Dramað í Passíusálmunum Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Sjá meira
Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar