Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Mannorð nóbelsverðlaunahafans hefur beðið megna hnekki undanfarin misseri. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og þjóðarleiðtogi sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991, reyndist helsti andstæðingur þess að tveir blaðamenn Reuters væru leystir úr haldi í landinu. Þetta kom fram í umfjöllun The New York Times í gær. Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, neitaði að tjá sig um málið. Blaðamennirnir, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru handteknir þann 12. desember árið 2017 er þeir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum sem mjanmarski herinn á að hafa framið í bænum Inn Din í Rakhine-ríki Mjanmars. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september síðastliðnum fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál við litla hrifningu alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegur þrýstingur varð svo til þess að Win Myint forseti ákvað að náða Reuters-liðana þann 7. maí síðastliðinn. Reuters birti umfjöllunina á meðan þeir voru í haldi. Fyrir hana fengu blaðamennirnir Pulitzer-verðlaun. Fjöldamorðið í Inn Din er þó aðeins lítill hluti aðgerða mjanmarska hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem játar búddatrú, gegn Róhingjum. Nóbelsverðlaunahafinn er sagður hafa verið harður andstæðingur þess að blaðamennirnir yrðu leystir úr haldi og sagði bandaríska dagblaðið þá afstöðu vel þekkta á meðal erindreka annarra ríkja. Suu Kyi er enn fremur sögð hafa reiðst mjög þegar erindrekar báru málið upp í viðræðum. David S. Mathieson, sem starfar við greiningu mjanmarsks stjórnmálaumhverfis, sagði við miðilinn að málið hafi verið afar persónulegt fyrir Suu Kyi. „Vegna þrjósku hennar, afneitunar á glæpunum í Rakhine og þeirrar alþjóðlegu gagnrýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindrunin í því að þetta mál yrði farsællega leyst,“ sagði greinandinn. Þá var jafnframt haft eftir Thar Lon Zaung Htet, stofnanda samtaka um vernd mjanmarskra blaðamanna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yfirmaður mjanmarska hersins, hafi verið reiðubúinn að hjálpa honum við að fá blaðamennina leysta úr haldi. Engin svör fengust hins vegar frá Nóbelsverðlaunahafanum. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinnar er Hlaing ef til vill valdameiri en Suu Kyi en herinn fær um fjórðung þingsæta og valdamikil ráðuneyti. Brenndu skóla Þjóðflokkur Róhingja hefur sætt ofsóknum áratugum saman. Staðan hefur þó trúlega aldrei verið jafnslæm og undanfarin ár. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir morð, nauðganir og gjöreyðileggingu byggða Róhingja. Þá hafa um 730.000 Róhingjar flúið til grannríkisins Bangladess. Vefmiðillinn The Stateless Rohingya sagði frá því í gær að verslanir og skólar Róhingja í Kun Taing hafi verið brennd til grunna á fimmtudaginn. „Þetta er friðsæll bær og hér höfum við fengið að lifa í friði kynslóðum saman án trúarágreinings. En hatrið ríkir nú í Rakhine. Þess vegna hafa eignir fátækra bæjarbúa verið eyðilagðar,“ sagði bæjarbúi við miðilinn. Róhingjar eru múslimar en meirihluti samlanda þeirra eru búddistar. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og þjóðarleiðtogi sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991, reyndist helsti andstæðingur þess að tveir blaðamenn Reuters væru leystir úr haldi í landinu. Þetta kom fram í umfjöllun The New York Times í gær. Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, neitaði að tjá sig um málið. Blaðamennirnir, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru handteknir þann 12. desember árið 2017 er þeir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum sem mjanmarski herinn á að hafa framið í bænum Inn Din í Rakhine-ríki Mjanmars. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september síðastliðnum fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál við litla hrifningu alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegur þrýstingur varð svo til þess að Win Myint forseti ákvað að náða Reuters-liðana þann 7. maí síðastliðinn. Reuters birti umfjöllunina á meðan þeir voru í haldi. Fyrir hana fengu blaðamennirnir Pulitzer-verðlaun. Fjöldamorðið í Inn Din er þó aðeins lítill hluti aðgerða mjanmarska hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem játar búddatrú, gegn Róhingjum. Nóbelsverðlaunahafinn er sagður hafa verið harður andstæðingur þess að blaðamennirnir yrðu leystir úr haldi og sagði bandaríska dagblaðið þá afstöðu vel þekkta á meðal erindreka annarra ríkja. Suu Kyi er enn fremur sögð hafa reiðst mjög þegar erindrekar báru málið upp í viðræðum. David S. Mathieson, sem starfar við greiningu mjanmarsks stjórnmálaumhverfis, sagði við miðilinn að málið hafi verið afar persónulegt fyrir Suu Kyi. „Vegna þrjósku hennar, afneitunar á glæpunum í Rakhine og þeirrar alþjóðlegu gagnrýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindrunin í því að þetta mál yrði farsællega leyst,“ sagði greinandinn. Þá var jafnframt haft eftir Thar Lon Zaung Htet, stofnanda samtaka um vernd mjanmarskra blaðamanna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yfirmaður mjanmarska hersins, hafi verið reiðubúinn að hjálpa honum við að fá blaðamennina leysta úr haldi. Engin svör fengust hins vegar frá Nóbelsverðlaunahafanum. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinnar er Hlaing ef til vill valdameiri en Suu Kyi en herinn fær um fjórðung þingsæta og valdamikil ráðuneyti. Brenndu skóla Þjóðflokkur Róhingja hefur sætt ofsóknum áratugum saman. Staðan hefur þó trúlega aldrei verið jafnslæm og undanfarin ár. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir morð, nauðganir og gjöreyðileggingu byggða Róhingja. Þá hafa um 730.000 Róhingjar flúið til grannríkisins Bangladess. Vefmiðillinn The Stateless Rohingya sagði frá því í gær að verslanir og skólar Róhingja í Kun Taing hafi verið brennd til grunna á fimmtudaginn. „Þetta er friðsæll bær og hér höfum við fengið að lifa í friði kynslóðum saman án trúarágreinings. En hatrið ríkir nú í Rakhine. Þess vegna hafa eignir fátækra bæjarbúa verið eyðilagðar,“ sagði bæjarbúi við miðilinn. Róhingjar eru múslimar en meirihluti samlanda þeirra eru búddistar.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira