1096 dagar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 07:00 Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Þriggja ára afmæli er því staðreynd. Í stóra samhenginu er þetta ekki langur tími en áskoranirnar hafa verið margar. Við höfum upplifað þrennar kosningar og uppskorið mikilvægt lærdómsferli. Viðreisn hefur sett ákveðin málefni á dagskrá og fylgt þeim eftir. Við höfum haft kjark til að gagnrýna á málefnalegan hátt og bent í leiðinni á raunhæfar lausnir. Við höfum lagt fram ótal mál bæði á þingi og í sveitarstjórnum víða um landið sem eru í samræmi við þau gildi sem Viðreisn stendur fyrir. Við erum ábyrg en á sama tíma kjörkuð. Raunsæ en á sama tíma framsækin. Við höfum með virkum hætti talað fyrir mikilvægi þess að Ísland sé þjóð á meðal þjóða með öflugu alþjóðasamstarfi. Því þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir nú, sérstaklega á tímum óvissu og uppgangs popúlistaflokka, eiga sér engin landamæri. Hvort sem litið er til mannréttindamála, loftslagsmála eða mikilvægi þess að viðhalda áframhaldandi friði, stöðugleika og áframhaldandi lífsgæðum í Evrópu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en þar mun Viðreisn áfram standa vaktina. Viðreisn hefur stimplað sig inn sem ungt og þróttmikið stjórnmálaafl, sem spratt upp úr kröfu nútímans um frjálst, opið og gróskumikið samfélag sem setur almannahagsmuni, atvinnulífið, jafnrétti og mennskuna í forgrunn. Viðreisn hefur einnig stimplað sig inn á stjórnmálasviðið sem eini flokkurinn sem raunverulega stendur vörð um frjálslynd gildi, þegar á reynir. Flest framfaraskref íslensks samfélags hafa sprottið upp úr þeirri einföldu formúlu að treysta einstaklingnum með frjálslyndum ákvörðunum, samhliða trú á opið samfélag, með virku alþjóðasamstarfi. Blanda sem opnað hefur á tækifæri sem kynslóðirnar á undan okkur óraði ekki fyrir. Það eru forréttindi að vera formaður í flokki sem hefur femínísk, frjálslynd og umhverfissinnuð gildi að leiðarljósi í öllum ákvarðanatökum. Frá stofnun Viðreisnar hafa margar hugmyndir kviknað og enn fleiri orðið að veruleika, við lofum ekki upp í ermina á okkur og látum verkin tala. Því getið þið treyst.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Þriggja ára afmæli er því staðreynd. Í stóra samhenginu er þetta ekki langur tími en áskoranirnar hafa verið margar. Við höfum upplifað þrennar kosningar og uppskorið mikilvægt lærdómsferli. Viðreisn hefur sett ákveðin málefni á dagskrá og fylgt þeim eftir. Við höfum haft kjark til að gagnrýna á málefnalegan hátt og bent í leiðinni á raunhæfar lausnir. Við höfum lagt fram ótal mál bæði á þingi og í sveitarstjórnum víða um landið sem eru í samræmi við þau gildi sem Viðreisn stendur fyrir. Við erum ábyrg en á sama tíma kjörkuð. Raunsæ en á sama tíma framsækin. Við höfum með virkum hætti talað fyrir mikilvægi þess að Ísland sé þjóð á meðal þjóða með öflugu alþjóðasamstarfi. Því þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir nú, sérstaklega á tímum óvissu og uppgangs popúlistaflokka, eiga sér engin landamæri. Hvort sem litið er til mannréttindamála, loftslagsmála eða mikilvægi þess að viðhalda áframhaldandi friði, stöðugleika og áframhaldandi lífsgæðum í Evrópu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en þar mun Viðreisn áfram standa vaktina. Viðreisn hefur stimplað sig inn sem ungt og þróttmikið stjórnmálaafl, sem spratt upp úr kröfu nútímans um frjálst, opið og gróskumikið samfélag sem setur almannahagsmuni, atvinnulífið, jafnrétti og mennskuna í forgrunn. Viðreisn hefur einnig stimplað sig inn á stjórnmálasviðið sem eini flokkurinn sem raunverulega stendur vörð um frjálslynd gildi, þegar á reynir. Flest framfaraskref íslensks samfélags hafa sprottið upp úr þeirri einföldu formúlu að treysta einstaklingnum með frjálslyndum ákvörðunum, samhliða trú á opið samfélag, með virku alþjóðasamstarfi. Blanda sem opnað hefur á tækifæri sem kynslóðirnar á undan okkur óraði ekki fyrir. Það eru forréttindi að vera formaður í flokki sem hefur femínísk, frjálslynd og umhverfissinnuð gildi að leiðarljósi í öllum ákvarðanatökum. Frá stofnun Viðreisnar hafa margar hugmyndir kviknað og enn fleiri orðið að veruleika, við lofum ekki upp í ermina á okkur og látum verkin tala. Því getið þið treyst.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar