100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2019 13:05 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. Bresturinn þýðir um 100 milljóna króna tap á bæjarsjóð og 40 milljóna króna tap á hafnarsjóði. Það er ekki glæsilegt ástandið í Vestmannaeyjum þessa dagana eins og hjá öðrum sveitarfélögum sem reiða sig á loðnuvertíðina því það er loðnubrestur, enginn loðna finnst og engin veit hvar hún er. Áfallið er mikið eins og í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri þar. „Auðvitað er þetta grafalvarlegt þegar við lendum í svona, þetta er áfall. Vertíðin í fyrra var upp á átján milljarða og þetta eru sex milljarðar, sem eru að fara hér út úr samfélaginu þar sem 1/3 af loðnukvótanum er vistaður í Eyjum. Við reynum að bera okkur vel en áfallið er mikið“, segir Íris. Hún segir að loðnubrestinn hafi verulega áhrif á allt í Vestmannaeyjum. „Bara launatekjurnar út úr einni svona vertíð eru 620 milljónir fyrir heimili í Vestmannaeyjum og þetta hefur bein áhrif á rúmlega 280 heimili, sem eru 16% heimila hérna, sem hafa fengið uppgrip, annað hvort á sjó eða loðnuvertíð“. Í vikunni var haldinn fjölmennur opinn fundur í Vestmannaeyjum um loðnubrestinn, sem Íris var mjög ánægð með. „Það er ýmislegt sem ríkið getur gert til þess að laga starfsumhverfi greinarinnar. Það er meðal annars veiðigjöldin og það er líka kolefnisgjaldið, flotinn hér á Íslandi er að greiða kolefnisgjald þó að hann sé búin að ná markmiðum Parísarsáttmálans og það er eini staðurinn í heiminum, sem verið er að gera það. Og svo eru það auðvitað stimpilgjöld á atvinnutæki, sem eru fiskiskip, einu atvinnutækin, sem bera stimpilgjöld og svo þessi þunga áhersla á loðnurannsóknirnar, við þurfum að vita meira, það er bara allt, allt of dýrt að vita ekki meira um loðnuna“, segir Íris.Vísir/Hari Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. Bresturinn þýðir um 100 milljóna króna tap á bæjarsjóð og 40 milljóna króna tap á hafnarsjóði. Það er ekki glæsilegt ástandið í Vestmannaeyjum þessa dagana eins og hjá öðrum sveitarfélögum sem reiða sig á loðnuvertíðina því það er loðnubrestur, enginn loðna finnst og engin veit hvar hún er. Áfallið er mikið eins og í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri þar. „Auðvitað er þetta grafalvarlegt þegar við lendum í svona, þetta er áfall. Vertíðin í fyrra var upp á átján milljarða og þetta eru sex milljarðar, sem eru að fara hér út úr samfélaginu þar sem 1/3 af loðnukvótanum er vistaður í Eyjum. Við reynum að bera okkur vel en áfallið er mikið“, segir Íris. Hún segir að loðnubrestinn hafi verulega áhrif á allt í Vestmannaeyjum. „Bara launatekjurnar út úr einni svona vertíð eru 620 milljónir fyrir heimili í Vestmannaeyjum og þetta hefur bein áhrif á rúmlega 280 heimili, sem eru 16% heimila hérna, sem hafa fengið uppgrip, annað hvort á sjó eða loðnuvertíð“. Í vikunni var haldinn fjölmennur opinn fundur í Vestmannaeyjum um loðnubrestinn, sem Íris var mjög ánægð með. „Það er ýmislegt sem ríkið getur gert til þess að laga starfsumhverfi greinarinnar. Það er meðal annars veiðigjöldin og það er líka kolefnisgjaldið, flotinn hér á Íslandi er að greiða kolefnisgjald þó að hann sé búin að ná markmiðum Parísarsáttmálans og það er eini staðurinn í heiminum, sem verið er að gera það. Og svo eru það auðvitað stimpilgjöld á atvinnutæki, sem eru fiskiskip, einu atvinnutækin, sem bera stimpilgjöld og svo þessi þunga áhersla á loðnurannsóknirnar, við þurfum að vita meira, það er bara allt, allt of dýrt að vita ekki meira um loðnuna“, segir Íris.Vísir/Hari
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00
Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15
Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52