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins. Innlent 17.7.2023 11:28 Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. Innlent 16.7.2023 21:30 Laus brunndæla til bjargar þegar farþegaskip sigldi á hval Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki. Innlent 11.1.2023 16:15 Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Innlent 21.12.2022 15:55 Meintur ísbjörn reyndist vera selur Ferðamenn í Hornvík tilkynntu lögreglunni á Vestfjörðum að þau töldu sig hafa séð ísbjörn á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðinu en meinti ísbjörninn var líklegast hvítur útselur. Innlent 28.8.2022 20:14 Þyrluflugmenn fá að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum. Innlent 5.5.2022 15:28 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. Innlent 19.2.2022 09:20 Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi. Innlent 1.12.2021 22:01 „Hornstrandirnar lokka mann að sér“ „Það er magnað að sigla út frá Ísafirði. Fjöllin á sjóndeildarhringnum virka mjög smá og lítilfjörleg,“ segir Steve Lewis, ævintýramaður og kvikmyndaframleiðandi. Lífið 12.9.2021 07:01 Saurinn reyndist svo sannarlega úr álft Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft. Innlent 29.6.2021 15:44 Björgunarskip Landsbjargar kemur fótbrotinni konu til bjargar Björgunarskip Landsbjargar er nú á leið frá Ísafirði til Hornvíkur á Hornströndum. Landsbjörg tilkynnti fyrir stuttu að göngukona hefði hrasað og sé talin fótbrotin. Innlent 26.6.2021 15:41 Ísbjörninn sem reyndist líklega álft Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða. Innlent 23.6.2021 12:00 Telja ekki um hvítabjörn að ræða Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn. Innlent 23.6.2021 06:08 Leita á Hornströndum vegna mögulegra ummerkja um ísbjörn Leit stendur nú yfir á Hornströndum eftir að gönguhópur tilkynnti lögreglu á Vestfjörðum um ummerki eftir mögulegan ísbjörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum á öðrum tímanum í nótt. Innlent 23.6.2021 02:26 « ‹ 1 2 ›
Kanna hvort fleiri bjarndýr leynist fyrir vestan Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, ásamt lögreglumanni af Vestfjörðum, kanna nú hvort hvítabirni sé að finna í Jökulfjörðum eða á Hornströndum. Engar vísbendingar eru um að fleiri dýr en það sem fellt var fyrir helgi hafi komið til landsins, en lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir gott að leita af sér allan grun. Innlent 23.9.2024 12:29
Hvers vegna að fella ísbirni? Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar. Innlent 20.9.2024 22:31
Búið að taka sýni úr ungu birnunni Búið er að taka ýmis sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær. Næst á dagskrá er að greina sýnin til að komast að því hvort hann hafi borið með sér einhverja sjúkdóma og til að komast að því af hvaða stofni hann var. Hvítabjörninn var kvendýr og var um 163 sentímetrar að lengd. Innlent 20.9.2024 13:59
Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. Innlent 20.9.2024 09:55
Kona á níræðisaldri sá björninn í þriggja metra fjarlægð Ásthildur Gunnarsdóttir, kona á níræðisaldri, var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá. Innlent 19.9.2024 17:25
Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Hvítabjörn sem kom á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var felldur nú fyrir skömmu. Hann fannst skammt frá sumarhúsi, þar sem konan sem tilkynnti um hann dvaldist einsömul. Innlent 19.9.2024 16:01
Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. Innlent 19.9.2024 14:59
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Innlent 19.9.2024 14:26
Amaði ekkert að ferðamönnum sem sendu neyðarboðin Ekkert amaði að erlendum ferðamanni sem sendi neyðarboð úr neyðarskýli í Hlöðuvík fyrr í dag. Áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar komst í samband við ferðafólkið á tíunda tímanum í kvöld. Innlent 5.9.2024 22:16
Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. Innlent 5.9.2024 20:17
Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. Innlent 5.9.2024 16:13
Þyrlusveitin kölluð til fjórum sinnum síðasta sólarhringinn Þyrlusveitir Landhelgisgæslunnar hafa sinnt fjórum útköllum síðasta sólarhringinn ofan á það að hafa sinnt viðbragði við Breiðamerkurjökli í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir þyrlusveitina hafa sinnt sjúkraflugi vegna bráðra veikinda á Hvammstanga, Hornbjargi og Grundarfirði og svo á skemmtiferðaskipi sem var um 150 sjómílur norður af Ísafirði. Innlent 27.8.2024 11:20
Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Innlent 24.7.2024 16:22
Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. Innlent 23.7.2024 14:29
Sækja slasaðan göngumann á Hornstrandir Björgunarfélag Ísafjarðar var boðað í morgun til björgunaraðgerða í Hornvík þar sem maður hafði slasast á fæti. Innlent 16.7.2024 13:23
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið. Innlent 17.3.2024 10:34
„Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“ Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins. Innlent 17.7.2023 11:28
Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. Innlent 16.7.2023 21:30
Laus brunndæla til bjargar þegar farþegaskip sigldi á hval Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki. Innlent 11.1.2023 16:15
Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Innlent 21.12.2022 15:55
Meintur ísbjörn reyndist vera selur Ferðamenn í Hornvík tilkynntu lögreglunni á Vestfjörðum að þau töldu sig hafa séð ísbjörn á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðinu en meinti ísbjörninn var líklegast hvítur útselur. Innlent 28.8.2022 20:14
Þyrluflugmenn fá að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum. Innlent 5.5.2022 15:28
Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. Innlent 19.2.2022 09:20
Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi. Innlent 1.12.2021 22:01
„Hornstrandirnar lokka mann að sér“ „Það er magnað að sigla út frá Ísafirði. Fjöllin á sjóndeildarhringnum virka mjög smá og lítilfjörleg,“ segir Steve Lewis, ævintýramaður og kvikmyndaframleiðandi. Lífið 12.9.2021 07:01
Saurinn reyndist svo sannarlega úr álft Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft. Innlent 29.6.2021 15:44
Björgunarskip Landsbjargar kemur fótbrotinni konu til bjargar Björgunarskip Landsbjargar er nú á leið frá Ísafirði til Hornvíkur á Hornströndum. Landsbjörg tilkynnti fyrir stuttu að göngukona hefði hrasað og sé talin fótbrotin. Innlent 26.6.2021 15:41
Ísbjörninn sem reyndist líklega álft Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða. Innlent 23.6.2021 12:00
Telja ekki um hvítabjörn að ræða Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn. Innlent 23.6.2021 06:08
Leita á Hornströndum vegna mögulegra ummerkja um ísbjörn Leit stendur nú yfir á Hornströndum eftir að gönguhópur tilkynnti lögreglu á Vestfjörðum um ummerki eftir mögulegan ísbjörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum á öðrum tímanum í nótt. Innlent 23.6.2021 02:26
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent