Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 10:39 Svona gæti nýi fimmtíu punda seðillinn með ásjónu Turing litið út. Seðillinn verður síðasti pappírsseðillinn sem skipt verður út fyrir plastseðla. Vísir/EPA Seðlabanki Englands hefur tilkynnt að Alan Turing, frumkvöðull í tölvunarfræði og hetja Bretlands úr síðari heimsstyrjöldinni, verði á fimmtíu punda peningaseðli sem gefinn verður út árið 2021. Turing leysti dulmál nasista í stríðinu en sætti ofsóknum yfirvalda í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Ákveðið hafði verið að andlit vísindamanns myndi skreyta fimmtíu punda seðilinn. Hafði Turing betur gegn öðrum þekktum breskum vísindamönnum eins og Rosalind Franklind, William Herschel og Stephen Hawking, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Turing hefur stundum verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Lék hann lykilhlutverk í þróun fyrstu tölvanna. Þá er talið að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa með því að leysa dulmál sem þýski sjóherinn notaði í síðari heimsstyrjöldinni og skipum bandamanna þannig frá því að verða þýskum kafbátum að bráð.Örlög Turing eftir stríð voru þó ömurleg. Árið 1952 var hann dæmdur fyrir „gróf velsæmisbrot“ vegna þess að hann var samkynhneigður. Bresk yfirvöld vönuðu Turing með lyfjagjöf. Hann stytti sér aldur tveimur árum síðar. Bresk stjórnvöld báðust formlega afsökunar á meðferðinni á Turing árið 2009 og var hann náðaður af drottningunni árið 2013. Bretland Hinsegin Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Seðlabanki Englands hefur tilkynnt að Alan Turing, frumkvöðull í tölvunarfræði og hetja Bretlands úr síðari heimsstyrjöldinni, verði á fimmtíu punda peningaseðli sem gefinn verður út árið 2021. Turing leysti dulmál nasista í stríðinu en sætti ofsóknum yfirvalda í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Ákveðið hafði verið að andlit vísindamanns myndi skreyta fimmtíu punda seðilinn. Hafði Turing betur gegn öðrum þekktum breskum vísindamönnum eins og Rosalind Franklind, William Herschel og Stephen Hawking, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Turing hefur stundum verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Lék hann lykilhlutverk í þróun fyrstu tölvanna. Þá er talið að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa með því að leysa dulmál sem þýski sjóherinn notaði í síðari heimsstyrjöldinni og skipum bandamanna þannig frá því að verða þýskum kafbátum að bráð.Örlög Turing eftir stríð voru þó ömurleg. Árið 1952 var hann dæmdur fyrir „gróf velsæmisbrot“ vegna þess að hann var samkynhneigður. Bresk yfirvöld vönuðu Turing með lyfjagjöf. Hann stytti sér aldur tveimur árum síðar. Bresk stjórnvöld báðust formlega afsökunar á meðferðinni á Turing árið 2009 og var hann náðaður af drottningunni árið 2013.
Bretland Hinsegin Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira