Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 11:46 Leiðtogar þeirra sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu brostu fyrir myndavélarnar. Þeir gátu þó ekki komið sér saman um yfirlýsingu vegna andstöðu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira