Enn ein skýrslan!!! Vantar okkur virkilega enn eina skýrsluna? Þórir Garðarsson skrifar 2. júlí 2019 10:10 Er nokkur furða þó maður spyrji. Í stjórnkerfinu er endalaust verið að skila skýrslum um allt milli himins jarðar. Margar enda í skúffunni. Þetta á ekkert síður við um ferðaþjónustuna en önnur svið þjóðfélagsins. Núna er enn ein skýrslan að koma út sem snertir ferðaþjónustuna og er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Hún ber nafnið Jafnvægisás ferðamála, skýrsla um álagsmat gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi. Svo ánægjulega vill til að þetta er líklega ein gagnlegasta skýrslan um ferðaþjónustuna síðan Vegvísir í ferðaþjónustu var kynnt árið 2015.Skýrslan sem vantaði Jafnvægisás ferðamála er semsagt skýrsla sem virkilega vantaði. Oft heyrist fullyrt að ferðamenn hér á landi séu orðnir of margir. Innviðir, náttúran og heimamenn þoli ekki meira. En hvað þolir landið í raun og veru mikið álag af völdum ferðamanna? Hvar er álagið of mikið, hvar er allt í góðu lagi? Veit það einhver? Sú vitneskja liggur semsagt loksins fyrir í þessari skýrslu um mat á þolmörkum rúmlega 70 svokallaðra sjálfbærnivísa sem snúa að ferðaþjónustunni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra ákvað haustið 2017 að ráðist yrði í þetta verkefni. Stjórnstöð ferðaþjónustunnar hélt utan um það og verkfræðistofan Efla annaðist greiningarvinnu og skýrslugerð.Hver er svo niðurstaðan? Hvað þolir landið marga ferðamenn? Hvar erum við komin yfir mörkin? Er kannski bara gott að ferðamönnum fari fækkandi? Ekki þarf að koma á óvart að skýrslan staðfestir að vegakerfið er þegar komið yfir þolmörk, svosem ekkert frekar gagnvart ferðamönnum en heimamönnum. Stjórnvöld hafa þegar ákveðið að ráðast í myndarlegar úrbætur á því. Af öðru sem komið er yfir þolmörk nefnir skýrslan fráveitur, að of lágt hlutfall skólps sé hreinsað samkvæmt reglugerðarkröfum. Einnig að meira sé urðað af úrgangi en starfsleyfi heimila. Þá er bent á að kolefnisspor ferðamanna sé langt yfir settu markmiði um samdrátt í losun. Um 10% af sjálfbærnivísunum eru taldir komnir yfir þolmörk. Skýrslan sýnir að á þessu þurfi að taka í tíma svo ekki fari illa miðað við fjölgun ferðamanna næsta áratuginn.Ábendingar um hvar úrbóta er þörf Helmingurinn af þeim rúmlega 70 sjálfbærnivísum sem teknir voru fyrir í skýrslunni eru farnir að nálgast þolmörk en ekki komnir yfir þau. Miðað við 2% vöxt ferðaþjónustu á ári til 2030 er það niðurstaða skýrslunnar að nokkrir þessara þátta fari yfir þolmörkin ef ekki verður ráðist í úrbætur. Þar á meðal má nefna fjölda skemmtiferðaskipa, ástand náttúru, ástand innviða og viðhorf heimamanna. Ýmsir aðrir þættir eru undir þolmörkum eða teljast ólíklegir til að fara yfir þau. Þar á meðal má nefna öryggi, vatnsnotkun, álag á heilbrigðisþjónustu, atvinnustig, tekjur þjóðarbúsins og væntingar ferðamanna.Góðu fréttirnar Góðu fréttirnar úr þessari vönduðu samantekt eru þær að þó svo að ferðamönnum fjölgi hér um 2-5% á ári næstu tíu árin, þá er síður en svo hætta á að allt fari úr böndunum. Skýrslan bendir til að um 20% af sjálfbærnivísunum fari yfir þolmörk við slíka fjölgun ferðamanna, en með viðeigandi fjármagni og aðgerðum í tíma er hægt að snúa nánast öllu til betri vegar. Þetta þýðir auðvitað um leið að um 80% af þeim þáttum sem teknir voru fyrir í Jafnvægisási ferðamála teljast undir þolmörkum eða að nálgast þau þó ferðamönnum fjölgi til 2030.Grundvöllur fyrir réttum ákvörðunum Ávinningurinn af þessari skýrslu sem Þórdís Kolbrún kallaði eftir er ótvíræður, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur ekki síður ríkisvaldið, sveitarfélögin, fjárfesta og aðra hagaðila. Jafnvægisás ferðamála er gríðarlega vönduð úttekt á fjölda þátta sem snerta stöðu ferðaþjónustunnar og það sýnir framsýni hjá ráðherranum að hafa óskað eftir henni. Skýrslan sýnir álagið með mælanlegum hætti og auðveldar þannig allar ákvarðanir til framtíðar. Hún sýnir líka á hvaða sviðum við getum andað léttar og hætt að hafa áhyggjur. Hún vísar veginn fyrir hið opinbera jafnt sem einkaaðila. Þessi skýrsla verður nothæfur leiðarvísir til langs tíma, enda ekki skrifuð fyrir skúffuna. Hún auðveldar öllum hlutaðeigandi að tryggja sem best jafnvægi innan þjóðfélagsins gagnvart þessari mikilvægu atvinnugrein. Ef þú ert ekki sammála mér um gagnsemi skýrslunnar, eða telur að eitthvað megi betur greina, er enn tækifæri til að senda inn umsög um hana í samráðsgátt stjórnvalda. Slóðin er https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1404 og hægt er að koma með ábendingar til til 21. júlí næstkomandi.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Er nokkur furða þó maður spyrji. Í stjórnkerfinu er endalaust verið að skila skýrslum um allt milli himins jarðar. Margar enda í skúffunni. Þetta á ekkert síður við um ferðaþjónustuna en önnur svið þjóðfélagsins. Núna er enn ein skýrslan að koma út sem snertir ferðaþjónustuna og er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Hún ber nafnið Jafnvægisás ferðamála, skýrsla um álagsmat gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi. Svo ánægjulega vill til að þetta er líklega ein gagnlegasta skýrslan um ferðaþjónustuna síðan Vegvísir í ferðaþjónustu var kynnt árið 2015.Skýrslan sem vantaði Jafnvægisás ferðamála er semsagt skýrsla sem virkilega vantaði. Oft heyrist fullyrt að ferðamenn hér á landi séu orðnir of margir. Innviðir, náttúran og heimamenn þoli ekki meira. En hvað þolir landið í raun og veru mikið álag af völdum ferðamanna? Hvar er álagið of mikið, hvar er allt í góðu lagi? Veit það einhver? Sú vitneskja liggur semsagt loksins fyrir í þessari skýrslu um mat á þolmörkum rúmlega 70 svokallaðra sjálfbærnivísa sem snúa að ferðaþjónustunni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra ákvað haustið 2017 að ráðist yrði í þetta verkefni. Stjórnstöð ferðaþjónustunnar hélt utan um það og verkfræðistofan Efla annaðist greiningarvinnu og skýrslugerð.Hver er svo niðurstaðan? Hvað þolir landið marga ferðamenn? Hvar erum við komin yfir mörkin? Er kannski bara gott að ferðamönnum fari fækkandi? Ekki þarf að koma á óvart að skýrslan staðfestir að vegakerfið er þegar komið yfir þolmörk, svosem ekkert frekar gagnvart ferðamönnum en heimamönnum. Stjórnvöld hafa þegar ákveðið að ráðast í myndarlegar úrbætur á því. Af öðru sem komið er yfir þolmörk nefnir skýrslan fráveitur, að of lágt hlutfall skólps sé hreinsað samkvæmt reglugerðarkröfum. Einnig að meira sé urðað af úrgangi en starfsleyfi heimila. Þá er bent á að kolefnisspor ferðamanna sé langt yfir settu markmiði um samdrátt í losun. Um 10% af sjálfbærnivísunum eru taldir komnir yfir þolmörk. Skýrslan sýnir að á þessu þurfi að taka í tíma svo ekki fari illa miðað við fjölgun ferðamanna næsta áratuginn.Ábendingar um hvar úrbóta er þörf Helmingurinn af þeim rúmlega 70 sjálfbærnivísum sem teknir voru fyrir í skýrslunni eru farnir að nálgast þolmörk en ekki komnir yfir þau. Miðað við 2% vöxt ferðaþjónustu á ári til 2030 er það niðurstaða skýrslunnar að nokkrir þessara þátta fari yfir þolmörkin ef ekki verður ráðist í úrbætur. Þar á meðal má nefna fjölda skemmtiferðaskipa, ástand náttúru, ástand innviða og viðhorf heimamanna. Ýmsir aðrir þættir eru undir þolmörkum eða teljast ólíklegir til að fara yfir þau. Þar á meðal má nefna öryggi, vatnsnotkun, álag á heilbrigðisþjónustu, atvinnustig, tekjur þjóðarbúsins og væntingar ferðamanna.Góðu fréttirnar Góðu fréttirnar úr þessari vönduðu samantekt eru þær að þó svo að ferðamönnum fjölgi hér um 2-5% á ári næstu tíu árin, þá er síður en svo hætta á að allt fari úr böndunum. Skýrslan bendir til að um 20% af sjálfbærnivísunum fari yfir þolmörk við slíka fjölgun ferðamanna, en með viðeigandi fjármagni og aðgerðum í tíma er hægt að snúa nánast öllu til betri vegar. Þetta þýðir auðvitað um leið að um 80% af þeim þáttum sem teknir voru fyrir í Jafnvægisási ferðamála teljast undir þolmörkum eða að nálgast þau þó ferðamönnum fjölgi til 2030.Grundvöllur fyrir réttum ákvörðunum Ávinningurinn af þessari skýrslu sem Þórdís Kolbrún kallaði eftir er ótvíræður, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur ekki síður ríkisvaldið, sveitarfélögin, fjárfesta og aðra hagaðila. Jafnvægisás ferðamála er gríðarlega vönduð úttekt á fjölda þátta sem snerta stöðu ferðaþjónustunnar og það sýnir framsýni hjá ráðherranum að hafa óskað eftir henni. Skýrslan sýnir álagið með mælanlegum hætti og auðveldar þannig allar ákvarðanir til framtíðar. Hún sýnir líka á hvaða sviðum við getum andað léttar og hætt að hafa áhyggjur. Hún vísar veginn fyrir hið opinbera jafnt sem einkaaðila. Þessi skýrsla verður nothæfur leiðarvísir til langs tíma, enda ekki skrifuð fyrir skúffuna. Hún auðveldar öllum hlutaðeigandi að tryggja sem best jafnvægi innan þjóðfélagsins gagnvart þessari mikilvægu atvinnugrein. Ef þú ert ekki sammála mér um gagnsemi skýrslunnar, eða telur að eitthvað megi betur greina, er enn tækifæri til að senda inn umsög um hana í samráðsgátt stjórnvalda. Slóðin er https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1404 og hægt er að koma með ábendingar til til 21. júlí næstkomandi.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar