„Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 11:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar hér langþráðu mark með markaskoraranum Sveindísi Jane Jonsdóttur. Markið kom eftir horn frá Karólínu og var fyrsta mark íslenska liðsins í mótinu eftir 186 mínútna bið. Getty/Maja Hitij Bestu leikmenn íslenska liðsins hafa hlotið gagnrýni þegar hlutirnir gengu ekki upp á Evrópumótinu í Sviss. Sökin liggur miklu víðar í leikmannahópnum samkvæmt tveimur sigursælum reynsluboltum sem mættu í Besta sætið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira