Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Afltak skrifar 31. október 2025 11:30 Afltak er fyrirtæki byggt á traustum grunni og samheldnum hópi eigenda. Frá vinstri eru Hafsteinn Helgi Grétarsson, Guðbjartur Geiri Grétarsson, Kristín Ýr Pálmarsdóttir framkvæmdastjóri og Jónas Bjarni Árnason. Mynd/Silla Páls. Byggingariðnaðurinn hefur sjaldan verið jafn lifandi og krefjandi og nú. Breyttar áherslur, ný tækifæri en um leið flóknari áskoranir gera það að verkum að fyrirtæki þurfa að vera bæði snögg og skynsöm í ákvörðunum. Afltak er fyrirtæki byggt á traustum grunni og samheldnum hópi eigenda. Kristín Ýr Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri, segir að sameiginleg sýn og samvinna eigendanna hafi verið lykillinn að því að fyrirtækið hafi styrkt stöðu sína – ekki aðeins faglega, heldur einnig sem fyrirmynd í jafnrétti, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. „Byggingarmarkaðurinn er bæði krefjandi og spennandi um þessar mundir,“ segir Kristín Ýr þegar hún er spurð hvernig staðan sé í greininni. „Það eru breyttar áherslur og nýir möguleikar að opnast. Stór byggingafélög taka nú meira þátt í minni útboðum en áður og fleiri verktakar leita samstarfs sín á milli. Þetta breytir landslaginu og skapar tækifæri fyrir fyrirtæki eins og Afltak.“ Starfsfólk Afltaks er öflugur og samstilltur hópur.Mynd/Silla Páls. Traust fyrirtæki í breytilegu umhverfi. Húsnæðisverð hefur lengi verið hátt og ungt fólk á enn erfitt með að komast inn á markaðinn. „Ströng lánaskilyrði gera fyrstu skrefin þung. Ef baklandið er ekki sterkt geta afborganir reynst nánast óviðráðanlegar. Þá hefur lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 35% dregið úr hvata einstaklinga til framkvæmda og viðhalds, sem er miður.“ Áskoranirnar eru þó fleiri. „Hækkandi launakostnaður, aukin svört atvinnustarfsemi og skortur á faglærðu starfsfólki eru allt þættir sem setja mark sitt á greinina,“ segir hún. „En á móti koma tækifæri, til dæmis í aukinni dreifingu verkefna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Sú stefna hefur reynst okkur mjög vel. Hún dregur úr rekstraráhættu og byggir á lærdómi sem við drógum af efnahagshruninu. Með langtímahugsun og stöðugum umbótum höfum við byggt upp fyrirtæki sem stendur traust í breytilegu umhverfi.“ Stöðugleiki og fagmennska sem skila árangri Það er ekki af ástæðulausu að Afltak hefur fjögur ár í röð verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. „Þetta er mikil viðurkenning og hún skiptir miklu máli,“ segir Kristín Ýr. „Hún staðfestir að við séum á réttri braut, að reksturinn sé traustur og að gildi okkar, fagmennska, ábyrgð og framtíðarsýn, séu ekki bara orð á blaði.“ Hún segir að slík viðurkenning hafi jákvæð áhrif bæði inn á við og út á við. „Fyrir starfsfólkið okkar er þetta hvatning. Hún sýnir að framlag hvers og eins skiptir máli. Fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila eykur þetta traust og undirstrikar að við séum áreiðanlegur samstarfsaðili sem stendur við sitt.“ Skólakerfið þarf að fylgja eftir iðngreinum Þegar talið berst að rekstrarumhverfi byggingariðnaðarins er Kristín Ýr ekki lengi að nefna eitt meginvandamál sem er skortur á faglærðu vinnuafli. „Það vantar fagmenntað fólk í nánast allar iðngreinar. Þetta dregur úr framleiðni og eykur kostnað auk þess sem töf á verkum getur valdið tjóni. Framhaldsskólarnir eru einfaldlega ekki í stakk búnir til að taka við öllum umsóknum í iðnnám og það er stórt áhyggjuefni.“ Nýjasta verkefni Afltaks er bygging íbúðarkjarna á Nauthólsvegi fyrir Félagsbústaði Hún telur brýnt að stjórnvöld marki skýrari og stöðugri stefnu. „Við þurfum samræmda sýn á skattalega hvata, regluverk og vistvænar lausnir. Einnig þarf að efla samtal milli stjórnvalda og fyrirtækja í greininni og gera iðnnám að raunverulegum valkosti fyrir ungt fólk. Þannig byggjum við upp sjálfbæran og samkeppnishæfan byggingariðnað til framtíðar.“ Jöfn tækifæri óháð kyni, uppruna eða bakgrunni Afltak er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa unnið markvisst að jafnrétti og fjölbreytni en byggingariðnaðurinn hefur löngum verið mjög karllægur. Kristín Ýr, sem sjálf er húsasmiður að mennt, hefur reynslu af því að feta sig áfram í karlaheimi. „Jafnrétti og fjölbreytni eru ekki bara falleg orð hjá okkur þetta eru grunngildi,“ segir hún ákveðin. „Við viljum skapa vettvang þar sem allir fá jöfn tækifæri, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni.“ Innan fyrirtækisins starfa nokkrar konur í lykilstöðum, meðal annars Sóley Rut Jóhannsdóttir sem er bæði húsa- og húsgagnasmíðameistari. „Þetta hefur raunveruleg áhrif á menninguna í fyrirtækinu,“ segir hún. „Fjölbreytt teymi búa til betri lausnir og sterkari liðsheild. Konurnar okkar eru fyrirmyndir sem sýna öðrum að það er pláss fyrir þær í þessum bransa.“ En fjölbreytni hjá Afltaki snýst ekki aðeins um kyn. „Við höfum haft starfsmann með þroskaskerðingu í rúm tuttugu ár. Hans nærvera hefur verið ómetanleg, hún hefur aukið samkennd, virðingu og samhug innan hópsins. Við viljum hvetja fleiri fyrirtæki til að opna dyrnar fyrir fólki sem oft fær ekki tækifæri annars staðar.“ Samfélagsstefnan sem lifandi menning Þegar spurt er hvort samfélagsstefnan skipti raunverulegu máli í daglegum rekstri, svarar hún hiklaust: „Já, hún er hluti af sjálfsmynd okkar.“Hún útskýrir að stefnan sé ekki skrifuð til að skreyta ársskýrslur heldur leiðarljós í öllu starfi. „Hún hefur áhrif á ákvarðanir, vinnumenningu og samskipti, bæði inn á við og út á við. Við viljum hafa jákvæð áhrif, hvort sem það er með því að styrkja góðgerðarmál, styðja íþróttastarf eða efla jafnrétti.“ Umhverfismálin eru þar stór þáttur. „Við göngum snyrtilega um verkstaði, endurnýtum efni eftir föngum og förgum úrgangi á ábyrgan hátt. Markviss kolefnislækkun og vistvænar lausnir eru orðin hluti af daglegum rekstri. Þetta er bæði siðferðislega rétt og hagkvæmt.“ Einnig leggur Afltak áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks. „Sem dæmi má nefna að við bjóðum upp á jógatíma, hollan mat og gott aðgengi að vatni en allt skiptir þetta miklu máli. Öryggi er þó alltaf í forgrunni. Við fylgjum ströngum öryggisreglum og höfum öryggistrúnaðarmann sem fer reglulega yfir verkstaði til að tryggja að allt sé eins og það á að vera.“ Framtíðin byggð á traustum grunni Aðspurð hvað sé framundan fyrir Afltak, segir Kristín Ýr að framtíðin sé björt þótt hún krefjist árvekni. „Við ætlum að halda áfram að vaxa á okkar forsendum, með áherslu á gæði, fagmennsku og ábyrgð. Við viljum vera fyrirmynd í sjálfbærni og jafnrétti, en líka sýna að það er hægt að reka byggingarfyrirtæki með hjarta. Byggingar eru ekki bara múrsteinar og járn, þær eru fólk, samvinna og framtíðarsýn. Og það er einmitt það sem við erum að byggja hjá Afltaki.“ Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Byggingariðnaður Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira
Afltak er fyrirtæki byggt á traustum grunni og samheldnum hópi eigenda. Kristín Ýr Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri, segir að sameiginleg sýn og samvinna eigendanna hafi verið lykillinn að því að fyrirtækið hafi styrkt stöðu sína – ekki aðeins faglega, heldur einnig sem fyrirmynd í jafnrétti, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. „Byggingarmarkaðurinn er bæði krefjandi og spennandi um þessar mundir,“ segir Kristín Ýr þegar hún er spurð hvernig staðan sé í greininni. „Það eru breyttar áherslur og nýir möguleikar að opnast. Stór byggingafélög taka nú meira þátt í minni útboðum en áður og fleiri verktakar leita samstarfs sín á milli. Þetta breytir landslaginu og skapar tækifæri fyrir fyrirtæki eins og Afltak.“ Starfsfólk Afltaks er öflugur og samstilltur hópur.Mynd/Silla Páls. Traust fyrirtæki í breytilegu umhverfi. Húsnæðisverð hefur lengi verið hátt og ungt fólk á enn erfitt með að komast inn á markaðinn. „Ströng lánaskilyrði gera fyrstu skrefin þung. Ef baklandið er ekki sterkt geta afborganir reynst nánast óviðráðanlegar. Þá hefur lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 35% dregið úr hvata einstaklinga til framkvæmda og viðhalds, sem er miður.“ Áskoranirnar eru þó fleiri. „Hækkandi launakostnaður, aukin svört atvinnustarfsemi og skortur á faglærðu starfsfólki eru allt þættir sem setja mark sitt á greinina,“ segir hún. „En á móti koma tækifæri, til dæmis í aukinni dreifingu verkefna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Sú stefna hefur reynst okkur mjög vel. Hún dregur úr rekstraráhættu og byggir á lærdómi sem við drógum af efnahagshruninu. Með langtímahugsun og stöðugum umbótum höfum við byggt upp fyrirtæki sem stendur traust í breytilegu umhverfi.“ Stöðugleiki og fagmennska sem skila árangri Það er ekki af ástæðulausu að Afltak hefur fjögur ár í röð verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. „Þetta er mikil viðurkenning og hún skiptir miklu máli,“ segir Kristín Ýr. „Hún staðfestir að við séum á réttri braut, að reksturinn sé traustur og að gildi okkar, fagmennska, ábyrgð og framtíðarsýn, séu ekki bara orð á blaði.“ Hún segir að slík viðurkenning hafi jákvæð áhrif bæði inn á við og út á við. „Fyrir starfsfólkið okkar er þetta hvatning. Hún sýnir að framlag hvers og eins skiptir máli. Fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila eykur þetta traust og undirstrikar að við séum áreiðanlegur samstarfsaðili sem stendur við sitt.“ Skólakerfið þarf að fylgja eftir iðngreinum Þegar talið berst að rekstrarumhverfi byggingariðnaðarins er Kristín Ýr ekki lengi að nefna eitt meginvandamál sem er skortur á faglærðu vinnuafli. „Það vantar fagmenntað fólk í nánast allar iðngreinar. Þetta dregur úr framleiðni og eykur kostnað auk þess sem töf á verkum getur valdið tjóni. Framhaldsskólarnir eru einfaldlega ekki í stakk búnir til að taka við öllum umsóknum í iðnnám og það er stórt áhyggjuefni.“ Nýjasta verkefni Afltaks er bygging íbúðarkjarna á Nauthólsvegi fyrir Félagsbústaði Hún telur brýnt að stjórnvöld marki skýrari og stöðugri stefnu. „Við þurfum samræmda sýn á skattalega hvata, regluverk og vistvænar lausnir. Einnig þarf að efla samtal milli stjórnvalda og fyrirtækja í greininni og gera iðnnám að raunverulegum valkosti fyrir ungt fólk. Þannig byggjum við upp sjálfbæran og samkeppnishæfan byggingariðnað til framtíðar.“ Jöfn tækifæri óháð kyni, uppruna eða bakgrunni Afltak er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa unnið markvisst að jafnrétti og fjölbreytni en byggingariðnaðurinn hefur löngum verið mjög karllægur. Kristín Ýr, sem sjálf er húsasmiður að mennt, hefur reynslu af því að feta sig áfram í karlaheimi. „Jafnrétti og fjölbreytni eru ekki bara falleg orð hjá okkur þetta eru grunngildi,“ segir hún ákveðin. „Við viljum skapa vettvang þar sem allir fá jöfn tækifæri, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni.“ Innan fyrirtækisins starfa nokkrar konur í lykilstöðum, meðal annars Sóley Rut Jóhannsdóttir sem er bæði húsa- og húsgagnasmíðameistari. „Þetta hefur raunveruleg áhrif á menninguna í fyrirtækinu,“ segir hún. „Fjölbreytt teymi búa til betri lausnir og sterkari liðsheild. Konurnar okkar eru fyrirmyndir sem sýna öðrum að það er pláss fyrir þær í þessum bransa.“ En fjölbreytni hjá Afltaki snýst ekki aðeins um kyn. „Við höfum haft starfsmann með þroskaskerðingu í rúm tuttugu ár. Hans nærvera hefur verið ómetanleg, hún hefur aukið samkennd, virðingu og samhug innan hópsins. Við viljum hvetja fleiri fyrirtæki til að opna dyrnar fyrir fólki sem oft fær ekki tækifæri annars staðar.“ Samfélagsstefnan sem lifandi menning Þegar spurt er hvort samfélagsstefnan skipti raunverulegu máli í daglegum rekstri, svarar hún hiklaust: „Já, hún er hluti af sjálfsmynd okkar.“Hún útskýrir að stefnan sé ekki skrifuð til að skreyta ársskýrslur heldur leiðarljós í öllu starfi. „Hún hefur áhrif á ákvarðanir, vinnumenningu og samskipti, bæði inn á við og út á við. Við viljum hafa jákvæð áhrif, hvort sem það er með því að styrkja góðgerðarmál, styðja íþróttastarf eða efla jafnrétti.“ Umhverfismálin eru þar stór þáttur. „Við göngum snyrtilega um verkstaði, endurnýtum efni eftir föngum og förgum úrgangi á ábyrgan hátt. Markviss kolefnislækkun og vistvænar lausnir eru orðin hluti af daglegum rekstri. Þetta er bæði siðferðislega rétt og hagkvæmt.“ Einnig leggur Afltak áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks. „Sem dæmi má nefna að við bjóðum upp á jógatíma, hollan mat og gott aðgengi að vatni en allt skiptir þetta miklu máli. Öryggi er þó alltaf í forgrunni. Við fylgjum ströngum öryggisreglum og höfum öryggistrúnaðarmann sem fer reglulega yfir verkstaði til að tryggja að allt sé eins og það á að vera.“ Framtíðin byggð á traustum grunni Aðspurð hvað sé framundan fyrir Afltak, segir Kristín Ýr að framtíðin sé björt þótt hún krefjist árvekni. „Við ætlum að halda áfram að vaxa á okkar forsendum, með áherslu á gæði, fagmennsku og ábyrgð. Við viljum vera fyrirmynd í sjálfbærni og jafnrétti, en líka sýna að það er hægt að reka byggingarfyrirtæki með hjarta. Byggingar eru ekki bara múrsteinar og járn, þær eru fólk, samvinna og framtíðarsýn. Og það er einmitt það sem við erum að byggja hjá Afltaki.“
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Byggingariðnaður Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira