Er ráðlagt að slitastjórnarmenn séu skipaðir skiptastjórar? Diljá Helgadóttir skrifar 23. júlí 2019 14:51 Í grein þessari verður sjónum beint að því hvort það sé ráðlagt að slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja séu skipaðir skiptastjórar þeirra? Sú umfjöllun snýr m.a. að hæfi skiptastjóra auk þess verður fjallað um afleiðingar vanhæfis og því velt upp hvort rétt sé að skipa slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja sem skiptastjóra þegar bú þeirra eru tekin til skipta. En slíkt hefur raunar tíðkast í framkvæmd. Að sama skapi rýnir höfundur stuttlega í dóm Hæstaréttar Hrd. 12. júní 2019 í máli nr. 20/2019 (Þb. Saga Capital hf. gegn F fasteignafélagi ehf.). Þar bendir Hæstiréttur á að úr ágreiningi um þóknun slitastjórnarmanna fyrir störf í þágu slitabús verði ekki leyst í máli sem rekið er eftir ákvæðum 5. þáttar laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. (hér skammstöfuð „gþl.“), heldur hefði þrotabú félagsins, ef það vildi ekki una ráðstöfunninni, þurft að höfða mál til riftunar og endurheimtu á þóknunni til slitastjórnarmannanna eftir reglum XX. kafla gþl. Sú nálgun er athyglisverð þar sem tveir slitastjórnarmannanna voru skipaðir skiptastjórar félagsins og verður að telja afar ólíklegt að slíkir aðilar krefjist riftunar á ráðstöfun sem fól í sér þóknanir til þeirra sjálfra.Almenn og sérstök hæfisskilyrði skiptastjóra Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem falin er meðferð þrotabúa, njóti almenns trausts og virðingar. Í 2. mgr. 75. gr. gþl. er fjallað um almenn og sérstök hæfisskilyrði til þess að gegna starfi skiptastjóra, en ekki verður vikið að almennu hæfisskilyrðunum hér. Hvað varðar sértök hæfisskilyrði þá má enginn starfa við meðferð búsins, sem væri vanhæfur dómari í einkamáli sem þrotamaðurinn eða sá sem á kröfu á hendur þrotabúinu ætti aðild að eða ef félag eða stofnun sem er til gjaldþrotaskipta, í einkamáli sem stjórnarmenn félagsins eða starfsmenn sem hafa haft daglega að stjórn félagsins eða stofnunarinnar með höndum ættu aðild að, sbr. 4-6. tl. 2. mgr. 75. gr. gþl. Af þessu má ráða að ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 (hér eftir skammstöfuð „eml“) um sérstakt hæfi dómara verði beitt um hæfi skiptastjóra. Afleiðingar vanhæfis Afleiðingar vanhæfis eru þær, að skiptastjóri getur ekki sinnt starfi sínu. Það á því ekki að skipa vanhæfan mann og hafi hann þegar verið skipaður, ber að láta hann hætta störfum um leið og ástæður vanhæfis liggja fyrir eða verða þekktar. Krefjist skiptastjóri ekki sjálfur lausnar frá starfanum skal héraðsdómari víkja honum úr starfi eftir ákvæðum 2. mgr. 76. gr. gþl. með úrskurði ef þarf. Í dönskum rétti er lagt til grundvallar að þeir samningar sem skiptastjóri hefur gert fyrir hönd búsins á meðan hann fór með það kunni að vera ógildir ef vanhæfisástæður teljast hafa sett mark sitt á samninginn og viðsemjandinn var grandsamur. Sennilega væri unnt að ógilda slíka samninga á grundvelli III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Kröfuhafar geta einnig borið upp skriflegar aðfinnslur við störf skiptastjóra við héraðsdóm og krafist þess að skiptastjóra verði vikið úr starfi með úrskurði, sbr. 1. mgr. 76. gr. gþl. Aðeins kröfuhafar geta haft uppi aðfinnslur við störf skiptastjóra, sbr. Hrd. 30. mars 2017 í máli nr. 156/2017. Í málinu var staðfest að þrotamaður sem ekki á kröfu á hendur búinu, hefur ekki heimild til að krefjast úrskurðar dómara um hvort víkja beri skiptastjóra úr starfi sökum vanhæfis, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 76. gr. gþl. Ef atvik eru á hinn bóginn þau að skiptastjóri tengist kröfuhafa á hendur þrotabúinu og það varðar þannig aðeins afmarkað verk og hefur engin áhrif á önnur störf, má fara þá leið að skipa annan mann til að leysa þetta tiltekna verk af hendi, sbr. 5. mgr. 75. gr. gþl. Í því sambandi verður héraðsdómari að skipa annan mann sem fullnægir hæfisskilyrðunum til þessara starfa með bókun í þingbók. Í framkvæmd er talað um að ad hoc skiptastjóri sé skipaður, en það kann að vera að hann þurfi að taka afstöðu til ákveðinna krafna eða höfða riftunarmál vegna framangreinds. Að auki má benda á að aðili sem hefur verið til aðstoðar þrotabúinu á fyrri stigum, s.s. aðstoðarmaður við greiðslustöðvun, getur ekki komið til álita sem skiptastjóri vegna tengsla sinna við þrotamanninn, sbr. b-lið 5. gr. eml.Slitastjórnarmenn og skiptastjórar Í kjölfar efnahagshrunsins skipuðu dómstólar hiklaust slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja skiptastjóra, ef kom til gjaldþrots þeirra. Samkvæmt 4. mgr. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 gilda reglur um skiptastjóra við gjaldþrotaskipti um skipun slitastjórnar nema á annan veg sé mælt í lögunum. Sumir skiptastjórar höfðu verið aðstoðarmenn í greiðslustöðvun þeirra. Höfundur gagnrýnir þessa framkvæmd. Slitastjórnarmaður fjármálafyrirtækis er augljóslega í þeirri stöðu, að hann myndi teljast vanhæfur til að vera dómari í einkamáli sem fyrirtækið væri aðili að. Er því ljóst að slíkur aðili hefði ekki átt að koma til álita sem skiptastjóri viðkomandi fjármálafyrirtækisins ef það yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Dómur Hæstaréttar Hrd. 12. júní 2019 í máli nr. 20/2019 rennir stoðum undir þá ályktun höfundar að ekki sé ráðlagt að skipa slitastjórnarmenn sem skiptastjóra viðkomandi fjármálafyrirtækis. Eins og áður er rakið, var í málinu krafist að ógilt væri ákvörðun kröfuhafafundar, sem haldinn var við slitameðferð á Saga Capital hf. þann 15. apríl 2016, um greiðslu þóknana til slitastjórnar félagsins. Hæstiréttur vísaði málinu frá héraðsdómi á þeim grundvelli að engin stoð væri fyrir því í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eða gþl. að reka dómsmál á hendur slitastjórnarmönnum í þeim búningi sem ágreiningurinn var klæddur, þ.e. sem ágreining um þóknunina, sem slitastjórnarmenn greiddu sér á grundvelli ákvörðunar kröfuhafafundarins í Saga Capital hf. þann 15. apríl 2016. Þá bendir Hæstiréttur á að þrotabú félagsins, verði að leita riftunar á ráðstöfuninni eftir reglum XX. kafla gþl. vilji það ekki una henni. Í þessu sambandi er rétt að benda á að heimild til riftunar er háð tímanlegum viðmiðunum fyrir frestdag. Gæta þarf einnig að því að dómsmál til að koma fram riftun þarf að höfða áður en sex mánuðir eru liðnir frá því skiptastjóri átti þess kost að gera riftunarkröfuna, sbr. 1. mgr. 148. gr. gþl. Frestur þessi byrjar þó aldrei að líða fyrr en við lok kröfulýsingarfrests. Úrskurður um gjaldþrotaskipti Saga Capital var kveðinn upp þann 19. janúar 2018 og því ljóst að tímafrestirnir til þess að koma fram riftun er liðnir og riftun verður því eigi komið fram. Hverjar eru þá afleiðingarnar? Eins og fyrr sagði eru skiptastjórar ekki líklegir til þess að vilja rifta eigin þóknun. Velta má því upp hvort íslenska ríkið gæti orðið skaðabótaskylt (að því gefnu að tjón sé fyrir hendi) þar sem það er látið viðgangast að skipa slitastjórnarmenn sem skipastjóra. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Helgadóttir Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í grein þessari verður sjónum beint að því hvort það sé ráðlagt að slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja séu skipaðir skiptastjórar þeirra? Sú umfjöllun snýr m.a. að hæfi skiptastjóra auk þess verður fjallað um afleiðingar vanhæfis og því velt upp hvort rétt sé að skipa slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja sem skiptastjóra þegar bú þeirra eru tekin til skipta. En slíkt hefur raunar tíðkast í framkvæmd. Að sama skapi rýnir höfundur stuttlega í dóm Hæstaréttar Hrd. 12. júní 2019 í máli nr. 20/2019 (Þb. Saga Capital hf. gegn F fasteignafélagi ehf.). Þar bendir Hæstiréttur á að úr ágreiningi um þóknun slitastjórnarmanna fyrir störf í þágu slitabús verði ekki leyst í máli sem rekið er eftir ákvæðum 5. þáttar laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. (hér skammstöfuð „gþl.“), heldur hefði þrotabú félagsins, ef það vildi ekki una ráðstöfunninni, þurft að höfða mál til riftunar og endurheimtu á þóknunni til slitastjórnarmannanna eftir reglum XX. kafla gþl. Sú nálgun er athyglisverð þar sem tveir slitastjórnarmannanna voru skipaðir skiptastjórar félagsins og verður að telja afar ólíklegt að slíkir aðilar krefjist riftunar á ráðstöfun sem fól í sér þóknanir til þeirra sjálfra.Almenn og sérstök hæfisskilyrði skiptastjóra Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem falin er meðferð þrotabúa, njóti almenns trausts og virðingar. Í 2. mgr. 75. gr. gþl. er fjallað um almenn og sérstök hæfisskilyrði til þess að gegna starfi skiptastjóra, en ekki verður vikið að almennu hæfisskilyrðunum hér. Hvað varðar sértök hæfisskilyrði þá má enginn starfa við meðferð búsins, sem væri vanhæfur dómari í einkamáli sem þrotamaðurinn eða sá sem á kröfu á hendur þrotabúinu ætti aðild að eða ef félag eða stofnun sem er til gjaldþrotaskipta, í einkamáli sem stjórnarmenn félagsins eða starfsmenn sem hafa haft daglega að stjórn félagsins eða stofnunarinnar með höndum ættu aðild að, sbr. 4-6. tl. 2. mgr. 75. gr. gþl. Af þessu má ráða að ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 (hér eftir skammstöfuð „eml“) um sérstakt hæfi dómara verði beitt um hæfi skiptastjóra. Afleiðingar vanhæfis Afleiðingar vanhæfis eru þær, að skiptastjóri getur ekki sinnt starfi sínu. Það á því ekki að skipa vanhæfan mann og hafi hann þegar verið skipaður, ber að láta hann hætta störfum um leið og ástæður vanhæfis liggja fyrir eða verða þekktar. Krefjist skiptastjóri ekki sjálfur lausnar frá starfanum skal héraðsdómari víkja honum úr starfi eftir ákvæðum 2. mgr. 76. gr. gþl. með úrskurði ef þarf. Í dönskum rétti er lagt til grundvallar að þeir samningar sem skiptastjóri hefur gert fyrir hönd búsins á meðan hann fór með það kunni að vera ógildir ef vanhæfisástæður teljast hafa sett mark sitt á samninginn og viðsemjandinn var grandsamur. Sennilega væri unnt að ógilda slíka samninga á grundvelli III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Kröfuhafar geta einnig borið upp skriflegar aðfinnslur við störf skiptastjóra við héraðsdóm og krafist þess að skiptastjóra verði vikið úr starfi með úrskurði, sbr. 1. mgr. 76. gr. gþl. Aðeins kröfuhafar geta haft uppi aðfinnslur við störf skiptastjóra, sbr. Hrd. 30. mars 2017 í máli nr. 156/2017. Í málinu var staðfest að þrotamaður sem ekki á kröfu á hendur búinu, hefur ekki heimild til að krefjast úrskurðar dómara um hvort víkja beri skiptastjóra úr starfi sökum vanhæfis, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 76. gr. gþl. Ef atvik eru á hinn bóginn þau að skiptastjóri tengist kröfuhafa á hendur þrotabúinu og það varðar þannig aðeins afmarkað verk og hefur engin áhrif á önnur störf, má fara þá leið að skipa annan mann til að leysa þetta tiltekna verk af hendi, sbr. 5. mgr. 75. gr. gþl. Í því sambandi verður héraðsdómari að skipa annan mann sem fullnægir hæfisskilyrðunum til þessara starfa með bókun í þingbók. Í framkvæmd er talað um að ad hoc skiptastjóri sé skipaður, en það kann að vera að hann þurfi að taka afstöðu til ákveðinna krafna eða höfða riftunarmál vegna framangreinds. Að auki má benda á að aðili sem hefur verið til aðstoðar þrotabúinu á fyrri stigum, s.s. aðstoðarmaður við greiðslustöðvun, getur ekki komið til álita sem skiptastjóri vegna tengsla sinna við þrotamanninn, sbr. b-lið 5. gr. eml.Slitastjórnarmenn og skiptastjórar Í kjölfar efnahagshrunsins skipuðu dómstólar hiklaust slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja skiptastjóra, ef kom til gjaldþrots þeirra. Samkvæmt 4. mgr. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 gilda reglur um skiptastjóra við gjaldþrotaskipti um skipun slitastjórnar nema á annan veg sé mælt í lögunum. Sumir skiptastjórar höfðu verið aðstoðarmenn í greiðslustöðvun þeirra. Höfundur gagnrýnir þessa framkvæmd. Slitastjórnarmaður fjármálafyrirtækis er augljóslega í þeirri stöðu, að hann myndi teljast vanhæfur til að vera dómari í einkamáli sem fyrirtækið væri aðili að. Er því ljóst að slíkur aðili hefði ekki átt að koma til álita sem skiptastjóri viðkomandi fjármálafyrirtækisins ef það yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Dómur Hæstaréttar Hrd. 12. júní 2019 í máli nr. 20/2019 rennir stoðum undir þá ályktun höfundar að ekki sé ráðlagt að skipa slitastjórnarmenn sem skiptastjóra viðkomandi fjármálafyrirtækis. Eins og áður er rakið, var í málinu krafist að ógilt væri ákvörðun kröfuhafafundar, sem haldinn var við slitameðferð á Saga Capital hf. þann 15. apríl 2016, um greiðslu þóknana til slitastjórnar félagsins. Hæstiréttur vísaði málinu frá héraðsdómi á þeim grundvelli að engin stoð væri fyrir því í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eða gþl. að reka dómsmál á hendur slitastjórnarmönnum í þeim búningi sem ágreiningurinn var klæddur, þ.e. sem ágreining um þóknunina, sem slitastjórnarmenn greiddu sér á grundvelli ákvörðunar kröfuhafafundarins í Saga Capital hf. þann 15. apríl 2016. Þá bendir Hæstiréttur á að þrotabú félagsins, verði að leita riftunar á ráðstöfuninni eftir reglum XX. kafla gþl. vilji það ekki una henni. Í þessu sambandi er rétt að benda á að heimild til riftunar er háð tímanlegum viðmiðunum fyrir frestdag. Gæta þarf einnig að því að dómsmál til að koma fram riftun þarf að höfða áður en sex mánuðir eru liðnir frá því skiptastjóri átti þess kost að gera riftunarkröfuna, sbr. 1. mgr. 148. gr. gþl. Frestur þessi byrjar þó aldrei að líða fyrr en við lok kröfulýsingarfrests. Úrskurður um gjaldþrotaskipti Saga Capital var kveðinn upp þann 19. janúar 2018 og því ljóst að tímafrestirnir til þess að koma fram riftun er liðnir og riftun verður því eigi komið fram. Hverjar eru þá afleiðingarnar? Eins og fyrr sagði eru skiptastjórar ekki líklegir til þess að vilja rifta eigin þóknun. Velta má því upp hvort íslenska ríkið gæti orðið skaðabótaskylt (að því gefnu að tjón sé fyrir hendi) þar sem það er látið viðgangast að skipa slitastjórnarmenn sem skipastjóra. Höfundur er lögfræðingur
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun