Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Mannorð nóbelsverðlaunahafans hefur beðið megna hnekki undanfarin misseri. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og þjóðarleiðtogi sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991, reyndist helsti andstæðingur þess að tveir blaðamenn Reuters væru leystir úr haldi í landinu. Þetta kom fram í umfjöllun The New York Times í gær. Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, neitaði að tjá sig um málið. Blaðamennirnir, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru handteknir þann 12. desember árið 2017 er þeir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum sem mjanmarski herinn á að hafa framið í bænum Inn Din í Rakhine-ríki Mjanmars. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september síðastliðnum fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál við litla hrifningu alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegur þrýstingur varð svo til þess að Win Myint forseti ákvað að náða Reuters-liðana þann 7. maí síðastliðinn. Reuters birti umfjöllunina á meðan þeir voru í haldi. Fyrir hana fengu blaðamennirnir Pulitzer-verðlaun. Fjöldamorðið í Inn Din er þó aðeins lítill hluti aðgerða mjanmarska hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem játar búddatrú, gegn Róhingjum. Nóbelsverðlaunahafinn er sagður hafa verið harður andstæðingur þess að blaðamennirnir yrðu leystir úr haldi og sagði bandaríska dagblaðið þá afstöðu vel þekkta á meðal erindreka annarra ríkja. Suu Kyi er enn fremur sögð hafa reiðst mjög þegar erindrekar báru málið upp í viðræðum. David S. Mathieson, sem starfar við greiningu mjanmarsks stjórnmálaumhverfis, sagði við miðilinn að málið hafi verið afar persónulegt fyrir Suu Kyi. „Vegna þrjósku hennar, afneitunar á glæpunum í Rakhine og þeirrar alþjóðlegu gagnrýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindrunin í því að þetta mál yrði farsællega leyst,“ sagði greinandinn. Þá var jafnframt haft eftir Thar Lon Zaung Htet, stofnanda samtaka um vernd mjanmarskra blaðamanna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yfirmaður mjanmarska hersins, hafi verið reiðubúinn að hjálpa honum við að fá blaðamennina leysta úr haldi. Engin svör fengust hins vegar frá Nóbelsverðlaunahafanum. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinnar er Hlaing ef til vill valdameiri en Suu Kyi en herinn fær um fjórðung þingsæta og valdamikil ráðuneyti. Brenndu skóla Þjóðflokkur Róhingja hefur sætt ofsóknum áratugum saman. Staðan hefur þó trúlega aldrei verið jafnslæm og undanfarin ár. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir morð, nauðganir og gjöreyðileggingu byggða Róhingja. Þá hafa um 730.000 Róhingjar flúið til grannríkisins Bangladess. Vefmiðillinn The Stateless Rohingya sagði frá því í gær að verslanir og skólar Róhingja í Kun Taing hafi verið brennd til grunna á fimmtudaginn. „Þetta er friðsæll bær og hér höfum við fengið að lifa í friði kynslóðum saman án trúarágreinings. En hatrið ríkir nú í Rakhine. Þess vegna hafa eignir fátækra bæjarbúa verið eyðilagðar,“ sagði bæjarbúi við miðilinn. Róhingjar eru múslimar en meirihluti samlanda þeirra eru búddistar. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og þjóðarleiðtogi sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991, reyndist helsti andstæðingur þess að tveir blaðamenn Reuters væru leystir úr haldi í landinu. Þetta kom fram í umfjöllun The New York Times í gær. Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, neitaði að tjá sig um málið. Blaðamennirnir, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru handteknir þann 12. desember árið 2017 er þeir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum sem mjanmarski herinn á að hafa framið í bænum Inn Din í Rakhine-ríki Mjanmars. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september síðastliðnum fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál við litla hrifningu alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegur þrýstingur varð svo til þess að Win Myint forseti ákvað að náða Reuters-liðana þann 7. maí síðastliðinn. Reuters birti umfjöllunina á meðan þeir voru í haldi. Fyrir hana fengu blaðamennirnir Pulitzer-verðlaun. Fjöldamorðið í Inn Din er þó aðeins lítill hluti aðgerða mjanmarska hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem játar búddatrú, gegn Róhingjum. Nóbelsverðlaunahafinn er sagður hafa verið harður andstæðingur þess að blaðamennirnir yrðu leystir úr haldi og sagði bandaríska dagblaðið þá afstöðu vel þekkta á meðal erindreka annarra ríkja. Suu Kyi er enn fremur sögð hafa reiðst mjög þegar erindrekar báru málið upp í viðræðum. David S. Mathieson, sem starfar við greiningu mjanmarsks stjórnmálaumhverfis, sagði við miðilinn að málið hafi verið afar persónulegt fyrir Suu Kyi. „Vegna þrjósku hennar, afneitunar á glæpunum í Rakhine og þeirrar alþjóðlegu gagnrýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindrunin í því að þetta mál yrði farsællega leyst,“ sagði greinandinn. Þá var jafnframt haft eftir Thar Lon Zaung Htet, stofnanda samtaka um vernd mjanmarskra blaðamanna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yfirmaður mjanmarska hersins, hafi verið reiðubúinn að hjálpa honum við að fá blaðamennina leysta úr haldi. Engin svör fengust hins vegar frá Nóbelsverðlaunahafanum. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinnar er Hlaing ef til vill valdameiri en Suu Kyi en herinn fær um fjórðung þingsæta og valdamikil ráðuneyti. Brenndu skóla Þjóðflokkur Róhingja hefur sætt ofsóknum áratugum saman. Staðan hefur þó trúlega aldrei verið jafnslæm og undanfarin ár. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir morð, nauðganir og gjöreyðileggingu byggða Róhingja. Þá hafa um 730.000 Róhingjar flúið til grannríkisins Bangladess. Vefmiðillinn The Stateless Rohingya sagði frá því í gær að verslanir og skólar Róhingja í Kun Taing hafi verið brennd til grunna á fimmtudaginn. „Þetta er friðsæll bær og hér höfum við fengið að lifa í friði kynslóðum saman án trúarágreinings. En hatrið ríkir nú í Rakhine. Þess vegna hafa eignir fátækra bæjarbúa verið eyðilagðar,“ sagði bæjarbúi við miðilinn. Róhingjar eru múslimar en meirihluti samlanda þeirra eru búddistar.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira