Körfubolti

KR semur við ungan banda­rískan fram­herja

Valur Páll Eiríksson skrifar
K.J. Doucet í leik með Winthrop-háskóla. Hann er nýjasti leikmaður KR.
K.J. Doucet í leik með Winthrop-háskóla. Hann er nýjasti leikmaður KR. Isaiah Vazquez/Getty Images

KR hefur fundið Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. Sá heitir K.J. Doucet og er 22 ára gamall.

Doucet er framherji og 201 sentímetrar að hæð. Hann kemur beint úr háskólaboltanum vestanhafs en hann lék með Winthrop-skólanum í Suður-Karólínu síðustu tvö ár. Árin tvö þar á undan spilaði hann fyrir Fort Valley State-háskólann.

Doucet skoraði 13,7 stig að meðaltali í leik og 5,5 fráköst með Winthrop í Big South Conference í NCAA I-deildinni. Í tilkynningu KR um skiptin segir að hann hafi verið valinn varaúrvalslið í Big South hluta deildarinnar.

„Ég gríðarlega ánægður að fá KJ í hópinn okkar. Hann er hreyfanlegur íþróttamaður sem getur gert marga mismunandi hluti bæði sóknar- og varnarlega og ætti að virka mjög vel í hröðum leik sem við viljum spila. Hann kemur til okkar eftir góðan háskólaferil og passar vel í þann leikmannahóp sem við erum að setja saman,“ er haft eftir Jakobi Erni Sigurðarsyni um Doucet í yfirlýsingu KR.

KR-ingar voru nýliðar í Bónus-deildinni í fyrra en strembinn lokakafli gerði að verkum að liðið missti af sæti í úrslitakeppninni í jafnri deild.

Yfirlýsingu KR má sjá í heild að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×