Körfubolti

Góður leikur Jakobs er Borås hélt sér á lífi í úrslitaeinvíginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jakob í leik með sænska liðinu.
Jakob í leik með sænska liðinu. vísir/getty
Borås kom í veg fyrir að Södertalje Kings yrði sænskur meistari í körfuknattleik í kvöld en Borås vann fjórða leik liðana 97-80.

Borås byrjaði af miklum krafti og var ljóst frá byrjun að þeir ætluðu ekki að láta Södertalje fagna sigrinu á sínum heimavelli.

Þeir voru 55-37 yfir í hálfleik og hleyptu gestunum aldrei nálægt sér en sigurinn varð að ending nokkuð þægilegur, 97-80.

Jakob Sigurðarson gerði afar vel á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Hann skoraði tíu stig og tók fimm fráköst. Flottur leikur hjá KR-ingnum.

Fimmti leikur liðanna fer fram á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×