Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2025 11:22 Fyrsta flug Boeing 737 max var í janúar 2016. Mynd/Boeing. Boeing-flugvélaframleiðandinn er byrjaður að þróa nýja gerð mjóþotu með einum miðjugangi til að leysa af 737 max-þotuna í framtíðinni. Markmiðið er að ná til baka markaðshlutdeild sem Boeing hefur verið að tapa til Airbus í þessari stærð flugvéla. Þetta fullyrti bandaríska blaðið Wall Street Journal í liðinni viku og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins. Blaðið tók fram að þróun flugvélarinnar væri á frumstigi. Engu að síður væri þetta stefnubreyting þar sem ætlunin væri að þróa nýja flugvél frá grunni en ekki að endurbæta eldri tegund. Wall Street Journal sagði forstjóra Boeing, Kelly Ortberg, hafa fundað með hreyflaframleiðandanum Rolls Royce í Bretlandi í febrúar um smíði nýrra hreyfla fyrir flugvélina. Boeing hefur hins vegar sagt fréttina villandi án þess þó að útskýra á hvern hátt. Þá hefur Rolls Royce neitað að tjá sig um málið. Boeing 737 max 9-þota Icelandair. Félagið rekur núna tuttugu max-vélar, þar af sextán max-8 og fjórar max-9, og eru þær orðnar burðarásinn í farþegaflugi Icelandair.Egill Aðalsteinsson Boeing segist í yfirlýsingu einbeita sér að endurreisnaráætlun fyrirtækisins, þar á meðal að framleiða fyrirliggjandi pantanir á nærri sex þúsund flugvélum, sem og að fá vottun fyrir nýju gerðirnar 737 max-7, 737 max-10 og 777-9. „Á sama tíma, eins og við höfum gert áratugum saman, metum við markaðinn, þróum lykiltækni og bætum fjárhagslega afkomu okkar, til að vera viðbúin þegar rétti tíminn kemur að halda áfram með nýja vöru,“ segir Boeing. Ráðamenn Icelandair völdu maxinn árið 2012, sem rifja má upp hér: Sérfræðingar flugfréttamiðla, sem fjallað hafa um málið, segja að það kunni að virka öfugsnúið að byrja að þróa nýjan arftaka á sama tíma og 737 max-þotur séu uppseldar til ársins 2031 og framundan sé að koma nýju max-7 og max-10 gerðunum í notkun hjá flugfélögum. 737 byggi hins vegar á gamalli hönnun og smíði hennar hafi hafist árið 1965. Vart verði gengið lengra í uppfærslu hennar. Þróun nýrrar flugvélar ásamt flugprófunum taki langan tíma og því sé ekki seinna vænna að byrja. Ný farþegaflugvél yrði vart komin í notkun flugfélaga fyrr en árið 2035. Icelandair fékk fyrsta maxinn í byrjun mars 2018, sem sagt var frá hér: Jafnframt hafa greinendur vakið athygli á því að Boeing virðist ekki ætla að halda áfram með þróun lítillar breiðþotu í flokki meðalstórra farþegaflugvéla, sem kölluð var Boeing 797, og var ætlað að koma í stað 757 og 767-vélanna. Þess í stað virðist Boeing ætla að smíða mjóþotu, flugvél sem skákað geti nýjustu gerðum Airbus A321, sem slegið hafa í gegn meðal flugrekenda. Icelandair er í hópi flugfélaga sem áður voru tryggir Boeing-kaupendur en völdu í staðinn Airbus A321, einfaldlega vegna þess að Boeing hefur ekki haft neinn sambærilegan valkost að bjóða. Fjallað var um val Icelandair á Airbus í Flugþjóðinni á Stöð 2 fyrr á árinu: Boeing Airbus Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku. 29. janúar 2021 14:11 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Blaðið tók fram að þróun flugvélarinnar væri á frumstigi. Engu að síður væri þetta stefnubreyting þar sem ætlunin væri að þróa nýja flugvél frá grunni en ekki að endurbæta eldri tegund. Wall Street Journal sagði forstjóra Boeing, Kelly Ortberg, hafa fundað með hreyflaframleiðandanum Rolls Royce í Bretlandi í febrúar um smíði nýrra hreyfla fyrir flugvélina. Boeing hefur hins vegar sagt fréttina villandi án þess þó að útskýra á hvern hátt. Þá hefur Rolls Royce neitað að tjá sig um málið. Boeing 737 max 9-þota Icelandair. Félagið rekur núna tuttugu max-vélar, þar af sextán max-8 og fjórar max-9, og eru þær orðnar burðarásinn í farþegaflugi Icelandair.Egill Aðalsteinsson Boeing segist í yfirlýsingu einbeita sér að endurreisnaráætlun fyrirtækisins, þar á meðal að framleiða fyrirliggjandi pantanir á nærri sex þúsund flugvélum, sem og að fá vottun fyrir nýju gerðirnar 737 max-7, 737 max-10 og 777-9. „Á sama tíma, eins og við höfum gert áratugum saman, metum við markaðinn, þróum lykiltækni og bætum fjárhagslega afkomu okkar, til að vera viðbúin þegar rétti tíminn kemur að halda áfram með nýja vöru,“ segir Boeing. Ráðamenn Icelandair völdu maxinn árið 2012, sem rifja má upp hér: Sérfræðingar flugfréttamiðla, sem fjallað hafa um málið, segja að það kunni að virka öfugsnúið að byrja að þróa nýjan arftaka á sama tíma og 737 max-þotur séu uppseldar til ársins 2031 og framundan sé að koma nýju max-7 og max-10 gerðunum í notkun hjá flugfélögum. 737 byggi hins vegar á gamalli hönnun og smíði hennar hafi hafist árið 1965. Vart verði gengið lengra í uppfærslu hennar. Þróun nýrrar flugvélar ásamt flugprófunum taki langan tíma og því sé ekki seinna vænna að byrja. Ný farþegaflugvél yrði vart komin í notkun flugfélaga fyrr en árið 2035. Icelandair fékk fyrsta maxinn í byrjun mars 2018, sem sagt var frá hér: Jafnframt hafa greinendur vakið athygli á því að Boeing virðist ekki ætla að halda áfram með þróun lítillar breiðþotu í flokki meðalstórra farþegaflugvéla, sem kölluð var Boeing 797, og var ætlað að koma í stað 757 og 767-vélanna. Þess í stað virðist Boeing ætla að smíða mjóþotu, flugvél sem skákað geti nýjustu gerðum Airbus A321, sem slegið hafa í gegn meðal flugrekenda. Icelandair er í hópi flugfélaga sem áður voru tryggir Boeing-kaupendur en völdu í staðinn Airbus A321, einfaldlega vegna þess að Boeing hefur ekki haft neinn sambærilegan valkost að bjóða. Fjallað var um val Icelandair á Airbus í Flugþjóðinni á Stöð 2 fyrr á árinu:
Boeing Airbus Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku. 29. janúar 2021 14:11 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30
Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33
Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57
Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku. 29. janúar 2021 14:11