1096 dagar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 07:00 Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Þriggja ára afmæli er því staðreynd. Í stóra samhenginu er þetta ekki langur tími en áskoranirnar hafa verið margar. Við höfum upplifað þrennar kosningar og uppskorið mikilvægt lærdómsferli. Viðreisn hefur sett ákveðin málefni á dagskrá og fylgt þeim eftir. Við höfum haft kjark til að gagnrýna á málefnalegan hátt og bent í leiðinni á raunhæfar lausnir. Við höfum lagt fram ótal mál bæði á þingi og í sveitarstjórnum víða um landið sem eru í samræmi við þau gildi sem Viðreisn stendur fyrir. Við erum ábyrg en á sama tíma kjörkuð. Raunsæ en á sama tíma framsækin. Við höfum með virkum hætti talað fyrir mikilvægi þess að Ísland sé þjóð á meðal þjóða með öflugu alþjóðasamstarfi. Því þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir nú, sérstaklega á tímum óvissu og uppgangs popúlistaflokka, eiga sér engin landamæri. Hvort sem litið er til mannréttindamála, loftslagsmála eða mikilvægi þess að viðhalda áframhaldandi friði, stöðugleika og áframhaldandi lífsgæðum í Evrópu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en þar mun Viðreisn áfram standa vaktina. Viðreisn hefur stimplað sig inn sem ungt og þróttmikið stjórnmálaafl, sem spratt upp úr kröfu nútímans um frjálst, opið og gróskumikið samfélag sem setur almannahagsmuni, atvinnulífið, jafnrétti og mennskuna í forgrunn. Viðreisn hefur einnig stimplað sig inn á stjórnmálasviðið sem eini flokkurinn sem raunverulega stendur vörð um frjálslynd gildi, þegar á reynir. Flest framfaraskref íslensks samfélags hafa sprottið upp úr þeirri einföldu formúlu að treysta einstaklingnum með frjálslyndum ákvörðunum, samhliða trú á opið samfélag, með virku alþjóðasamstarfi. Blanda sem opnað hefur á tækifæri sem kynslóðirnar á undan okkur óraði ekki fyrir. Það eru forréttindi að vera formaður í flokki sem hefur femínísk, frjálslynd og umhverfissinnuð gildi að leiðarljósi í öllum ákvarðanatökum. Frá stofnun Viðreisnar hafa margar hugmyndir kviknað og enn fleiri orðið að veruleika, við lofum ekki upp í ermina á okkur og látum verkin tala. Því getið þið treyst.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Þriggja ára afmæli er því staðreynd. Í stóra samhenginu er þetta ekki langur tími en áskoranirnar hafa verið margar. Við höfum upplifað þrennar kosningar og uppskorið mikilvægt lærdómsferli. Viðreisn hefur sett ákveðin málefni á dagskrá og fylgt þeim eftir. Við höfum haft kjark til að gagnrýna á málefnalegan hátt og bent í leiðinni á raunhæfar lausnir. Við höfum lagt fram ótal mál bæði á þingi og í sveitarstjórnum víða um landið sem eru í samræmi við þau gildi sem Viðreisn stendur fyrir. Við erum ábyrg en á sama tíma kjörkuð. Raunsæ en á sama tíma framsækin. Við höfum með virkum hætti talað fyrir mikilvægi þess að Ísland sé þjóð á meðal þjóða með öflugu alþjóðasamstarfi. Því þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir nú, sérstaklega á tímum óvissu og uppgangs popúlistaflokka, eiga sér engin landamæri. Hvort sem litið er til mannréttindamála, loftslagsmála eða mikilvægi þess að viðhalda áframhaldandi friði, stöðugleika og áframhaldandi lífsgæðum í Evrópu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en þar mun Viðreisn áfram standa vaktina. Viðreisn hefur stimplað sig inn sem ungt og þróttmikið stjórnmálaafl, sem spratt upp úr kröfu nútímans um frjálst, opið og gróskumikið samfélag sem setur almannahagsmuni, atvinnulífið, jafnrétti og mennskuna í forgrunn. Viðreisn hefur einnig stimplað sig inn á stjórnmálasviðið sem eini flokkurinn sem raunverulega stendur vörð um frjálslynd gildi, þegar á reynir. Flest framfaraskref íslensks samfélags hafa sprottið upp úr þeirri einföldu formúlu að treysta einstaklingnum með frjálslyndum ákvörðunum, samhliða trú á opið samfélag, með virku alþjóðasamstarfi. Blanda sem opnað hefur á tækifæri sem kynslóðirnar á undan okkur óraði ekki fyrir. Það eru forréttindi að vera formaður í flokki sem hefur femínísk, frjálslynd og umhverfissinnuð gildi að leiðarljósi í öllum ákvarðanatökum. Frá stofnun Viðreisnar hafa margar hugmyndir kviknað og enn fleiri orðið að veruleika, við lofum ekki upp í ermina á okkur og látum verkin tala. Því getið þið treyst.Höfundur er formaður Viðreisnar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun